Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN Ekki lengur feimnismál Hagnaður er ekki lengur feimnismál hjá stjórnendum á Islandi; þeir eru ekki lengur smeykir við að tala um eða sýna mikinn hagnað fyrirtækja sinna. Fyrir um tiu árum, þegar íslenskt atvinnulíf var í öldudal hagvaxtar og fyrirtæki almennt ekki rekin með miklum hagnaði - og þjóð- arsátt að komast á um laun - hefði verið leitun að forstjóra og stjórn einkafyrirtæk- is sem óhikað hefðu slegið upp glæru á aðalfundi sem sýndi stórfelldan hagnað, til dæmis yfir 1 milljarð króna. Endur- skoðandi viðkomandi fyrirtækis hefði fyrst verið spurður álits á að þvi hvort ekld væri hægt að nýta sér ýmsar fyrningar til fulls og flíka minni hagnaði. I raun þarf ekki að fara nema fimm til sex ár aftur í tímann til að upplifa það að stjórnendur stórfyrirtækja spurðu sig að þvi „hvernig það liti út gagnvart almenningi, starfsmönnum og við- skiptavinum“ ef fyrirtæki þeirra skiluðu meira en 200 til 300 milljóna króna hagnaði. Skýringin á gerbreyttu viðhorfi til hagnaðar er öflugri og virkari hlutabréfamarkaður - og stóraukin hluta- bréfaeign almennings sem hefur gert það að verkum að það þykir bæði sjálfsagt og eðlilegt að fyrirtæki hagnist. Starfsmenn gera sér betur Ijóst að bæði störf þeirra og hlutabréfaeign kunna að vera í hættu skili fyrirtæki ekki nægum hagnaði. Jafnframt eygja þeir ffekar Iaunahækk- un og aukinn arð af hlutabréfum sínum séu fyrirtæki al- mennt á góðu róli - en sterk fylgni er á milli hagnaðar og gengi hlutabréfa. Þá færist það sem betur fer í vöxt að stjórnendur vinni mjög náið með starfsmönnum sín- um við að útfæra markmið fyrirtækja, t.d. varðandi hagnað, - þar sem allir leggjast á eitt við að ná settu marki. Þyngst vegur þó ef til vill aukinn skilningur fólks á rekstri fyrirtækja. Fólk einblínir ekki bara á krónur heldur setur hagnað í vaxandi mæli í samhengi við aðr- ar stærðir, eins og veltu, eigið fé fyrirtækja og mark- aðsvirði þeirra. Jaftivel leikmenn á Islandi tala um vh-hlutfall eins og hver önnur Wall- Street brýni og setja á sig gleraugu vandlætingar skili fyrirtæki, sem er með um 1 milljarð í eigið fé, um 50 milljóna króna hagnaði. Þeir telja slíkan hagnað - settan í samhengi - algerlega óviðunandi og til marks um að eitthvað sé að í stjórn- un fyrirtækisins. Fyrir tíu árum hefði þessi hagnaður hins vegar þótt i lagi og verið útskýrður með samdrætti í atvinnu- lífinu og lélegu árferði frekar en lélegri stjórnun. Breytt viðhorf til hagnaðar koma ekki síst fram í umræðum manna um afkomu banka og íjármálafyrirtækja. Fyrir um fimm til sex árum var ímynd banka á Is- landi ekki upp á marga fiska; mitt í öldudal hagsveifl- unnar héldu þeir uppi háum raunvöxtum á lánum til að mæta útlánatöpum fyrri ára og bættu svo um betur með auknum þjónustugjöldum tíl að bæta afkomu sína. A þessum árum högnuðust bankarnir um milljarða en það fé fór í að afskrifa töpuð útlán hratt niður - sem og fyr- irsjáanleg töpuð útlán. Ekki skal lítið gert úr nauðsyn þeirra fyrninga. En á þessum tíma, þegar fólk kvartaði sáran yfir þungri vaxtabyrði og háum fjármagnskostnaði, hefði varla neinum bankastjóra þótt klókt að flíka stór- felldum hagnaði. Nú afskrifa bankarnir minna og þeir keppast við að sýna sem mestan hagnað. Islandsbanki nýtur mestrar virðingar fyrir hagnað upp á um 1,4 millj- arða og 24% arðsemi eiginfjár. Landsbankinn, sem stolt- ur tílkynntí yfir 900 milljóna króna hagnað og um 12% arðsemi eiginfjár, fékk þegar að heyra að hagnaðurinn hefði mátt vera meiri. Og allir vilja auðvitað ólmir eiga í bönkunum núna - svo sterk er ímynd þeirra. Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar á Islandi að það væri jákvætt að græða; að hagnaði væri flíkað í stað þess að ussa og sussa um hann. Það eru breyttir tímar! Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efhahags- og atvinnumál - 61. ár - ISSN 1017-3544 RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - UTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efrii og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.