Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 46
Ingólfur Guðmundsson, markaðsstjóri Landsbankans og formaður ímarks: „Nafnið auglýsingastofa er varla orðið réttnefni lengur. Stofurnar
sinna miklu víðtœkara hlutverki en eingöngu auglýsingagerð. “ FV-mynd: Geir Ólafsson.
Samskipti auglýsenda
og auglýsingastofa
Ingólfur Guðmundsson; formaður ímarks, segir að meðalsamband auglýsenda
og auglýsingastofa á Islandi sé þrjú og hálft ár en hátt í sjö ár í Danmörku!
áðstefna ÍMARKS og SÍA var
haldin föstudaginn 19. febrúar á
Islenska markaðsdeginum í Há-
skólabíói. Yfirskrift hennar var: „Bera aug-
lýsingar þínar blómlegan ávöxt?“ Megin-
þema ráðstefnunnar var samskipti aug-
lýsenda og auglýsingastofa. Þetta er í
fýrsta sinn sem þessir aðilar halda sameig-
inlega ráðstefnu og voru ýmsir aðilar bæði
frá auglýsingastofum og fýrirtækjum, ís-
lenskir og erlendir, fengnir til þess að fjalla
um efhið. FV hafði samband við Ingólf
Guðmundsson, formann ÍMARKS, og bað
hann að segja frá því helsta sem fram kom
á ráðstefnunni.
„Eg byrjaði á því að fara yfir könnun um
íslenska auglýsingamarkaðinn sem Gallup
gerði fýrir ÍMARK Um var að ræða síma-
könnun sem gerð var í febrúar. Könnunin
var lögð fyrir markaðsstjóra þeirra 300 fyr-
irtækja sem voru stærstu auglýsendur á
TEXTI: Eva Magnúsdóttir
árinu 1998 og var svörunin góð, eða 80%.
Könnunin snerist annars vegar um auglýs-
ingamarkaðinn og hins vegar um efni
dagsins sem voru samskipti auglýsenda
og auglýsingastofa. Oft, þegar Ijallað hefur
verið um þetta efni áður, hafa menn verið í
lausu lofti en könnunin var m.a. gerð til
þess að skapa umræðugrundvöll og
kveikja í niönnum," segir Ingólfur.
Þessi sama könnun hefur verið gerð ár-
lega af systurfélagi ÍMARKS í Danmörku
frá þvi 1984 og því er hægt að bera saman
46