Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 44
arkmiðið með rekstri Útflutnings-
ráðs er að auðvelda íslenskum
fyrirtækjum að selja vörur og
þjónustu erlendis. Til þess að svo megi
verða stundar Útflutningsráð umfangs-
mikla upplýsingagjöf, fræðslu í formi út-
gáfustarfsemi og námskeiðahalds og
skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja
í sýningum um allan heim.
Upplýsingagjöf Útflutningsráð tekur þátt í
starfsemi sem fjármögnuð er af Evrópusam-
bandinu og felst í rekstri 250 upplýsingaskrif-
stofa, Euro Info Centre. „í gegnum þessar skrif-
stofur og okkar eigin upplýsingagjöf vinnum við
árlega úr um eitt þúsund fyrirspurnum erlendis
frá um vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja.
Við sendum fyrirspurnirnar áfram til fyrirtækj-
anna eða svörum þeim beint. Á sama hátt öfl-
um við svara við fyrirspurnum íslenskra fyrir-
tækja, t. d. varðandi tollamál eða annað sem
þau óska upplýsinga um varðandi erlendan
markað," segir Jón Ásbergsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsráðs.
Jón Ásbergsson, framkvœmdastjóri Útflutn- Frá sýningu íslenskra hönnuða í Bella Center
ingsráðs. í febrúar síðastliðnum.
komnir tíu bæklingar sem hafa ekki einungis
nýst íslenskum fyrirtækjum heldur einnig náms-
mönnum sem eru að vinna að margvíslegum
verkefnum á sviði erlendrar markaðssetningar.
Einn liður í fræðslu og upplýsingamiðlun Út-
flutningsráðs undanfarin níu ár byggir á
kennsluverkefninu „Útflutningsaukning og hag-
vöxtur", kennslu í markaðssókn erlendis. Verk-
ustu og áætlun um hvernig komast skuli inn á
markaðinn. Hátt í 70 fyrirtæki hafa tekið þátt I
námskeiðunum. Sum þeirra voru lítil verkstæði
í byrjun en eru orðin stórfyrirtæki. Því má segja
að árangurinn hafi verið mjög góður."
Venture lcelander verkefni sem hefur svip-
að markmið og „Útflutningsaukning og hag-
vöxtur". Markmiðið er að kenna fyrirtækjum i
Útflutningsráð stuðlar að markað
mnar voru
eða þjón-
Útgáfumál Með útgáfu fréttablaðsins
Útherja kynnir Útflutningsráð starfsemi sína og
þau verkefni sem unnið er að hverju sinni.
Einnig ergefin út útflytjendaskrá Export Direct-
oryí samvinnu við Miðlun og tímaritið lceland
Business í samvinnu við lceland fíeview. Við
þetta bætist útgáfa bæklinga sem kallast Holl-
ráð fyrir útflytjendur. í
þeim geta fyrirtæki áttað
sig á auðveldan hátt á
flestu því sem snýr
að útflutningi
Út eru
efnið byggir á írskri fyrirmynd. Sambærileg
kennslustarfsemi fer fram í 20 löndum og þessi
aðferðarfræði hefur alls staðar reynst mjög vel
að sögn Jóns. „Útflutningsráð leggur til mark-
aðsráðgjafa og viðskiptadeild Háskólans
starfsmann á haustönn sem vinnur talnalegt
efni fyrir fyrirtækin. í lokin eru fyrirtækin komin
með í hendur skýrslur um markaðs-
setningu ákveð-
upplýsingaiðnaði að kynna sig fyrir hugsanleg-
um fjárfestum. í lok verkefnisins er haldið þing
og fjárfestunum er boðið hlusta á kynningu fyr-
irtækjanna. í framhaldi af þinginu hafa margir,
bæði innlendir og erlendir fjárfestar, fjárfest f
fyrirtækjunum.
Þátttaka í sýningum „Árlega skipuleggur
Útflutningsráð þátttöku íslenskra fyrirtækja í 5-
7 alþjóðlegum sýningum. Við sjáum um allan
undirbúning og nauðsynlegt er að skipuleggja
sýningarnar mjög langt fram í tímann. Megin-
áhersla hefurverið lögð á sjávarútvegssýningar
en undanfarið hafa menn verið að fikra sig yfir
í aðrar atvinnugreinar, m.a. á sviði hugbúnaðar,
og íslensk fyrirtæki hafa þrívegis tekið þátt í
stærstu upplýsingatæknisýningu heims, í
Hannover. Nýlega stóð ráðið fyrir þátttöku níu
fatahönnuða í sýningu í Bella Center. Þótti hún
takast vel. í bígerð er að skipuleggja vörusýn-
ingu í sumar í tengslum við heimsmót íslenskra
hesta í Þýskalandi og taka þátt í sýningu á vist-
vænum vörum.
Þorgeir Pálsson, sjávarútvegssvið, Katrín
Björnsdóttir, sýningarsvið, Vilhjálmur Guð-
mundsson, iðnaðar- og þjónustusvið, og Berg-
lind Steindórsdóttir, sýningarsvið.
44