Frjáls verslun - 01.02.1999, Blaðsíða 34
STJÓRNUN
Reynsla í viðskiptum
tryggir meiri aga
Jafet Olafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar,
er formaður Badmintonsambands Islands.
nafet Olafsson, forstjóri Verð-
bréfastofunnar, hefur gegnt
formennsku í Badminton-
sambandi Islands írá árinu 1996 og
miklar framfarir hafa átt sér stað í
hreyfingunni undir hans formennsku.
„Það er enginn vafi á því að við-
skiptareynslan nýtist mér vel í for-
mennsku sérsambands eins og Bad-
mintonsambandi íslands, en þar hef
ég gegnt formennsku í rúm 3 ár.
Markmiðið í því eins og í öðrum rekstri er að reka sambandið
nokkurn veginn hallalaust. Við erum ekki að streða í því eins og í
daglegum rekstri fyrirtækja að skila góðum hagnaði til hluthaf-
anna, heldur fyrst og fremst að hafa gott skipulag á rekstrinum og
reisa okkur ekki hurðarás um öxl,“ segir Jafet.
„Badmintonsambandið stendur reyndar mjög vel Ijárhagslega,
skuldar nánast ekki neitt og meginmarkmiðið er að eyða ekki
meira en aflað er. Viðskiptareynslan nýtist mér vel að því leyti að
ég þekki mjög vel til í íslensku viðskiptalífi og það er auðveldara
fyrir mig að afla peninga fyrir þetta sérsamband heldur en annan
aðila.
Eg lít þannig á málin að ég hafi ekki leyfi til þess að reka Bad-
mintonsambandið öðru vísi en svo að reksturinn sé nálægt núlli.
Við erum ekki að tala um að reka BÍ með hagnaði, þó að við vild-
um gjarnan gera það, en við eigum að verja öllum þeim tekjum
sem við náum inn eins skynsamlega og hægt
er. Það er sama markmið og menn hafa í við-
skiptarekstri í dag. Það er mjög ánægjulegt
að menn úr viðskiptalífinu taki að sér rekst-
ur hjá sérsamböndum. Þeir koma inn með
nýja vídd, sýna þekkingu og hafa yfirleitt góð
viðskiptasambönd.
Eg vil fullyrða að það verður meiri agi í
rekstri þessara sérsambanda því verið er að
glíma við svipuð mál og í venjulegum fyrirtækjarekstri. Það er
SKIPULEGGJA ÞARF TIMA SINN VEL
Það getur oft verið erfitt að finna tima
tll að sinna formennskunni. En bað er með
það eins og ýmislegt annað; mikilvægt er
að skipuleggja tima sinn vel.
- Jafet Úlalsson
peninga frá þeim tíma. Ég skrepp í dag í öldungamót einstaka
sinnum, enda hef ég afskaplega gaman af því.
Það eru margir klúbbar starfandi innan félaganna. I badmin-
tonheiminum er það eitt félag sem ber ægishjálm yfir önnur félög,
TBR en þar er ég félagi. Innan TBR eru margir klúbbar starfandi
eins og „Trukkar”, „Lurkar” og „Gammelmands holdet”. Ég er
búinn að vera meðlimur í síðastnefnda klúbbnum í yfir 20 ár. Það
sem er skemmtilegt og jákvætt við badminton er að hægt er að
stunda það frá 7 ára aldri nánast fram á grafarbakkann. Sá elsti
sem er að spila badminton í dag og er við hliðina á mér í hverri
viku er 84 ára gamall.
Vinsæl íþrott Badmintoníþróttin hefur vaxið gífurlega á síðustu
árum. Hún er sennilega í þriðja eða fjórða sæti yfir fjölmennustu
íþróttagreinar landsins í dag. Sérstaklega hefur orðið ánægjuleg
þróun í þessum málum úti á landi því með tilkomu nýrra íþrótta-
húsa er alls staðar gert ráð fyrir að menn getí stundað badminton.
Við hjá Bamdintonsambandinu höfúm gert okkar til að auka á út-
breiðsluna gefið spaða og kúlur til íþróttahúsa. Við vorum að taka
það saman um daginn að á síðustu 4 árum höfum við gefið um 600
spaða og með því að deila í þá tölu með fjórum er hægt að finna út
hve margir nýir badmintonvellir hafa verið teknir í notkun á þess-
um tíma.“
Skipuleggja tímann „Það getur oft verið erfitt að finna tíma tíl
að sinna formennskunni í Badmintonsambandinu. Það er með það
eins og ýmislegt annað, mikilvægt er að skipuleggja tíma sinn vel.
Ég er með önnum kafna framkvæmdastjóra, slökkviliðsstjóra og
alþingismann með mér í stjórn BÍ og allir eru í tímapressu. Við
fundum yfirleitt hálfsmánaðarlega og stundum vikulega ef mikið
stendur tíl. Við reynum að nýta eitt hádegi í viku tíl þess og skipt-
um þar með okkur verkum. Þó að við séum með framkvæmda-
stjóra í hlutastarfi getur hann ekki annað öllum verkefnum og við
þurfum oft að skipta niður tímafrekum verkum á stjórnina.
Það hefur vakið ánægju okkar að sjá árangur erfiðis okkar en
gott dæmi um það er góður árangur í Belfast þar sem ísland sigr-
aði, en þar kepptu 20 Evrópuþjóðir. Það staðfestir þá trú okkar að
við séum á réttri leið, miklar framfarir eru í
greininni. Það er eins með það starf eins og
venjulegan viðskiptarekstur, að þegar vel
gengur, verða störfin léttari.
mjög auðvelt að kafsigla eitt sérsamband Ijárhagslega, setja sér
mjög háleit markmið sem nást ekki og sitja eftir með skuldabagg-
ann. Sem betur fer hefur íþróttahreyfingin tekið sig verulega á
með sín flármál. Það er keppikefli allra sérsambanda að hafa sín
fjármál í lagi í dag.”
Efnilegur í badminton „Formennska hjá Badmintonsambandinu
er skemmtileg reynsla sem gefur mér tækifæri til þess að vera í
sambandi við annað fólk en ég er dags daglega í þessum fjármála-
heimi. Ég hef alla tíð haft áhuga á badminton og hef löngum gant-
ast með það að ég sé ennþá efnilegur í íþróttínni. Ég var Reykja-
víkurmeistari á aldrinum milli 10-15 ára og á nokkra verðlauna-
Atvinnumennska Atvinnumennska er ekki
tíl staðar á Islandi í badminton. Hálfatvinnu-
mennska er hins vegar til staðar á Norður-
löndunum. í dag eru 4 íslendingar sem
stunda badminton í útlöndum og eru að reyna að komast í at-
vinnumennsku. Einn þeirra má segja að sé orðinn hálfatvinnu-
maður, Tómas Viborg. Til þess að ná árangri í badminton þarf að
sinna því, ferðast mikið og fara á mót erlendis.
Mestu framfarirnar eru hjá þeim sem eru erlendis núna að æfa
og keppa, en þeir stefna flestír á þátttöku í Olympíuleikunum í Sid-
ney. Við höfum reyndar um langt árabil haft tvo mjög góða bad-
mintonleikara sem hafa verið í nokkrum sérflokki, Brodda Krist-
jánsson og Arna Þór Hallgrímsson. Þeir hafa sýnt yfirburði á sínu
sviði hérlendis í liðlega 20 ár og sýnt mjög gott fordæmi. Að vísu
er nú Islandsmót framundan og blikur á lofti, yngri menn eiga nú
ef tíl vill möguleika vegna þeirra framfara sem orðið hafa,“ segir
Jafet. 53
34