Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 20
FORSÍÐUVIÐTAL sem sækir í framhaldsnám tíl útíanda. Þar kemur fleira tíl en þörf- in á að afla sér frekari sérfræðiþekkingar; ég nefrii sérstaklega áhuga margra á að búa tímabundið erlendis og læra siði og tungu- mál viðkomandi lands til fulls. Það hlýtur að auka víðsýni fólks að hafa búið erlendis þótt menning og siðir annarra þjóða standi okk- ur mun nær en áður - bir tíst okkur núna nær daglega með fjölmiðl- um, sjónvarpi, tölvutækni, bættum fjarskiptum og stórauknum ferðalögum. Þetta verður áfram þannig að fólk afli sér haldgóðrar og öflugrar BS-menntunar í viðskiptum hér heima og að þeir, sem brennandi áhuga hafa á framhaldsnámi og að búa útí, sæki tíma- bundið í nám ÚL Ég árétta hins vegar að stefna Viðskiptaháskól- ans er að útskrifa nemendur tílbúna í slaginn sem framúrskarandi fagmenn, reiðubúna til að axla ábyrgð - og sem atvinnulífið sækist eftir.“ - Nú er Viðskiptaháskólinn í Reylqavik í kröftugri samkeppni við hina rótgrónu viðskiptadeild Háskóla Islands. Hvernig birtist þessi samkeppni þér? „Viðskiptadeild Háskóla Islands er aðeins einn af keppinautum okkar. Ég lit svo á að við séum í samkeppni við alla skóla sem veita menntun á háskólastigi - ekki bara þá sem veita viðskiptamennt- un. Ungt fólk á að fá að móta sér skoðun á þvi hvað það vill læra og Viðskiptaháskólinn á að vera það áhugaverður að hann kveiki áhuga fólks, sem ella færi i önnur fög, á námi í tölvu- og viðskipta- ffæðurn. Við erum í samkeppni við alla skóla.“ - Hafið þið reynt að fá kennara úr viðskiptadeild Háskóla Is- lands og keppt þannig við hana bæði hvað kennara og nemendur varðar? „Ég hef ekki markvisst reynt að fá kennara úr viðskiptadeild Háskóla íslands.“ - Þú hefúr kannski sett þér það markmið að sækjast alls ekki eftir þeim? „Ég hef ekki verið með neinar slíkar bollaleggingar. Ég hef tekið mjög litíð mið af viðskiptadeild Háskóla íslands hvað náms- efrii snertír og frekar farið eigin leiðir í þeim efnum þar sem ég hef fýrst og ffernst horft út fyrir landsteinana - tíl erlendra háskóla.“ - Hvaða þekktu erlendu háskólar eru fyrirmyndir Viðskiptaháskólans í starfi og efnisvali? „Það er fullmikið sagt að við eigum okkur beinar erlendar fyrirmyndir heldur höfum við tekið mið af nokkrum skólum. Þegar við skilgreindum skólann fórum við náið ofan í saumana á þvi hvernig við- miðunarskólar erlendis störfuðu. Ég er mjög hrifin af starfinu í Georgetown University í Washington, en ég bjó í út- jaðri Washington síðustu þrjú árin útí, og sömuleiðis hinum þekktu viðskiptaháskólum, Wharton og Harvard. Allir hafa þeir skarað fram úr. Ég vil ekki taka einn skóla fram yfir annan. Við grandskoðuðum námsefni þessara skóla og höfðum það tíl hlið- sjónar þegar við mótuðum Viðskiptaháskólann. Við höfum einnig litíð tíl skóla í Evrópu. Agnar Hansson, framkvæmdastjóri við- skiptadeildarinnar, er menntaður í Evrópu og straumar hans koma því þaðan. Það er gott mótvægi við bandarísku straumana. Ymsir skólar í Evrópu eru ekkert síður að gera margt gott en þeir í Bandaríkjunum. ísland er mitt á milli Evrópu og Bandaríkjanna og því er best að blanda evrópskum og bandarískum straumum saman - tína tíl það besta hveiju sinni; það er sama hvaðan gott kemur.“ - Hversu margir nemendur eru núna í skólanum? „Þeir eru tæplega þijú hundruð, þar af eru tæplega tvö hundr- uð í tölvufræðideild og ríflega sextíu í viðskiptadeild. Það er ánægulegt hve mikil eftírspurn var eftír skólavist hjá okkur en við gátum einungis tekið inn 30% þeirra sem sóttu um. Þetta sýnir þörf fyrir skólann; tölvufræðideildin hefur löngu sannað gildi sitt og nemendur vilja augljóslega fá nýjan kost í viðskiptanámi.“ - Hve há eru skólagjöldin? „Skólagjöldin eru 98 þúsund á ári en það kostar auðvitað miklu meira að reka skólann og fjármagna starfsemina gagnvart hveij- um nemanda. Við fáum framlag frá ríkinu sem er í takt við það sem aðrir háskólar í landinu fá á hvern nemanda.“ - Telur þú grundvöll fyrir því að hækka skólagjöldin hjá ykkur vegna þeirrar miklu eftirspurnar sem er eftir námi í skólanum? „Það kann að vera. Hitt er vfst að það kostar mikið fé að mennta vel og skólagjöld hér eru aðeins brot af því sem þekkist í þeim erlendu háskólum sem við berum okkur saman við. Að mennta vel felst í góðum kennurum og góðum aðbúnaði nem- enda; tíl þess þarf fé. Líkt og í öðrum fyrirtækjum þarf að afla þessa fjár svo ekki verði taprekstur. I harðri samkeppni á háskóla- stígi geta skólarnir boðið upp á ýmsa viðbótarþjónustu tíl að afla tekna, eins og fjar- nám og námskeið fyrir starfs- menn fyrirtækja. Og vissu- lega er ein leiðin sú að hækka skólagjöldin tíl að mæta þeirri útgjaldaþörf sem fylgir bættri kennslu - og láta nemendur þannig brúa bilið. Góð mennt- un er þeirra fjárfestíng sem skil- ar sér tíl þeirra síðar í bættum tekjum og lífskjörum. Almenna reglan er auðvitað sú að eftír því sem skólar eru vinsælli og eftír- spurn eftír námi í þeim meiri því auðveldara er að hækka skóla- gjöldin." - Nú komust aðeins 30% þeirra, sem sóttu um skólavist hjá ykkur, að í skólanum. Hvernig völduð þið þessa nemendur út? „Við lögðum mikla vinnu í að velja nemendur og þar þurfum við hugsanlega að endurskoða leikreglurnar aðeins. Við lögðum mest upp úr meðaleinkunn nemenda á stúdentsprófi. Reynslan sýnir hins vegar að það skiptír sennilega meira máli úr hvaða deildum menntaskóla nemendur koma. Þeir, sem eru sterkir í raungreinum, náðu bestum árangri á prófunum á fyrstu önninni, þeir hafa greinilega forskot á hina.“ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.