Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 15
Gullauglýsing
fékk silfrið!
nón Snorri Snorrason, framkvæmda-
stjóri hjá Ölgerðinni Egill Skalla-
grímsson, tók á dögunum á móti
verðlaunum sem Ölgerðinni hlotnaðist í hinni
alþjóðlegu auglýsingasamkeppninni PLM
CanPaign Awards. Sænska íyrirtækið PLM
Beverage Can AB, einn helsti framleiðandi í
Evrópu á dósum fyrir bjór- og gosdrykki,
heldur keppnina árlega. Verðlaunin voru veitt
í Málmey í Svíþjóð. Ölgerðin varð í öðru sæti í
keppninni að þessu sinni — kom næst á eftir
Pripps Bryggerier í Svíþjóð sem hreppti fyrstu
verðlaunin. Auglýsingin þótti sýna á mjög
auðskiljanlegan hátt nýtt op á Egils Gull
bjórdósum. 33
Jón Snorri Snorrason, framkvœmdastjóri hjá
Ölgerðinni, tekurhérá móti auglýsingaverðlaun-
um Ölgerðarinnar úr höndum Lars Emilson,
forstjóra PLM.
Höfuðstöðvarnar með nýjan
svip. Opnað hefur verið á milli
jarðhœðar, þar sem afgreiðslan
er, og skrijstofurýmis á annarri
hæð.
Europay
fagnar
uropay ísland fagn-
aði nýuppgerðu hús-
næði sínu við
Armúlann fyrr í sumar. Björn
Líndal, stjórnarformaður
Europay Islands, lét svo
ummælt í móttöku með
starfsmönnum fyrirtækisins
að hin nýja hönnun hússins
endurspeglaði breytta tíma
og nýja stefnu sem fæli í sér
að opna fyrirtækið. 133
Ragnar Önundarson, forstjóri
Europay íslands, Björn Líndal
stjornarformaður og Hjördís Þór-
hallsdóttir, formaður starfs-
mannafélags fyrirtækisins.
Einar Ólafsson, hjá ASK Arkitektum við Skógar-
hlíð, til hægri, heilsar hér Kristjáni Davíðssyni list-
tnálara — en verk eftir Kristján prýðir afgreiðslusal
Europay íslands. FV-myndir: Kristján Maack.
Gunnar
til ACM
unnar Helgi
Hálfdanarson,
framkvæmda-
stjóri sjóðasviðs Lands-
banka íslands og for-
stjóri Landsbréfa sL tíu
ár, hefur ákveðið að
ganga til liðs við ACM
International sem fram-
kvæmdastjóri viðskipta-
þróunarstarfs á Norður-
löndunum. Gunnar
verður með aðsetur hér
á landi. Hann hóf störf
hjá ACM hinn 1.
september sl. en ACM
International hefur
verið samstarfsaðili
Landsbankans til
margra ára.
ACM stendur fyrir
Úr kveðjuhófi Gunnars Helga. Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður heilsar hér Sigurði Atla Jónssyni, viðtak-
andi forstjóra Landsbréfa. Gunnar Helgi og Halldór Jón
Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, fylgjast með.
Alliance Capital Mana-
gement sem er með
höfuðstöðvar í New
York. ACM Interna-
tional er dótturfyrirtæki
þess. Alliance Capital
aðstoðar ijárfesta um
heim allan við að ná
fjárfestingarmark-
miðum sínum og er eitt
af stærstu verðbréfa-
sjóðafyrirtækjum
veraldar; það er með 240
verðbréfasjóði. Auk
þess stýrir Alliance eftir-
launasparnaði fyrir 29 af
100 bandarískum fyrir-
tækjum Fortune listans,
almennum lífeyrissjóð-
um í 32 ríkjum Banda-
ríkjanna og lífeyrissjóð-
um fyrir sum stærstu
eftirlaunasamtök laun-
þega í Bandaríkjunum.33
15