Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 45
Unnið er út frá þeirri sannfæringu okkar að
allur heimurinn sé undir þegar leitað sé mark-
aða fyrir íslenskar vörur. Þarfir fyrirtækjanna
eru mismunandi og um leið möguleikar þeirra á
að selja. Með þetta í huga höfum við tekið þátt
í sýningum í Kína, Argentínu, Bandaríkjunum og
víða í Evrópu."
Af svipuðum toga eru kaupstefnur og ferðir
viðskiptasendinefnda, sem Útflutningsráð hef-
ur undirbúið, með þátttöku íslenskra ráðherra,
m. a. til Grænlands, Færeyja, Nova Scotia,
I fremri röö frá vinstri: Haukur Björnsson, Lilja Viðarsdóttir, Berglind Steindórsdóttir og Jón
Asbergsson. I aftari röð Katrín Björnsdóttir, Hannes B. Hjálmarsson, Ingólfur Sveinsson, Helga
Eysteinsdóttir og Þórey Þ. Þórarinsdóttir.
Ný lög um Útflutningsráð
Fyriráramót voru samþykkt ný lög um Útflutn-
ingsráð Islands þar sem meginbreytingin felst í því
að ráðiðfær nýjan tekjustofn til að byggja starfsemi
sína á. Gefur liann ráðinu um 125 milljónir króna
á ári og tengist greiðslu tryggingagjalds. Útflutn-
ingsráð tvöfaldar uþþhæðina með sölu á þjónustu
svo veltan verður um 250 milljónir.
Stjórn skiþa nú sjö menn.fimm tilnefndir afat-
vinnurekendasamtökum og tveir af utanríkisráð-
lierra. Að auki er samráðsnefnd 17 manna sem
koma víðar að úr þjóðfélaginu. Loks er kveðið nán-
ará um tengsl Útflutningsráðs við Fjárfestingarstof-
una og veitir ráðið um 20 milljónum til kynningar
á Islandi sem fjárfestingarvalkosti fyrir erlendfyrir-
tæki.
setningu íslenskra vara erlendis
Chile, Argentínu, Malasíu og Taílands. Kynn-
ingarstarf í tengslum við ferðir forseta ís-
lands er með nokkuð öðrum hætti en Út-
flutningsráð sér þá t.a.m. um að undirbúa
móttökur fyrir viðskiptavini íslenskra fyrir-
tækja í viðkomandi landi. Þetta starf hefur
mælst vel fyrir, verið árangursríkt og í því
felst mikil kynning.
Markaðsráðgjafar Utflutningsráð rak
lengi vel eigin skrifstofur erlendis en tek-
ið hefur verið upp sveigjanlegra kerfi
sem byggist á því að hópur fyrirtækja, í
samvinnu við Útflutningsráð, ræður
markaðsráðgjafa til ttmabundins verk-
efnis á ákveðnu markaðssvæði. Ráðið
greiðir launin en þátttökufyrirtækin
annan kostnað. Markaðsráðgjafar hafa verið í
Argentínu, Mexíkó, Equador, Bandaríkjunum, á
Grænlandi, f Múrmansk, Kaupmannahöfn og á
sjó. Með þessu móti ræðuráhugi fyrirtækjanna
því hvert ráðgjafar eru sendir og starf þeirra
verður markvissara þar sem þeir einbeita sér að
því að afla ákveðnum vöruflokkum markaðs á
hverjum stað.
„Vel hefur tekist til í Danmörku við að mark-
aðssetja íslenskt dilkakjöt, bæði ferskt og fros-
ið, um leið og opnast hefur markaður fyrir bæði
Evróþudögum
kvc*r>idastjóri.Björn BhrlT^ AsberZss™ fram-
sanian.
uPPlýsingafulltrúi
íslenska Pottagaldra-kryddið og Akva-vatn.
í Múrmansk og Equador var lögð áhersla á
markaðssetningu sjávarútvegstækja og í
Bandaríkjunum textílvörur."
Útflutningsráð hefur umsjón með verkefn-
inu North Atlantic Solutions, sem er samstarfs-
vettvangur ( sjávarútvegi og iðnaði og kynnt
hafa verið fyrirtæki sem þjóna sjávarútvegi.
Kynning fer einkum fram með þátttöku í sýning-
............■—
um og í gegnum netið auk þess sem
gefið er út kynningarefni. Nokkrir
tugir íslenskra fyrirtækja taka þátt í
verkefninu.
Á hverju ári eru veitt hin svo-
nefndu Nýsköpunarverðlaun sem og
Útflutningsverðlaun forseta Islands
og kemur Útflutningsráð að verð-
launaveitingunni. Nýsköpunarverð-
launin eru veitt fyrirtæki fyrir að þróa
með rannsóknum og vísindastarfsemi
ákveðnar vörur sem verða að útflutn-
ings- eða söluvörum. Útflutningsverð-
launin hafa verið veitt tíu sinnum til fyr-
irtækja er hafa skarað fram úr með öflun
gjaldeyristekna fyrir land og þjóð.
Loks má nefna að Fjárfestingarstofan
er verkefni sem Útflutningsráð hefur unn-
ið að á fjórða ár í samstarfi við iðnaðar-
og viðskiptaráðuneytið í þeim tilgangi að kynna
fsland sem vænlegan kost fyrir erlenda fjár-
festa. Þrír starfsmenn eru hjá Fjárfestingarstofu
en alls starfa 15 manns hjá Útflutningsráði. Iffl
rceða
///
ÚTFLUTNINGSRÁÐ
ÍSLANDS
TRftDE COUNCIL OFICEUND
Hallveigarstfg 1
Reykjavfk
Sfmi: 511 4000
Fax: 511 4040
45