Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 53
Barnalækna- þjónustan Bætt þjónusta við veik börn og foreldra þeirra utan hefð- bundins vinnutíma varhvatinn að því að 11 barnalæknar stofnuðu Barnalæknaþjónustuna ehf. árið 1995. ætt þjónusta við veik börn og foreldra þeirra var hvatinn að stofnun Barnalæknaþjónustunnar ehf. árið 1995. Stofnendur voru 11 barnalæknar, almennir og sérfræð- ingar í ýmsum undirgreinum barnalækninga. Einn af frumkvöðl- unum er Kristleifur Kristjánsson, sérfræðingur í erfðasjúkdómum barna. Hann er framkvæmdastjóri Barnalæknaþjónustunnar ehf. en aðalstarf hans er hjá íslenskri erfðagreiningu þar sem hann er einn af stofnendum og aðalhluthöfum. Barnalæknaþjónustan ehf. er til húsa í Domus Medica. Að sögn Kristleifs er fyrirtækið rekið með lágmarkskostnaði. Fyrir- tækið hefur 5-6 almennar læknastofur og móttöku til umráða á fyrstu hæð. Domus Medica á húsnæðið sem læknarnir leigja og starfsmaður f móttöku er í vinnu hjá Domus Medica. Virka daga eru í húsnæðinu almennar stofur barnalækna en starfsemi Barnalæknaþjónustunnar er á kvöldin og um helgar. A vaktinni eru barnalæknar í Domus Medica svo og aðrir barna- læknar sem hafa annars aðstöðu víðs vegar um borgina. „Það var mikill áhugi hjá barnalæknum á því að bæta þjónust- una við börn og gefa fólki kost á að leita til sérfræðings utan hefð- bundins stofutíma," segir Kristleifur um aðdragandann að stofnun Barnalæknaþjónustunnar. „Fram til þess höfðu foreldrar aðeins kost á að leita til Lækna- vaktarinnar og á bráðavaktir sjúkrahúsanna. Með tilkomu Barna- læknaþjónustunnar gafst fólki tækifæri á að leita álits sérfræðings í barnalækningum utan sjúkrahúsanna þegar um bráðaveikindi var að ræða.“ Alltaf er starfandi einn sérfræðingur á hverri vakt og annar á bakvakt. Að sögn Kristleifs er markmiðið að sjúklingar þurfi aldrei að bíða nema í fimmtán mínútur að hámarki. Ef biðtími lengist er annar læknir kallaður út. Sjúklingur greiðir sérfræðingsgjald en ekkert aukagjald þótt heimsókn sé utan hefðbundins stofutfma og Tryggingastofnun niðurgreiðir heimsóknina samkvæmt hefö- bundnum reglum. „Barnalæknaþjónustan hefur sannað gildi sitt því þeim fjölgar sem leita til okkar. Fyrst og fremst trúi ég að það sé vegna þess að fólki líki þjónustan og að á henni sé full þörf. T.d. gefst tækfæri til þess að sami læknir geti fylgt sjúklingi eftir ef með þarf. Þar sem svo margir læknar sinna starfi sínu þarna er bókhald- ið f eðli sínu flókið. Haldið er utan um sjúklingabókhald, komu- nótur, greiðslumáta og aðstöðugjöld læknis með tölvuhugbúnaði. Barnalæknaþjónustan kaupir aðstöðu af Domus Medica og endur- selur hana til lækna Barnalæknaþjónustunnar. Ritarar í móttöku sjá um að bókfæra í tölvu og síðan fer endur- skoðandi yfir bókhaldið í heild. Annar skrifstofukostnaður er ekki hjá fyrirtækinu. Kristleifur Kristjánsson, sérfrœðingur í erfðasjúkdómum barna, er framkvœmdastjóri Barnalœknaþjónustunnar en aðalstarf hans erhjá Islenskri erfðagreiningu. ÁN OPINBERRA STYRKJA „Barnalæknalijónustan er rekin sem elnkafyrirtæki þeirra iækna sem bar starfa án opinberra styrkja annarra en mótframlags Tryggingastotnunar í komugjaldi en Læknavaktin og sjúkrahúsin eru fjármögnuð með tugmllljóna framlagi úr rikissjóði á ári til að veita f mörgum tilfellum sambærilega bjónustu." - Krlstlelfur Kristjánsson ENGIN VERKFÖLL „Þegar verkfali heimilislækna vofði yfir fengum við bréf frá borgarlækni um að búast mætti við auknu álagi á Barnalæknabjónustunni. Það var út af fyrír sig mlkil viðurkenning á börfinni fyrir biónustu okkar." MEGA EKKI AUGLÝSA ÞJÓNUSTU „Læknar mega ekki auglýsa starfsemi sína nema með tilkynningum um opnun stofu, breyttan stofutíma og flutning stofu. Híns vegar ættu beir að geta auglýst meira i formi tilkynninga um bjðnustu." AUKIN SAMKEPPNI LÆKNAFYRIRTÆKJA „Það er tómt mál að tala eingöngu um ríkisfyrirtæki í lækningum. Þótt islendingar séu fáir er grundvöllur fyrir einkarekstri og aukinni samkeppni læknafyrirtækja. Það gefur sjúklingum melra val og læknispjónustan batnar." 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.