Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 42
Baldur Guðlaugsson hœstaréttarlögmaður er manna fróðastur um hlutafélagalögin. Hann segir í vaxandi mæli tekið fram í samþykktum hlutafélaga að aðalfundir séu löglegir óháð því hversu margir hluthaf- arsœki þá eflöglega sé staðið að boðun þeirra. FV-mynd: Geir Olafsson. aðalfunda Aöalfundir hlutafélaga eru í algleym- ingi í febrúar og mars. Hér er rætt viö Baldur Guölaugsson hæstaréttarlög- mann um aöalfundi, boöun þeirra, til- gang, lögmœti, kosningar í stjórnir, starfandi stjórnarformenn og fleira. ðalíundur er hluthafafundur og hann er skylt að halda einu sinni á ári í hveiju hlutafélagi. í lögum og samþykkt- um hlutafélaga er gert ráð fyrir því að hægt sé að halda aðra hluthafafundi, hvort heldur að frumkvæði stjórnar eða sam- kvæmt kröfu endurskoðenda eða hluthafa sem ráða yfir minnst 10 prósentum hlutafjár nema félagið hafi ákveðið að hlutfallið skuli vera lægra. I reynd er það samt oftast þannig að aðalfundir eru einu hluthafafundirnir sem haldnir eru. Tilgangur aðalfundar er að taka til afgreiðslu ársreikning félagsins, taka ákvörðun um meðferð hagnaðar og taps, úthlutun arðs og kosning stjórnar. Baldur Guðlaugsson hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt hlutafélagalögum geti kjörtímabil stjórnar verið allt að ijögur ár þannig að stjórnarkjör þurfi ekki að vera á dagskrá nema á íjórða hveijum aðalfundi „en í raun er það almennt svo að kosning stjórnar fer fram árlega,“ segir hann. Fyrir ágústlok Að sögn Baldurs gefa hlutafélögin rammann utan um starfsemi hlutafélaga og samkvæmt þeim ber að halda aðal- fund hlutafélags eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs, það er fyrir lok ágústmánaðar. Einstök félög geta hins vegar út- fært sínar starfsreglur nánar og í samþykktum einstakra félaga er oft kveðið á um það að aðalfund skuli halda fyrr, til dæmis fyrir lok maí. Raunin er sú að aðalfundirnir eru sífellt að færast framar og framar og í dag eru þeir flestir haldnir í febrúar eða mars. Al- menna reglan er sú að til hluthafafundar skuli boðað með minnst einnar viku og mest íjögurra vikna fyrirvara. Ekki er nákvæmlega sagt til um það í lögum hvernig boða skuli til fúnda. I fámennari félögum er oft boðað til fundar með ábyrgðarbréfi en í fjölmenn- ari félögum er kveðið á um að boða megi til fundar með auglýs- ingum í fjölmiðlum. „Þá er ekki verið að senda einstökum hluthöfum sérstakt fund- arboð. Þó er tekið fram í lögum að boðun skuli vera skrifleg til allra þeirra hluthafa sem þess óska sérstaklega og að það sé skráð hjá félaginu," segir Baldur. í lögum er tekið fram að ákveða megi í samþykktum félaga hvernig stjórnarmenn skuli kjörnir og hvernig staðið skuli að ffamkvæmd kosninganna. Jafnframt kemur fram að kosningin skuli ffamkvæmd sem meirihlutakosning milli einstaklinga ef ekki sé kveðið á um annað kosningafyrirkomulag í samþykktum félagsins. Ef kjósa á fimm menn ná þeir kosningu sem flest fá at- kvæðin. „Það þýðir í reynd að þeir, sem fara með meirihluta at- kvæða í félaginu, geta ráðið öllum stjórnarmönnum ef þeir kjósa allir þá sömu.“ Aðalfundur FluglHða hf. verður InliliniiP-tininHr Sölumlftstöl hraflfrystiHi afkoma raðfryKtihiiHK Enkifjarðar hf. Úr ánraiknlngi I! iðarbanki íslandslftf. 2 milljóna ara ' " 'IM Qott ár aðhak! f^gt^ðurinn tvö- ~Idaðlst * milli " iw iCVtf' "*M, n.iSHÍ, HlUtfallS- eða margfeldiskosning Baldur segir að í hlutafélaga- lögum sé einnig gert ráð fyrir annars konar kosningafyrirkomu- lagi; hlutfallskosningu og margfeldiskosningu. Hlutfallskosning kallist það þegar kosið sé í stjórn eftir hlutfallslegri stærð hluthafa. Margfeldiskosning sé hins vegar flóknari í framkvæmd og Baldur skýrir hana svona: „Ef kjósa á fimm stjórnarmenn og viðkomandi hluthafi fer með 100 atkvæði í félaginu þýðir þetfa að hann telst í rauninni hafa yfir 500 atkvæðum að ráða, það er að segja atkvæðafjöldinn sinnum stjórnarmennirnir sem á að fara að kjósa. Síðan ákveður hluthafinn sjálfúr hvernig hann ráðstafar þessum 500 atkvæðum. Hann getur eytt öll- um atkvæðunum á einn mann og þá alfundur 1999 ^ fær hann 500 atkvæði. Efhann hins ótel Sögu 10. mars kl. 14:00^ m.'j^Jr*"**** í 71,4'" * rdnu Ut. hl ni4 íyrtr mlnni ía bankaráðs um starfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.