Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 58
Helga Rut Baldvinsdóttir er yfirmaður þróunardeildar Euroþay-íslandi.
FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Helga Rut
Baldvinsdótlir,
Europay-islandi
kipuriti fyrirtækisins var
breytt nýlega og búin til
þijú sölusvið og þijár stofn-
deildir. Þróunardeild er ein þeirra
og ég veiti henni forstöðu,“ segir
Helga Rut Baldvinsdóttir hjá Euro-
pay-íslandi.
„Verksvið þróunardeildar er að
annast gæðastjórnun, starfsmanna-
mál og uppbyggingu vörumerkjavit-
FÓLK
undar, eða branding, eins og það heitír erlendis. Við
breyttum markaðsstarfinu þannig að við höfum skilið
að markaðsstarf vegna sölu á vörum annars vegar og
hins vegar markaðsstarf þar sem merki félagsins og
ímynd kemur við sögu. Þannig eru .ímyndarmál fyrir-
tækisins markvissari og sömu aðilar sem ljalla um þau,
hvort sem um er að ræða notkun merkis okkar, auglýs-
ingar eða húsakynni fyrirtækisins."
Starfsmannamálin taka umtalsverðan tíma Helgu
Rutar en alls starfa um 60 manns hjá Europay-íslandi
og starfa þeir allir á sama stað, við Ármúla 28-30. Nokk-
ur samkeppni er á kortamarkaði en þar hefur Eurocard
um 28% hlutdeild í kreditkortum og um 32% í debet-
kortum.
„Notkun korta fer vaxandi og talið að 75% af einka-
neyslu landsmanna fari í gegnum kortreikninga. Er-
lendur samanburður sýnir að íslendingar eru ein korta-
væddasta þjóð í Evrópu en hérlendis eru að meðaltali
tvö erlend greiðslukort á hvern fullorðinn einstakling.
Við erum í samkeppni og lítum á það sem okkar
hlutverk að halda utan um kortastofninn og annast
korthafana okkar eins vel og hægt er.“
Helga Rut mun á næstunni taka þátt í starfshópi á
vegum Evrópusambandsins sem Ijallar um ýmis ný-
mæli í Ijármálum og kortaviðskiptum sem hún segist
vænta sér mikils af.
„Það er mikilvægt að kynnast nýjungum áður en
þær hasla sér völl á Islandi. Þær breytíngar sem við
munum sjá á næstu árum verða einkum svokölluð
snjallkort, sem geta fólgið í sér ijölþættari upplýsingar
en hefðbundin kort og svokölluð buddukort þar sem
inneignin er skráð á kortíð sjálft.
Það er svolítill misskilningur í gangi varðandi þessi
snjallkort en þau geta nýst á mjög margan hátt. I þeim
er tölvukubbur sem getur geymt mikið af upplýsingum
og því getur sama kortíð nýst sem debertkort og
kreditkort en jafnframt verið ökuskírteini eða að-
gangskort og tryggðakort og gegnt þannig fjölþættu
hlutverki. Við munum áreiðanlega sjá einhver skref í
þessa átt á næsta ári og þróunin hefur verið ör.“
Helga Rut varð stúdent frá MR 1988 og lauk námi í
viðskiptafræði, markaðssviði viðskiptaskorar frá HÍ
1995. Hún segist vera alin upp í bankakerfinu en hún
starfaði í Sparisjóði vélstjóra frá 16 ára aldri og öll sum-
ur með skóla. Hún byrjaði að vinna hjá Eurocard 1993
en vann einnig hjá embættí lögreglustjórans í Reykjavík
sem einkaritari lögreglustjóra og við skráningu skot-
vopna.
Helga er I sambúð með Mána Radmanesh sem
starfar sem sérfræðingur hjá Ríkisbókhaldi. Hún á tvö
börn, Daníel, átta ára, og Elísu Rut, sex ára.
„Eg eyði flestum mínum frístundum með ijölskyld-
unni. Börnin eru á þeim aldri að þau þurfa mikinn tíma.
A sumrin fer ég stundum út að skokka mér til heilsubót-
ar og í gönguferðir. Yfir veturinn er helsta hreyfingin að
fara út að leika mér í snjónum með börnunum." B3
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
58