Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 56
HHB FÓLK þróun næstu ára muni leiða það í ljós. Þorvarður lauk stúdents- prófi Érá V.í 1975 og hóf þá störf á Endurskoðunarskrif- stofu Sigurðar Stefánssonar sf. jafnframt því sem hann hóf nám í viðskiptafræðideild HÍ en þaðan lauk hann prófi af endurskoðunarsviði 1981. Árið 1982 fékk hann síðan löggild- ingu sem endurskoðandi. Hann varð meðeigandi í skrif- stofunni árið 1982 en það var síðan 1994 sem stofan gerðist aðili að Deloitte&Touche al- þjóðakeðjunni og breytti nafiii sínu til samræmis við það. „Það var gæfuspor að ganga til samstarfs við Deloitte&- Touche á sínum tíma. Áður hafði fyrirtækið verið gert að hlutafélagi og nýjir hluthafar komu inn.“ Þorvarður er um þessar mundir formaður Félags end- urskoðenda og hefur setið í menntunarnefnd félagsins. „Nú er, af hálfu félagsins, verið að skoða menntunarmál endurskoðenda og mun starfs- hópur skila áliti og tillögum til stjórnar á vordögum. Löggild- ingarprófið hefur alltaf verið mjög erfitt og engin áslæða er til þess að slaka á þeim kröfum sem þar eru gerðar. Prófið er hinsvegar í íjórum liðum og kröfur til endurskoðenda vaxa stöðugt og það heyrir orðið til undantekninga að nemendur nái öllum þáttunum í einni at- rennu. Við höfum hug á nánara samstarfi við Háskólann í þess- um efnum.“ Þorvarður er kvæntur Þór- laugu Gyðu Ragnarsdóttur kjólameistara. Þau búa í Kópa- vogi ásamt fimm sonum sín- um. Þorvarður segist ekki hafa mikinn tíma til tómstundaiðk- ana. „Við hjónin höfúm stundum gripið í golf okkur til mikillar ánægju og ferðast um landið með ijölskyldunni. Eg hef reynt að fara í líkamsrækt, hef að minnsta kosti góð áform um slíkt.“ (33 Þorvaröur Gunnarsson erframkvœmdastjóri Deloitte&Touche sem er eitt stœrsta jyrirtœki landsins á sínu sviði. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. itt starf er að vera framkvæmdastjóri. Það fer talsverður tími í eiginlega stjórnun en ég reyni að starfa við fagið og endur- skoða fyrir nokkur fyrirtæki. Stjórnunin tekur hinsvegar stöðugt meira af tíma mínum,“ segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte&- Touche endurskoðunar hf. Þetta fyrirtæki sameinaðist um áramótin Stoð-endurskoð- un hf. Eftir sameiningu er Deloitte&Touche með yfir 70 starfsmenn og er til húsa á tveimur stöðum í Reykjavík en TEXTI: PflLL flSGEIR ÁSGEIRSSON rekur jafnframt útibú á nokkrum stöðum úti á landi. Fyrirtækið er nú meðal stærstu fyrirtækja landsins á sínu sviði með áætlaða 300 milljóna ársveltu og mun ílytja í haust í nýtt húsnæði við Stór- höfða sem rúmar alla starfsem- ina í Reykjavík. „Þróunin á þessum markaði hefur verið í átt til sameiningar og við töldum þetta afar góðan kost. Viðskiptavinirnir gera stöðugt meiri kröíúr um fjöl- þættari og aukna þjónustu. Við viljum í framtíðinni leggja aukna áherslu á ráðgjafarþjón- ustu á tölvu- og upplýsingasviði og teljum að þar geti endur- skoðunarskrifstofur veitt óvil- hallari ráðgjöf en tölvufyrir- tæki sem oft eru jafnframt að selja vélbúnað. Þannig viljum við gjarnan sjá þetta fyrirtæki sem alhliða ráðgjafar- og endurskoðunar- fyrirtæki og það verður best gert með því að leggja aukna áherslu á ráðgjafarþáttinn.“ Það er í líkingu við þetta sem erlend fyrirtæki, eins og Deloitte&Touche, skilgreina sína starfsemi. Þorvarður segist telja að enn sé svigrúm fyrir frekari sameiningu á þessu sviði og • •••.•.' ..••• v.v.j •*.v. »*• * r***A? “•v*v "v.V.V.’.V v.*. ... V.V.V.j* o • • * i • • • • •„ •••*•• '.*.*.* .v.*.v • *•«• Þorvarður Gunnarsson, Deloitte&Touche 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.