Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 40
Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri Flugleiða.
FV-mynd: Geir Ólafsson.
Viðskiptaferðalagið
Flugleidir hafa tekið í notkun reiknivél á netsíðu sinni þar sem hœgt er að
ið ákváðum að nýta kosti Netsins
til hins ýtrasta með því að þróa
vefreiknivél fyrir þá sem vilja sjá
hvað viðskiptaferðin kostar í heild sinni
segir Jóhann Gísli Jóhannsson, sölustjóri
hjá Flugleiðum.
„Margir einblína á fargjaldið þegar þeir
eru að skipuleggja viðskiptaferðina. Þeir
taka oft ekki með í reikninginn að kostnað-
arliðirnir eru fleiri, eins og gefur að skilja.
Vefreiknivélin tekur tillit til allra útgjalda-
liðanna, sem eru uppihald, fargjald og
hvað það kostar að hafa starfsmann að-
gerðalausan erlendis ef hann kemst ekki
heim strax að loknu erindi,“ útskýrir Jó-
hann.
Forsendur settar inn Vefreiknivélin ber
saman tvo valkosti í viðskiptaferðalaginu;
að ferðast á Apex fargjaldi eða Saga
Business Class. Notandinn setur sjálfur
inn forsendur, sem eru heildarlaun á mán-
uði og upphæð dagpeninga. Siðan velur
hann viðkomandi áfangastað. Vefreiknivél-
in sýnir þá brottfarar- og komutima sem
bjóðast hjá Flugleiðum og notandinn velur
þá daga sem hann vill fara og koma. Að því
loknu birtist samanburðurinn.
Heildarlaun notandans skipta máli í
þessum útreikningi í þeim tilfellum þegar
hann getur komist fyrr heim með því að
velja Saga Business Class heldur en velji
hann Apex fargjald. Dvelja verður fram á
sunnudag ef ferðast er á Apex fargjaldi og í
eina viku ef ferðast er til Bandaríkjanna. Þá
daga, sem dvelja þarf umfram mögulega
heimkomu á Saga Business Class, er reikn-
aður svokallaður fórnarkostnaður. Það er
kostnaður vinnuveitandans af því að njóta
ekki vinnuframlags frá viðkomandi starfs-
manni. Auk þess þarf fyrirtækið að greiða
starfsmanninum viðbótardagpeninga.
40