Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 39
FJÁRMÁL tengingu við evru með ákveðnum fráviksmörkum. Þetta er í raun og veru sama fyrirkomulag og nú er viðhaft þar sem skráning á gengi krónunnar er háð gengisþróun níu mynta. Trúverðugleiki gagnvart gengisstefnunni myndi þvi ekki breytast frá því sem nú er. Þá mætti hugsa sér tvíhliða tengingu þar sem Seðla- banki íslands og Seðlabanki Evrópu semdu um það sín á milli að halda gengi krónunnar innan vikmarka gagnvart evru. Trúverðugleikinn myndi aukast verulega en nánast óhugsandi er að Seðlabanki Evrópu myndi vera til viðræðu um slíkt fyrirkomulag. I þriðja lagi gæti Island tekið evruna upp sem gjaldmiö- il svipað og Argentínumenn eru að hugsa um að taka Bandaríkjadollar upp sem gjaldmiðil í Argentínu. Þetta yrði væntanlega að gerast með vitund og vilja Seðlabanka Evr- ópu. Þetta kæmi vart til greina nema sem neyðarúrræði í erfiðri stöðu. Island yrði fyrir tekjumissi vegna myntslátt- unnar sem einnig mælir gegn slíku fyrirkomulagi. Þetta leiðir til þeirrar niðurstöðu að evra verði ekki tek- in upp hér á landi nema Seðlabanki íslands verði aðili að Seðlabanka Evrópu. Til að svo megi verða verður Island að ganga í Evrópusambandið. Hærri vextir Aukin alþjóðavæðing og samkeppni um mark- aði, ijármagn og starfsmenn veldur því að í framtíðinni verður Líftími nokkurra ríkistryggðra skuldabréfaflokka árið 2010 Tegund Einkenni á VÞÍ Líftími áriö 2010 Ávöxtunar- krafa 5. mars Húsbréf 96/2 BH21-0115/H 5 4,49 Húsbréf 98/1 BH22-1215/H 6 4,48 Húsbréf 96/3 BH36-0115/H 11 4,31 Húsbréf 98/2 BH37-1215/H 11 4,39 Stutt húsnæöisbréf BN21-0403/N 5 4,20 Lönq húsnæðisbréf BN38-0101/N 12 4,02 Lengstu spariskírteinin RS15-1001/K 6 3,62 Landsvirkjun SFLAN13/K 4 4,05 Lánsjóöur landbún. SLST023/A 6 4,41 Hver mun ekki endurgreiða húsbréfalánið sitt efhœgt verðurað fá nýtt lán á hagstæðari kjörum, þ.e. óverðtryggt evrulán á lágum vöxtum? bréfa að öðru jöfiiu því hækka meira en verð annarra skulda- bréfa. ímyndum okkur að evra verði tekin upp áiið 2010 og lít- dan skuldabréfamarkað Þorsteinsson, framkvœmdastjóri Búnadarbankans Verðbréfa. erfiðara en áður fyrir íslenskt atvinnulíf að lifa við hærra vaxta- stig en keppinautar í öðrum löndum. Aukið frelsi í viðskiptum og alþjóðavæðing geta einnig gert krónuna að leiksoppi er- lendra fjárfesta og spákaupmanna. Líklegasta vörnin er að evra verði tekin upp sem gjald- miðill á Islandi. Til að svo geti orðið þarf: • Evran að festa sig í sessi sem gjaldmiðill Evrópu. • Danmörk, Svíþjóð og Bretland að taka evruna upp sem gjaldmiðil. • Hagsveiflan á íslandi að verða líkari þeirri evrópsku. • Island að ganga í Evrópusambandið. Eg læt lesandanum eftir að meta líkindin á því að allt þetta verði að veruleika á næstu 5-10 árum. Innlendur skuldabréfamarkaður Hér að ofan kom fram að íslensk skuldabréf eru vænlegur kostur fyrir Ijárfesta vegna hærra vaxtastigs á Islandi en í nágrannalöndum. Þeir sem telja upptöku evru sennilega ættu að verða ennþá hrifnari af löngum skuldabréfum sem eru á gjalddaga eftir þann tíma að evra verði tekin upp vegna þess þau yrðu að hluta til endur- greidd í evrum Ef vextir yrðu lægri í evrum myndi verð slíkra um á hvað eftir stendur af þeim skuldabréfum sem nú eru á markaði. (Sjá töflu hér að ofan.) Lengstu skuldabréf á innlendum markaði hvað gjald- daga varðar eru löng húsnæðisbréf sem eru jafiigreiðslu- bréf með lokagjalddaga árið 2038. Lengstu spariskírteinin eru með gjalddaga árið 2015 og greiðast upp í einu lagi á því ári. Iiftími þessara bréfa er því ekki ósvipaður í dag, en verður mjög ólíkur árið 2010. Útgefandi hefur ekki heimild til uppgreiðslu þessara bréfa fyrir gjalddaga. Öðru máli gegnir um húsbréfin. Þau má útgefandi endurgreiða ef húsbréfalánin verða endurgreidd. Og hver mun ekki end- urgreiða húsbréfalánið sitt ef hægt verður að fá nýtt lán á hagstæðari kjörum, þ.e. óverðtryggt evrulán á lágum vöxt- um? Þessi ófullkomna greining bendir til þess að fyrir fjár- festa sem trúa á upptöku evrunnar á Islandi snemma á næstu öld séu löngu húsnæðisbréfin eitthvað sem skoða ætti nánar og ennfremur skuldabréf Lánasjóðs landbúnað- arins miðað við núverandi ávöxtunarkröfu. Skuldabréf sem eru uppgreiðanleg fyrir eða á þeim tíma sem menn telja up- töku evrunnar sennilega, eru þá samkvæmt sömu grein- ingu ekki eins spennandi íjárfestingarkostur og kemur þessi eiginleiki húsbréfanna að nokkru fram í þeirri ávöxt- unarkröfu sem gerð er til þeirra. B3 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.