Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 52
■ SJAVARUTVEGUR Pétur og Hólmsteinn eiga íyrirtækið Marex með Sigurði Haraldssyni. Það sel- ur saltfisk og saltfisksafurðir. ar aðalviðskipti eru við togara og tog- skip en við seljum einnig veiðarfæri til dragnóta, nóta, línu og netaveiða." Það er mjög mismunandi eftir fyrir- tækjum hvort einstakir skipstjórar eða útgerðarstjórar stýra viðskiptum með veiðarfæri. „Almennt má segja að útboð fari í vöxt í þessum viðskiptum. Viðskipta- tengsl, sem byggja á hefð eða kunn- ingskap, eru á undanhaldi þótt þau séu ekki alveg horfin.“ SELT FYRIR RÚMA 50 MILUARÐA Fjárfestingar Péturs og uppbygging Isfells hafa vakið nokkra athygli og liggur beint við að spyija hvort hann hafi hagnast mikið á rekstri Isbergs? „Uppbyggingin hér heima hefur nær eingöngu hvílt á herðum Hólm- steins, bróður míns, og Páls Gestsson- ar og mér dettur ekki í hug að stæra mig af því. Hvað varðar hagnað af rekstri Isbergs þá hefur það á þessum 12 árum selt afurðir íyrir rúma 50 milljarða. Það væri eitthvað að ef ekki væri einhver hagnaður af slíkri veltu. Það hefur gengið mjög vel.“ Pétur hefur þannig þá sérstöðu að starfa að viðskiptum í þremur löndum og reyndar ijórum því ísberg Ltd. rek- ur fyrirtækið PF Snodd í Færeyjum. Það kaupir fisk og selur beitu og veið- arfæri. Hefur hann séð miklar breyt- ingar á íslensku viðskiptalífi á þessum tíma? „Viðskiptalífið hér tekur stöðugt meira mið af því sem tíðkast í okkar nágranna- og viðskipta- löndum. Hér hafa orðið gíf- urlegar breyt- ingar, sér- staklega með tilkomu hluta- bréfamarkaðar og mikils sam- runa fyrirtækja. Vinnubrögð sýnast vera orðin agaðri og mótaðri en áður var. Menn verða meira en áður var að treysta á sig og sína getu fremur en að treysta því að hið opinbera hlaupi undir bagga. Það er liðin tíð og í raun er orðinn lítill munur á viðskiptalífinu hér og í Evrópu. Mér finnst orðið eng- inn grundvallarmunur á því að reka fyrirtæki hér eða í Bretlandi.“ Á MÓTIAÐILD AÐ ESB Pétur er, þrátt fyrir kynni sín af er- lendum þjóðum, mótfallinn því að ís- lendingar sæki um aðikl að Evrópu- bandalaginu. „Eins og er njótum við ágætra kjara í Evrópu vegna aðildar okkar að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Við höfum mikið tollafrelsi fyrir megnið af okkar útflutningi og ég tel að við njótum flestra kostanna án þess að þurfa að þola gallana af slíku samstarfi. Meðan svo er höfum við ekki eftir neinu að slægjast með aðild. Nýleg skoðana- könnun meðal Svía sýnir að stór hluti þeirra er mótfallinn aðild að fenginni reynslu. Innan bresks sjávarútvegs er yfir- gnæfandi meirihluti fyrir því að ganga úr ESB.“ ÆTTUM AÐ HLEYPA ÚTLENDINGUMINN Pétur hefur oft gagnrýnt þær höml- ur sem eru á Ijárfestingum útlendinga í íslenskum fiskiðnaði og útgerð en meðan hann var búsettur í Bretlandi mátti hann ekki eiga aðild að íslenskum sjávarútvegi. Eru skoðanir hans óbreyttar? „Þær eru það. Mér finnst enn- þá rangt að heimila ekki fjárfestingu þeirra í einni grein atvinnu- lífsins. Mér finnst þetta mjög úr takt við frelsi á öðrum sviðum og úr takt við það frelsi sem við viljum njóta annars staðar. Eg er laus undan þessum hömlum þar sem ég er orðinn Is- lendingur á ný. Verkefnin fram undan eru að hlúa að því sem fyrir er og stýra því inn í framtíðina." 33 Húsið við Starhagann var áður í eigu Sigíúsar sem oft er kennd- ur við Heklu. SKÓLINN ER BETRIÚTI „Frí á öörum árstímum er hinsvegar meö öðrum hætti og lengra þannig að fjöldi skóladaga er svipaður þegar allt kemur til alls. Daglegur skólatími er frá 09:00 á morgnana til 15:30. Mér hefur virst námsefnið vera áþekkt en aginn í bresku skólakerfi er meiri.“ 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.