Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 37

Frjáls verslun - 01.02.1999, Síða 37
FSÍ og sú grundvallarbreyting hefúr orðið að félögin innan sambandsins geta alveg treyst Fimleikasambandinu. Það hefur náðst með því að tryggja gott upplýsingastreymi um fjárhags- stöðu FSÍ og önnur málefni þess. Aðalvandamál Fimleikasambandsins, og reyndar íþróttahreyfingarinnar allrar, var hve lítið var til af peningum og hve frjálslega farið var með þá peninga sem voru til. Peningarnir voru oft meðhöndlaðir án allrar ábyrgðar. Það hafa komið nokkur dæmi upp á borðið þar sem menn hafa viljað láta forystumenn greiða til baka þegar peningar hafa týnst eða þeim verið eytt i óráðssíu. Það hefur hins vegar skort kjark til þess að taka á þess- um málum og þeir sem hafa farið illa með féð hafa sloppið. Það hefur einfaldlega gerst vegna þess að aðal mottóið í íþróttahreyf- ingunni er að „Dýrin í skóginum eiga að vera vinir“. „Mikki refur“ sleppur alltaf! Helsta vandamálið sem blasir við FSI nú er að sam- dráttur hefur orðið í Lottótekjum, en þær hafa fram að þessu dug- að næstum því tyrir húsaleigu og einum starfsmanni. Eg sjálfur verð ekki íyrir of miklu ónæði vegna starfs míns í FSÍ. Ég get stjórnað flestu í gegnum síma og fæ að mestu leyti frið allan daginn. Ég tala alltaf við Önnu Möller, þjónustustjóra FSÍ, klukkan fimm á daginn og við hittumst reglulega niðri í ÍSÍ í há- deginu á föstudögum. Stjórnarfundir hjá FSÍ eru hálfsmánaðar- lega. Auðvitað er snatt í þessu starfi af og til, en ekkert sem ég ræð ekki við. Ég er búinn að venja mig við að vera við vinnu frá 8 á morgnana til 6 á daginn og sá tími dugar mér í flestum tilfellum, þótt undantekningar séu á því eins og gengur. Ég neita þvi ekki að STJÓRNUN besti vinnutíminn er eftir hádegi á laugar- dögum,“ segir Arni Þór. Að gefa af sér „Það er mín skoðun að menn, sem gengur sæmilega vel í atvinnu- lífinu, eigi að gefa eitthvað af sér. í útlönd- um, til dæmis í Bandaríkjunum og Bret- landi, er þetta velþekkt hugtak, „comm- unity service” og er hátt skrifað. Því miður gildir ekki alltaf það sama hér á landi. Það virðist vera komið í tísku að vera upptekinn af sjálfum sér og forðast öll aukastörf. Ég persónulega vil gjarnan fá annað sjónarhorn á vinnuna í öðrum störfúm eins og þeim sem ég sinni hjá Fimleikasambandinu. Þar er ég í samskiptum við fólk alls staðar að af landinu og fæ að kynn- ast allt öðru andrúmslofti en ríkir á mínum vinnustað í Austur- bakka. Fimleikasamband Islands lítur björtum augum fram á veginn. Sennilega er bjartasta von Islendinga um verðlaun á næstu Ólymp- íuleikum á vegum Fimleikasambands Islands, þ.e.a.s. Rúnar Alex- andersson, því hann er talinn einn af 12 bestu í heiminum á boga- hesti. Gerpla hefur að mestu staðið straum af honum en við erum að reyna að búa til stemningu í kringum hann 1 Kópavoginum, svip- að og gert var með Jón Arnar á Sauðárkróki og Kristinn Björnsson á Ólafsfirði. Helstu vandamál íþróttasérsambandanna eru peningamál. Ég tel að peningar, sem settir eru í æskulýðs- og íþróttastarf, séu mjög ódýr þjónusta sem íþróttahreyfingin veitir. Iþróttahreyfingin ætti því að vera með sóknargjöld eins og kirkjan!” S3 SÓKNARGJÖLD EINS OG KIRKJAN ftiróttahreyt íngin ætti að vera með sóknar- gjðld eins og kirkjan! Við hjá ibróttasér- samböndum landsins burfum að vera dug- legri að sýna (ram á hve góðu uppeldis- starti við sinnum. - flrni Þór Árnason Golfið hefur gefið mér góða reynslu í stjórnun Hannes Guðmundsson, framkvœmdastjóri Securitas, / lét af embætti forseta Goljsambands Islands á dögunum eftir sex ára starf annes Guðmundsson, forstjóri Securitas, er einn þeirra þekktu viðskiptaaðila sem gegnir formennsku í íþrótta- sérsambandi. Hannes er forseti Golfsambands Islands. Hann var spurður að því hvort viðskiptareynsla hans nýttist ekki vel hjá Golfsambandinu. „í mínum huga leikur ekki vafi á því að viðskiptareynsla kemur að góðum notum við að stýra Golfsam- bandi íslands. Á sama hátt hefur reynsla mín frá Golfsambandinu margoft nýst mér í mínu starfi hjá Securit- as,“ segir Hannes. „Rekstur GSÍ og Securitas er á þann hátt líkur að í báðum tilvikum hefúr árlegur vöxtur verið mikill og stöðugur ár frá ári. Sömu lögmál gilda að því leyti að árangur næst ekki nema bæði starfsfólk og við- skiptavinir séu ánægðir. I tilviki Golfsam- bandsins eru það golfklúbbarnir og félagar þeirra, ásamt styrktaraðilum, sem koma í stað viðskiptavina í almennum rekstri. Þá er jafn mikilvægt í báðum tilvikum að tjárhagslegur grunnur sé traustur." - Er ekki erfitt að finna tíma til að sinna formennskunni? „Þegar viðfangsefnin eru skemmti- leg, eins og raunin hefur verið hjá Golfsambandinu, þá má, með góðu starfsfólki og skipulagningu, finna tíma til flestra verka.“ - Margir velta þvi fyrir sér hvort at- vinnumennskan sé ekki á leið inn í sér- samböndin í íþróttum. „Ef spurt er hvort atvinnumennska eigi við kylfinga þá er ekki í nokkurri íþróttagrein jafn skýr mörk á milli áhugamennsku og atvinnumennsku. GSI hefur um margra ára skeið haft launaðan framkvæmdastjóra og starfsmann á álagstímum. Stjórnarstörf hafa ekki verið launuð og veit ég ekki til að nokkrum hafi dottið í hug að taka upp slíkt fyrirkomulag. Sérsambönd íþróttafélaganna eru rekin eins og fyrirtæki í dag og þróunin hefúr verið stöðug í þá veru. Eitt helsta vandamál golfhreyfingarinnar er skortur á íslenskum golfkennurum. Annað fyrirsjáanlegt vandamál er að stöðug aukning kylfinga kallar á frekari framkvæmdir við golfvallagerð. Ég óttast að skortur á golf- völlum kunni að takmarka vöxt greinarinnar í náinni framtíð. En þetta er eitt af þessum ánægjulegu vandamálum sem fylgja íþrótta- grein sem er í örum vextí,“ segir Hannes. 53 37 STJÓRNARSTÖRF EKKI LAUNUD GSÍ helur um margra ára skeið hatt laun- aðan framkvæmdastjóra og starfsmann á álagstimum. En stjórnarstörf hata ekki verið launuð og ég veit ekki til að nokkrum manni hafi dottið i hug að taka upp slíkt fyrirkomulag. - Hannes Guðmundsson, forsetl Golfsambands íslands s.l. sex ðr.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.