Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 57
□ ver er ég? Ég er svona blendingur. Ég er fædd í Bandaríkjunum, faðir minn er af írskum og spönskum inn- flytjendum. Móðir mín er íslensk í aðra ætt- ina en faðir hennar var norsk-danskur. Ég er alin upp hér á íslandi frá tveggja ára aldri. Þessi blanda gerir mér kleift að vera hörð, mjúk, væmin eða villt eftir því sem hentar en ég reyni þó alltaf að vera sanngjörn." Þannig lýsir Elísabet Ann Cochran, hönn- unarstjóri AUK, auglýsingastofu, sjálfri sér og þeim áhrifum sem íjöljjjóðlegur uppruni hefur haft á skapgerð hennar. „Starf hönnunarstjóra á auglýsingastofu getur verið mjög íjölbreytt. Ég er aðallega í þemavinnu, hugmynda- vinnu og markaðsvinnu með viðsldptavinum og stýri jafnframt verkefnaflæðinu. Ég kem einnig inn í stefnumótun og legg þar mitt af mörkum, en mikil samvinna er í markaðs- og auglýsingamótun milli stofunnar og við- skiptavinanna. í dag ættu stórar stofur eins og þessi að kalla sig markaðs- og auglýsinga- stofur. Við leggjum mikla áherslu á að vinna okkar skili viðskiptavininum markaðslegum árangri. Hér áður fýrr voru auglýsingastofur meiri teiknistofur. í dag kallar markaðurinn á miklu meiri ráðgjöf í markaðsmálum, fagleg- ar úttektir og aðra hugsun en áður. Þess vegna erum við með MBA menntaða mark- aðsfræðinga hér í vinnu sem geta mætt þess- um kröfum svo og kröftuga hugmyndasmiði. ímyndin skiptir fyrirtæki miklu máli og allt sem við látum frá okkur í nafni viðskiptavin- anna endurspeglar þá ímynd.“ Sem hönnunarstjóri hefur Elísabet, eða Lizzie, eins og flestir kalla hana, yfirumsjón með 7 hönnuðum og reynir að sjá til þess að öllum verkefhum sem stofan tekur að sér sé lokið á réttum tíma og óskum viðskiptavinar- Elísabet Ann Cochran er hönnunarstjóri hjá A UK, auglýsingastoju. Hún bœði kafar og þeys- ir um á mótorfák. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Elísabet Ann Cochran, AUK ins mætt. Elísabet varð stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti árið 1979, eftir það starfaði hún hjá hreinsunardeild Reykja- víkurborgar í eitt ár. Úr öskunni fór hún í grafíska hönnun í MHÍ og sleppti fornáminu enda haíði hún tekið ígildi þess í FB. Hún útskrifaðist árið 1983 og fór að vinna hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar. Það var síðan árið 1986 sem hún kom tíl starfa á AUK og hefur verið þar tíl þessa og unnið tíl fjölda verðlauna. „Það hafa orðið miklar breytingar í þessu starfi frá því að ég lauk námi en með tilkomu tölvanna árið 1990 hófst það breytingaskeið sem gjörbreyttí starfsum- hverfi auglýsingastofanna. Tölvan er þó aðeins tæki - öll hugmyndavinna og út- færsla kemur álfam frá okkur.“ Elísabet fæst við óvenjuleg áhugamál í frístundum sínum. Á sumrin þeysir hún um á Intruder 750 mótorhjóli innan lands og utan og þegar hún fer í frí erlendis stundar hún köfun. „Það er heillandi heimur niðri í sjón- um og frábært að hverfa þangað. Ég hef ekki enn prófað að kafa hérna á Islandi vegna kuldans." Hestamennska og skiði teljast einnig tíl áhugamála hennar. Sambýlismaður Elísabetar er Jón Örn Valsson, fram- kvæmdastjóri AUK. Þau eiga samtals tjögur börn.“ 33 TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.