Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 18
FORSÍÐUVIÐTAL ún er skelegg og henni fylgja ferskir vindar. Þannig kem- ur Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir, 41 árs, rektor Við- skiptaháskólans í Reykjavík og doktor í stjórnunarsál- fræði, fyrir sjónir. Eftir að hafa verið við nám og rekið eigið ráð- gjafafyrirtæki í Bandaríkjunum, LEAD Consulting, ásamt manni sínum, Vilhjálmi Kristjánssyni, sem er með meistaragráðu í opin- berri stjórnsýslu, fluttust þau heim til íslands sl. vor eftir þrettán ára búsetu vestra; hún til að taka við stjórn Viðskiptaháskólans í Reykjavík, sem rektor hans; hann til að taka við starfi hjá Reykja- víkurborg. Hún segir að mannauður, vel menntað starfsfólk, sé mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og hverrar þjóðar. I hennar augum er þetta ekki einhver klisja sem hentar á tyllidögum, hún lítur á þetta sem vísdóm hvunndagsins. Að mennta komandi kyn- slóðir vel er henni bæði kappsmál og áhugamál. Þess vegna leit hún á það sem ögrandi tækifæri að taka við rektorsstöðunni. Vissulega þurfti hún smá umhugsunartíma, eins og gengur. Stóra málið var auðvitað að þau hjón voru komin með ráðgjafafyrirtæki sitt á gott skrið ytra og fengust þar við spennandi verkefni. En þau voru komin með annan fótinn heim efdr að dóttir þeirra hóf hér háskólanám fyrir tveimur árum; þau ætluðu í raun að búa á Islandi en vinna verkefni fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum. Attu þau að fórna þessu uppbyggingarstarfi? Svarið vita allir; áhugaverð störf hér heima og átthagar toguðu - og höfðu betur! Guðfinna leggur áherslu á gæði menntunar og telur að það sé sitthvað að kenna og að kenna vel; menntun eigi að vera metnað- arfull, bæði af hálfu nemenda og kennara. Enda ávarpaði hún nemendur sína, fyrstu nemendur Viðskiptaháskólans í Reykjavík, sl. haust meðal annars með þessum orðum: „Eg hef miklar vænt- ingar til ykkar og vona að ég og annað starfsfólk Viðskiptaháskól- ans munum standa undir væntingum ykkar um gott nám. Námið verður krefjandi og vil ég hvetja til að þið leggið ykkur fram og nýtið vel þann tíma sem þið stundið nám í Viðskiptaháskólanum. Skólinn okkar er metnaðarfull þjónustustofnun sem verður í stöðugri þróun og endurskoðun til að gegna hlutverki sínu og ná settum markmiðum." - Hver eru markmið Viðskiptaháskólans í Reykjavík? „Hlutverk skólans er að vera leiðandi í viðskipta- og tölvufræði- mikið kappsmál - er að nemendur hér séu búnir undir að axla ábyrgð í atvinnulífinu og þjóðlífinu; að skólinn gefi þeim kunnáttu og veiti þeim kjark til að stofna fyrirtæki og taka þátt í nýsköpun atvinnulífsins. Við ætlum að kenna nemendum að stofna eigið fyr- irtæki sem og að standa sig vel í starfi hjá öðrum. Sem betur fer dylst engum lengur að góð menntun er forsenda bættra lífskjara og samkeppnishæfara atvinnulífs!" - Forveri Viðskiptaháskólans var Tölvuháskóli Verslunarskóla íslands. Merkir það að þið leggið meiri áherslu á tölvumenntun en önnur fög? „Það er ekki hægt að orða það svo, fyllstu kröfur verða gerðar til kennslu í öllum greinum. Skólinn skiptist í tvær deildir; tölvu- fræðideild og viðskiptadeild. Rætur okkar liggja vissulega í Tölvu- háskólanum og þær rætur eru okkur mikils virði. Sá skóli bauð upp á mjög hagnýtt tölvufræðnám og útskrifaði 302 kerfisfræð- inga sem síðan hafa reynst bæði sterkir og góðir starfsmenn. Eg kynnti mér sérstaklega hvort þetta nám hefði verið einhvers virði og var afar ánægð með þau ummæli manna í atvinnulífinu hve vel hefði til tekist með þetta nám - og hve góð reynsla væri af því. Eg er því mjög ánægð með að Tölvuháskólinn sé inni í Viðskiptahá- skólanum í Reykjavík sem önnur tveggja deilda hans - og með sömu kennara og áður. Framkvæmdastjóri tölvufræðideildar er Nikulás Hall en hann var áður kennslustjóri Tölvuháskólans. Eg lít á það sem rós í hnappagatið hjá okkur að hafa þessa sterku deild sem hefúr hefð, framúrskarandi metnað og ellefu ára reynslu. Það merkir hins vegar ekki að viðskiptadeildinni, hinni deild skólans, verði ekki gert jafn hátt undir höfði. Öðru nær. Sú deild er ný og á, eins og tölvufræðideildin, að vera leiðandi á sínu sviði; í viðskiptamenntun hérlendis - þar sem kjarninn verður markaðs- ffæði, alþjóðaviðskipti, fjármál, rekstur, reikningshald og stjórn- un. Framkvæmdastjóri viðskiptadeildarinnar er Agnar Hansson, sem áður starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulffsins og þar áður hjá íslandsbanka. Ég er afar ánægð með það hvernig starfið hefur farið af stað. Deildin er ný og er því auðvitað enn í mótun - en það er ekki veikleikamerki. Háskólar eiga aldrei að lenda í kyrrstöðu heldur eiga þeir að halda vöku sinni og fylgjast með, Henni fylgja Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Viðskiptaháskólans í Reykjavík, hefur komið menntun á háskólastigi og að þjóna atvinnulífinu og auka sam- keppnishæfni þess. Helsta markmið okkar er að útskrifa nemend- ur sem eru ffamúrskarandi fagmenn og eftirsóttir í atvinnulffinu - og að þeir eigi greiðan aðgang að erlendum háskólum. Við viljum að það verði keppikefli allra nemenda, sem hafa áhuga á viðskiptum og tölvufræðinámi, að fá inn- göngu hérna og að það verði gæðastimpill að út- skrifast héðan. Annað markmið - og sem er mér vera ávallt í takt við þarfir atvinnulífsins, vera í stöðugri mótun. Vonandi verður námið hér aldrei fullmótað og steinrunnið.“ - Iláskólar erlendis sérhæfa sig gjarnan og verða þekktír fyrir einhvert eitt fag, td. fjármál. Setur þú þá VIÐTAL: Jón G. Hauksson stefhu að Viðskiptaháskólinn verði fyrst og MYNDIR: Geir Ólafsson fremst Þekktur fyrir eitthvert eitt fag? „Nei, ég vil að kennslan spanni öll helstu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.