Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 32
STJÓRNMÁL SUNDRUNG SJALFSTÆÐISFLOKKSINS Ekki er allt sem sýnist í pólitík. tjórnmálaskýrendur hafa að undanförnu velt fýrir sér sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, á sama tíma og hann er sem hrófatildur eitt í sveitarstjórnum víðsvegar um land. Niðurstaða þessara skýrenda er einlægt sú að flokkurinn eigi hina sterku stöðu sína einum manni að þakka, Davíð Oddssyni. Eg get fallist á þessa skýringu að hluta, en meginástæðan er þó sú að kjósendamarkaðurinn bíður eftir sameiningu vinstri flokka og samtaka þannig að til verði raunverulegur valkostur við Sjálfstæðisflokkinn — að stærð og stefnu nægilega sterkur til að eiga fullkostar við allsráðanda flokk í þjóðfélaginu. En í þriðja lagi er mikilsvert að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki jafn heilsteyptur og mikilúðlegur og þetta skoðanakann- anafýlgi á landsvísu virðist í fljótu bragði gefa til kynna. Um veikleikann að baki hins styrka yfirborðs vitna raunir Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um land allt — á sama tíma og vinstri menn ná nær hvarvetna saman í sveitarstjórnum. Við skulum fara í hrað- og hringferð um land- ið: 1) I Mosfellsbæ hefur öllum frambjóðend- um D-listans frá því í síðustu kosningum nán- ast verið sópað í burtu. 2) A Isafirði klofnaði meirihluti Sjálfstæðismanna og ekki lát á þeirri klofningshistoríu. 3) Deilur meðal Sjálf- stæðismanna í Bolungarvík. 4) I því gamla íhaldsvígi Olafsfirði hefur flokkurinn verið tvfklofinn um langa hríð og nú eru mestar lík- ur á því að D-listinn verði ekki boðinn fram þar í vor. 5) A Akureyri: Oddvita flokksins til margra ára sparkað niður í 4.sæti og fenginn pólitískur farandverktaki úr öðru plássi til að leiða D-listann. 6) I Hveragerði ganga klögu- málin á víxl, klofningur í félaginu og harðvít- ugar deilur árum saman, a.m.k. tvö framboð flokksins verða þar í vor. 7) I Garðinum er klofningur og óánægja og þar verða tveir list- ar Sjálfstæðismanna boðnir fram í vor í stað eins sem fór með öll völd á liðnu kjörtímabili. 8) Hafnarfjörður: Sjálfstæðisflokkurinn í tvennu lagi, hvor sínum megin meirihluta bæjarstjórnar, tvö framboð flokksins í vor. 9) A Seltjarnarnesi þar sem Jón Hákon Magn- ússon hefur verið leiðandi sjálfstæðismaður í bæjarfélaginu var honum sparkað niður eftir öllum lista, að mati margra stuðningsmanna hans með hálfgerðu samsæri. 10) Alvarleg- astar eru þó deilurnar í Reykjavík, þar sem ekki ríkir eining um leiðtoga listans og aðrir borgarfulltrúar hafa gert tilkall til for- ystu. Auk þess virðast margir frambjóðenda ekki njóta trausts flokksins. Þannig hafði kjörnefnd flokksins gert tillögur um að færa frambjóðendur niður um sæti; þeim Guðlaugi Þór Þórðar- syni, Kjartani Magnússyni, Helgu Jóhannsdóttur, Grafarvogs- manninum Snorra Hjaltasyni átti öllum að hnika til og var gert í sumum tilvikum. D-listaffamboðið í Reykjavík er holgrafið af vantrú og innri óánægju. Þetta hefur leitt til örvæntingar sem er öllum framboðum hættuleg. Þetta voru sveitastjórnarmálin. Kíkjum aðeins á ílokkinn á landsvísu og sjálfsmynd hans um þessar mundir: Það er verið að búa til nýja söguskoðun frá valdakjarnanum. Hin nýja söguskoðun kom glöggt fram í afmælisdikti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Mogganum fýrir nokkru. Allir vita að Hannes Hólmsteinn er hirðsagnfræðingur foringjans og í mærðarrullu sinni lýsti hann því hvernig Davíð Oddsson væri arftaki frelsisbarátt- unnar í Sjálfstæðisflokknum. Það hefur vakið mikla athygli hvernig hann form- gerði þessa nýju söguskoðun. Svo var að skilja að Hannes sálugi Hafstein hefði fært okkur óvita búandkörlum frelsið, að hon- um gengnum hafi dofnað á frelsiskyndlin- um þartil Davíð Oddsson tók við honum. Síðan skín frelsisljósið skært. Tæpt var á því að nokkrir fleiri hefðu komið við frels- issögu og nöfn formannanna Jóns Þorláks- sonar, Olafs Thors og Bjarna Benedikts- sonar nefnd í því sambandi, þeir stóðu í „vörn” og gerðu „tilraunir” í frelsisskyni. Það var hins vegar þögnin um hina sem vakti mesta athygli; þeir sem nú eiga að gleymast í sögu flokksins þ.e. Jóhann Haf- stein, Þorsteinn Pálsson og Geir Hall- grímsson. Þetta hefur vakið mikla reiði innan flokksins. Og framsetningin þykir mörgum til marks um hvar á stalli Davíð Oddsson stendur, stærri og meiri en allir í námunda við hann, - og gömlu velgerðar- mennirnir eru gleymdir. Davíðs Oddssonar-klíkan telur sig ekki þurfa á stuðningi eins eða neins, - og alls ekki hinna gömlu vina Geirs Hallgrímsson Oes) Morgunblaðsins. Ætli einhverjir Morgun- blaðshanar þurfi nú ekki að reisa kambinn, góðan daginn? 53 „Stjórnmálaskýrendur hafa að undanförnu velt fyrir sér sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, á sama tíma og hann er sem hrófatildur eitt í sveitarstjórnum víðsvegar um land." 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.