Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 30
VIÐTAL
S
10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu:
1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að
hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og er-
lendis afskipta stjórnvalda. Akvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að
gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt
sérstöku leyfi.
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð
þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyr-
ir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, land-
varna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar
heilsu eða siðgæði manna, mannorði og réttindum og til þess að koma í veg fyr-
ir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dóm-
stóla.
V
1
X
20. grein áfengislaganna nr. 75 frá 1998:
Hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum eru bannað-
ar. Enn fremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í
auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöru eða þjónustu.
Með auglýsingu er átt við hvers konar tilkynningar tíl almennings vegna mark-
aðssetningar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði
tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheití eða auðkenni, eftírlíkingar af áfeng-
isvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður, útstíllingar, dreifing prentaðs máls
og vörusýnishorna og þess háttar.
Bannið tekur með sama hætti tíl auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanaíh
og/eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er framleiðanda sem auk áfengis fram-
leiðir aðrar drykkjarvörur heimilt að nota firmanafn eða merki í tengslum við aug-
lýsingu þeirra drykkja, enda megi augljóst vera að um óáfenga drykki sé að ræða í
skilningi laganna og ekki vísað til hinnar áfengu framleiðslu.
Undanþegið banni við áfengisauglýsingum er:
1. Auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til
landsins, nema megintílgangur ritsins eða innflutningsins sé að auglýsa áfengi.
2. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengis-
veitinga á veitíngastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar.
3. Auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningatækjum áfengisfram-
leiðanda, vöruumbúðum, bréfselhi eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi
hans.
■ V "v- •*. ~v * ‘X — . X. ^ »
Þetta hróplega misræmi eða mótsögn
snertir okkur en það snertir líka ís-
lenska tí m ari taútgefen d u r. “
Mættír þú auglýsa í erlendum tíma-
ritum sem er dreift á Islandi?
Já, við gætum það. Það virðist sem
löggjafinn líti svo á að á meðan auglýsing-
in sé á erlendu tungumáli sé hún lögleg.
Það er heldur ekki sama hvort kostendur
á íþróttakappleikjum eru íslenskir eða er-
lendir. Menn hafa lent í útístöðum vegna
auglýsinga í Laugardalshöllinni meðan
engar athugasemdir eru gerðar við er-
lendar útsendingar þar sem áfengisaug-
lýsingar eru bæði beinar og óbeinar."
Mátti ykkur ekld vera ljóst í upphafi
að þetta væri ólöglegt athæfi?
„Um það eru lögfræðingar alls ekki
sammála og við teljum að Hæstiréttur
heíði auðveldlega getað vísað til jafn-
ræðisreglu og staðfest dóm Héraðs-
dóms. Ef dómurinn hefði ekki seilst til
þessarar þingsályktunartillögu sem
áfengisstefnu stjórnvalda hefði hann
ekki getað komist að þeirri niðurstöðu
sem hann gerði.“
Hvað er áfengísvandí? Það hefur kom-
ið fram að Islendingar neyta minna
áfengis en aðrar þjóðir talið í lítrum alkó-
hóls. Þeir drekka helmingi minna af bjór
en almennt gerist og gengur í Evrópu.
Samt er algengt að heyra rætt um
áfengisvanda á Islandi.
„Eg held að þeir sem ræða um áfeng-
isvandann á Islandi séu í raun þeir sem
vilja að áfengisneysla sé enn minni. Það
er auðvitað óraunhæft," segir Jón Snorri.
„Ef við værum í efstu sætum yfir
áfengisneyslu meðal þjóða.væri skiljan-
legt að ríkisstjórnin teldi nauðsynlegt að
draga úr neyslunni."
Neyslan jókst ekkí Er þá áhugí bjór-
framleiðenda á því að stórauka neysl-
una hérlendis hvatínn tíl þess að reyna
á þanþol auglýsingalaganna?
„Auglýsingar eru einn þáttur af þrem-
ur sem hafa áhrif á áfengisneyslu. Hinir
tveir vega miklu þyngra og það er verð-
lagning og aðgengi. Hið opinbera stjórn-
ar þessum tveimur þáttum og hir.um
þriðja að hluta svo ríkið hefur það í raun
alveg í hendi sér hve mikils áfengis er
neytt.
Þótt auglýst væri allan sólarhringinn,
þá fengir þú aldrei alla til þess að kaupa
sömu tegund af einhverri neysluvöru
eða bílum.
Það sýndi sig á þeim þremur mánuð-
um, sem auglýsingar á bjór voru í gangi
með beinni hætti en áður, að neyslan í
heild jókst ekki en talsverð tilfærsla varð
milli tegunda. Þær tegundir sem fengu
mesta söluaukningu voru þær sem mest
voru auglýstar. Kakan sem sagt stækk-
aði ekki en sneiðarnar breyttust."
Á móti misrétti og hræsni Hvað kost-
aði þessi málarekstur Olgerðina þegar
upp er staðið?
„Sektir, málsvarnarlaun og kostnaður
sem tengist beinlínis rétíarhöldum fer
langt á þriðju milljón. Síðan má bæta við
73. greln stjórnarskrárinnar:
• flllir eru friálsir skoðana sinna og sannlæringar.
• Hver maður á rétt á að láta í Ijós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi.
Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
• Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í bágu allsherjarreglu eða öryggis
rikisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs ann-
2 arra, enda teljist þær nauðsynlegar og samræmist lýðræðishefðum.
30