Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 25
eóðíir hugftiyndir eru t j|
■nismunandi útfærslum
Pósthólf 50
Tölvupóstur: «ae
auglýsingu iyrir hjálpartæki eins og gervifót, sem hefur á sér fremur
neikvæða ímynd í hugum margra.
Auglýsingin er sett upp í þremur hlutum í tímaritum. í íýrsta hlutan-
um er yfirskriftin: „My hands, a perfect part of me“. Síðan kemur: „My
shoulder, a perfect part of me“ og síðast sést stúlkan horfa fótinn á sér,
íklæddan hulsu, og yfir myndinni stendur: „My Iceross Comfort, a per-
fect part of me“.
Áhersla á fallegan líkama „Það má segja að lýrst hafi komið „orðið“
og svo allt hitt. Þessi setning: „A perfect part of me“, kom upp í hug-
myndavinnu með texta lýrir aðra Össurar auglýsingu. Verðlaunaauglýs-
ingin var því hvorki pöntuð né umbeðin, en setningin fór á flug og end-
aði sem fullsköpuð herferð. Reyndar er þetta ekki fyrsta Össurar verk-
efnið sem verður til á þennan hátt og eitt af því sem hefur gert vinnuna
með þeim svo gefandi og skemmtilega er vissulega það að við höfum
fengið talsvert svigrúm í hugmyndavinnunni. Við höfum unnið með
þeim lengi, þekkjum vinnubrögðin og ffamleiðsluna, þekkjum inn á
ólíka markaði sem Össur er á erlendis og höfum nokkuð góða yfirsýn
yfir samkeppnisaðila þeirra. Þessi hópur íslensks auglýsingafólks ,sem
Össur hefiir valið til samstarfs, er skipaður einvalaliði og af samstarfi
hafa oft komið mjög spennandi hlutir,“ sagði Vilborg Einarsdóttir hjá
Location Greenland Iceland, sem átti hugmyndina.
Yfir hröskuldinn „Með því að búa til svona auglýsingu, þar sem lögð er
áhersla á fallegan líkama og stoðtæki, er verið að stíga yfir ákveðinn
þröskuld sem framleiðendur hafa verið feimnir við. Flestír hafa lagt
áherslu á tæknihliðina og haft notendur stoðtækjanna í bakgrunni.
Fyrirtæki eins og Össur getur leyft sér að vera með frakkari auglýs-
ingar en aðrir því orðspor fyrirtækisins er svo traust og virt.
Það eru ekki margir íslendingar sem gera sér grein fýrir því hvílíkt of-
urmenni Össur Kristinsson er í stoðtækjaheiminum þar sem hann hefur
komið fram með byltingar hvað eftír annað.“
Þessi byltingarkennda auglýsing birtist fyrst í tímaritinu O&P
Business World, einu víðlesnasta stoðtækjariti í heimi, og vakti þegar í
stað mikil viðbrögð meðal þeirra sem framleiða og selja stoðtæki, ekki
síður en meðal notendanna. Fjöldi fyrirspurna hefur borist bæði varð-
andi kaup á því sem auglýst er en ekki síður til þess að spyrjast fyrir um
fyrirsæturnar og þá sem gerðu auglýsingarnar.
Árni Alvar Arason er markaðsstjóri Össurar. Verðlaunaauglýs-
ing fyrirtœkisins hefur aldrei birst í íslensku tímariti en hún
vakti mikla athygli innan atvinnugreinarinnar.
FV-myndir: Geir Ólafyson.
Þekktum fyrirsætuna „Það sem fyrir okkur vakti var að fá fallegan lík
ama til þess að auglýsa stoðtækin og eitt af því sem gerði það mögu-
legt var að við vissum um réttu fyrirsæturnar. Það voru tvö módel sem
tóku þátt í þessu. Annað er karlmaður, Gottftíed Muller, sem keppir í
hjólreiðum fatlaðra fyrir hönd Þýskalands og á nokkra heimsmeist-
aratitla. Hitt er islensk stúlka sem heitir Alma Ýr Ingólfsdóttir. Hún er
áreiðanlega glæsilegasta módelið sem völ er á og hefur áður komið
fram í auglýsingum fyrir Össur. Hún missti báða fætur fyrir neðan
hné og fimm fingur að auki. Þessi stúlka er sannkölluð hetja því það
er stórt skref að sitja fyrir í þessum auglýsingum. Án hennar hefði
þetta aldrei tekist," sagði Vilborg
Markaðsdeild Össurar velti talsvert lengi vöngum yfir þessari
hugmynd en lét svo til skarar skríða og afraksturinn varð verð-
launaauglýsing.
„Okkur hefur oft tekist að setja saman mjög góðan hóp til að
vinna að auglýsingum Össurar. I þessu tilviki vissum við strax
Þessi auglýsing fékk einnig tilnefningu í flokki tima-
ritaauglýsinga á árlegri auglýsingahátíð l'MARKS.
----------
utfœrslum. “myndir eru til { mismuna
Auglýsandi: Sœfilast
Framleiðandi: Einn tveir og Þrir
25