Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 78

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 78
Gallinn við þetta verk er að öðru leyti sá, að höfund- ur gerir lítið annað en tæpa á yrkisefnum sínum, en reynir hvergi að kafa ofan í þau eða leiða til lykta. Það er lítil skemmtun að hlýða á almennt tal um óhamingju og lífsleiða og krassandi fyr- irbæri eins og draugagang- ur eða nauðgunartilraunir bjarga engu, ef þær eru að- eins örvæntingarfullar til- raunir til að skapa hápunkta eftir tillærðum skólabókar- Tristan Gibbin í hlutverki Guðríðar Þorbjarnardóttur í Ferðum Guðríðar. formúlum. Leikstjóri og leikendur hafa sannarlega ekki verið öf- undsverðir af því að blása lífi í þennan texta og Viðari Iiggerts- syni er vorkunn, þó að hann fari stöku sinnum fram úr honum með gassafenginni leikstjórn, t.d. í því atriði sem hér var vitnað til, endurfundi elskendanna. Annars eru leikendur jafn pottþéttir og við er að búast; Bjarni Jónsson getur sannarlega ekki kvartað undan því, að leikhúsið geri illa við verk hans. Það er helst, að Valur Freyr Einarsson sé fullstirður í afburða leiðinlegu hlutverki Sidda, boltasparkara og kokkáls, og Theodór Júlíusson var ekki nógu öruggur á textanum á þeirri sýningu, sem ég var viðstaddur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Róbert Arnfinnsson og Iilja Guðrún Þorvaldsdóttir brugðust hvergi í sínum hlutverkum, þó að ég sé ekki viss um, að ég „kaupi“ Lilju Guðrúnu sem kennara. En bestur af öllum var Sigurður Skúlason sem misheppnað skáld, undarlegur sérvitringur sem lifir í eigin heimi og ekki er laust við, að maður kannist við af götum og kaffihúsum borgarinnar. Því miður sé ég í blöðum, þegar ég skila greininni af mér, að Sig- urður er farinn í fri og annar leikari tekinn við hlutverkinu. S3 Af frækinni ferðakonu Ferðir Guðríðar (The Saga of Guðríður) eftír Brynju Benediktsdóttur í Skemmtihúsinu við Laufásveg -k "k 1/2 Leikstjórí: Brynja Benediktsdóttír Leikmynd og grímur: Rebekka Rán Samper vað ætli margir séu búnir að uppgötva, að nýtt leikhús er risið við Laufásveginn? Þar hafa þau Brynja Benedikts- dóttir og Erlingur Gíslason reist við hús sitt af stórhug og myndarskap eins konar skemmu á tveimur hæðum, hlý- lega vistarveru undir súð, sem ljær því sem þar fer fram nútíma- lega baðstofustemningu. Það er auðvitað ekki hægt að setja hvað sem er á svið þarna, en fyrir fámennar sýningar, einfaldar í snið- um, er þetta kjörin aðstaða, ekki síst ef verkin flytja með sér eitt- hvað af andblæ liðinna alda. Þannig var um Ormstunguleik þeirra Benedikts Erlingssonar og Halldóru Geirharðsdóttur, sem Iátinn var vígja húsið í íyrra- haust og gekk lengi við vinsældir, og þannig er einnig um Sögu Guðríðar, 'I'he Saga of Guðríður, sem nú er flutt þarna af banda- rísku leikkonunni Tristan Gribbin. Þar er Guðríður Þorbjarnar- dóttir, sú víðförla kona, látin segja áheyrendum undan og ofan af ævi sinni og er af nógu af taka, eins og þeir vita sem gluggað hafa í Eiríkssögu rauða og Grænlendinga- sögu. Ur því verður ein- leikur með Tristan allan tímann á sviðinu, og skipt- ist bein frásögn á við leik- ræna framsetningu, sem studd er leikhljóðum, ljósa- breytingum og fáeinum leikmunum. Tristan Gribbin er afar fríð kona með þokkafullar hreyfingar og viðfelldna rödd. Framburður hennar á enskunni er eins skýr og frekast verður á kosið. 011 umgerð frásagnarleiksins er unnin af vand- virkni og enginn þarf að láta sér leiðast þær tvær stundir sem hann varir. En mér er lífsins ómögulegt að trúa því, að þessi elskulega kona með sitt hlýja bros sé sá kvenskörungur, sem sögurnar lýsa; kona sem velktist fram og aftur um Norður-Atl- antshaf á opnum skipum, tók þátt í landnámi í tiarlægri heims- álfu, gekk suður eins og það hét að fara í pílagrímsgöngu til Róm- ar og endaði ævina sem einsetukona í Skagafirði. Bæði konan sjálf og allt hennar lífsdrama hlýtur að hafa verið stærra í sniðum en sú mynd sem þær Brynja og Tristan ná að bregða upp. Það mun vera áform Brynju Benediktsdóttur að setja þennan leik síðar upp með íslenskri leikkonu og jafnvel einnig sænsku- mælandi. Því má ætla að þessi sýning sé aðeins fýrsti áfangi á langri leið; þá væri Brynju illa aftur farið, ef hún vílaði fyrir sér að leggja í langferðir með sýningar sínar. Forvitnilegt verður að sjá, hvort hún á þar eftir að færa okkur nær Guðríði Þorbjarnardótt- ur og öðrum Vínlandsförum en henni tókst að þessu sinni. SH Blóðug satíra ** Poppkorn eftír Ben Elton á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins Þýðandi: Illugi Jökulsson Leikstjóri: Guðjón Pedersen Leikmynd og búningar: Elín Edda Arnadóttír að er undarlegur tvískinnungur í þessu leikriti Ben Eltons. I heild er verkið byggt upp sem hefðbundið átakadrama um tiltekna siðferðilega spurningu úr samtíðinni, þ.e. ábyrgð þeirra, sem gera ofbeldiskvikmyndir, á því hömlu- og til- gangslausa ofbeldi sem þrífst í samfélaginu almennt og hefur a.m.k. í sumum tilvikum sprottið fram undir greinilegum áhrifum frá kvikmyndum og sjónvarpi. Hitt leynir sér þó ekki, að höfund- urinn hefur fljótt fengið nóg af persónum sínum; að hann hefur nokkurn veginn jafn mikla skömm á þeim öllum, fórnarlömbum ekkert síður en gerendum. Af því leiðir, að okkur stendur frá upp- hafi sama um þetta lið og horfum köldum augum á allar ófarir þess. Efnisþráður Ieiksins er í stuttu máli sá, að tveir ljöldamorðingj- ar, karl og kona, á flótta undan lögreglunni, taka hús á frægum kvikmyndaleikstjóra nóttina eftir að hann hefur fengið ósk- arsverðlaunin fyrir kvikmynd með 57 morðum. Tekur parið 78 Leikhúsgagnrýni. Jóns Viðars Jónssonar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.