Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 45
Unnið er út frá þeirri sannfæringu okkar að allur heimurinn sé undir þegar leitað sé mark- aða fyrir íslenskar vörur. Þarfir fyrirtækjanna eru mismunandi og um leið möguleikar þeirra á að selja. Með þetta í huga höfum við tekið þátt í sýningum í Kína, Argentínu, Bandaríkjunum og víða í Evrópu." Af svipuðum toga eru kaupstefnur og ferðir viðskiptasendinefnda, sem Útflutningsráð hef- ur undirbúið, með þátttöku íslenskra ráðherra, m. a. til Grænlands, Færeyja, Nova Scotia, I fremri röö frá vinstri: Haukur Björnsson, Lilja Viðarsdóttir, Berglind Steindórsdóttir og Jón Asbergsson. I aftari röð Katrín Björnsdóttir, Hannes B. Hjálmarsson, Ingólfur Sveinsson, Helga Eysteinsdóttir og Þórey Þ. Þórarinsdóttir. Ný lög um Útflutningsráð Fyriráramót voru samþykkt ný lög um Útflutn- ingsráð Islands þar sem meginbreytingin felst í því að ráðiðfær nýjan tekjustofn til að byggja starfsemi sína á. Gefur liann ráðinu um 125 milljónir króna á ári og tengist greiðslu tryggingagjalds. Útflutn- ingsráð tvöfaldar uþþhæðina með sölu á þjónustu svo veltan verður um 250 milljónir. Stjórn skiþa nú sjö menn.fimm tilnefndir afat- vinnurekendasamtökum og tveir af utanríkisráð- lierra. Að auki er samráðsnefnd 17 manna sem koma víðar að úr þjóðfélaginu. Loks er kveðið nán- ará um tengsl Útflutningsráðs við Fjárfestingarstof- una og veitir ráðið um 20 milljónum til kynningar á Islandi sem fjárfestingarvalkosti fyrir erlendfyrir- tæki. setningu íslenskra vara erlendis Chile, Argentínu, Malasíu og Taílands. Kynn- ingarstarf í tengslum við ferðir forseta ís- lands er með nokkuð öðrum hætti en Út- flutningsráð sér þá t.a.m. um að undirbúa móttökur fyrir viðskiptavini íslenskra fyrir- tækja í viðkomandi landi. Þetta starf hefur mælst vel fyrir, verið árangursríkt og í því felst mikil kynning. Markaðsráðgjafar Utflutningsráð rak lengi vel eigin skrifstofur erlendis en tek- ið hefur verið upp sveigjanlegra kerfi sem byggist á því að hópur fyrirtækja, í samvinnu við Útflutningsráð, ræður markaðsráðgjafa til ttmabundins verk- efnis á ákveðnu markaðssvæði. Ráðið greiðir launin en þátttökufyrirtækin annan kostnað. Markaðsráðgjafar hafa verið í Argentínu, Mexíkó, Equador, Bandaríkjunum, á Grænlandi, f Múrmansk, Kaupmannahöfn og á sjó. Með þessu móti ræðuráhugi fyrirtækjanna því hvert ráðgjafar eru sendir og starf þeirra verður markvissara þar sem þeir einbeita sér að því að afla ákveðnum vöruflokkum markaðs á hverjum stað. „Vel hefur tekist til í Danmörku við að mark- aðssetja íslenskt dilkakjöt, bæði ferskt og fros- ið, um leið og opnast hefur markaður fyrir bæði Evróþudögum kvc*r>idastjóri.Björn BhrlT^ AsberZss™ fram- sanian. uPPlýsingafulltrúi íslenska Pottagaldra-kryddið og Akva-vatn. í Múrmansk og Equador var lögð áhersla á markaðssetningu sjávarútvegstækja og í Bandaríkjunum textílvörur." Útflutningsráð hefur umsjón með verkefn- inu North Atlantic Solutions, sem er samstarfs- vettvangur ( sjávarútvegi og iðnaði og kynnt hafa verið fyrirtæki sem þjóna sjávarútvegi. Kynning fer einkum fram með þátttöku í sýning- ............■— um og í gegnum netið auk þess sem gefið er út kynningarefni. Nokkrir tugir íslenskra fyrirtækja taka þátt í verkefninu. Á hverju ári eru veitt hin svo- nefndu Nýsköpunarverðlaun sem og Útflutningsverðlaun forseta Islands og kemur Útflutningsráð að verð- launaveitingunni. Nýsköpunarverð- launin eru veitt fyrirtæki fyrir að þróa með rannsóknum og vísindastarfsemi ákveðnar vörur sem verða að útflutn- ings- eða söluvörum. Útflutningsverð- launin hafa verið veitt tíu sinnum til fyr- irtækja er hafa skarað fram úr með öflun gjaldeyristekna fyrir land og þjóð. Loks má nefna að Fjárfestingarstofan er verkefni sem Útflutningsráð hefur unn- ið að á fjórða ár í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið í þeim tilgangi að kynna fsland sem vænlegan kost fyrir erlenda fjár- festa. Þrír starfsmenn eru hjá Fjárfestingarstofu en alls starfa 15 manns hjá Útflutningsráði. Iffl rceða /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS TRftDE COUNCIL OFICEUND Hallveigarstfg 1 Reykjavfk Sfmi: 511 4000 Fax: 511 4040 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.