Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 16

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 16
Hallur Magnússon, yfirmaður gœða- og markaðsmála hjá Ibúða- lánasjóði. Fv-mynd: Geir Olafsson 40 ára og því nauðsynlegt að undirbúa íbúðakaupin vel. I hinni breyttu leið fer ráðgjöfin fram áður en fasteignar er leit- að í stað þess að ráðgjöf fari fram eftir að kauptilboð er gert. Því er talið að fjármála- ráðgjöfin verði markvissari og verði raunverulegur grunnur ákvörðunar um íbúðakaup, en ekki formsatriði sem þarf að uppfylla til að standast greiðslumat vegna kauptil- boðs sem þegar hefur verið gert. Breytt leið að eigin húsnæði reytt leið að eigin húsnæði er yfirskrift breytinga á ferli um- sókna íbúðalána Ibúðalána- sjóðs sem tók gildi 20. ágúst. Hin breytta leið felst fyrst og fremst í því að nú hefst kaup- ferillinn með greiðslumati í banka þannig að fólk í íbúða- kaupahugleiðingum hefur strax í upphafi skýra vísbend- ingu um það hversu dýra íbúð mögulegt er að kaupa. Einnig hver möguleg hámarks- greiðslubyrði af lánum vegna íbúðakaupanna er. „Með þessum breytingum er úr sögunni sú spenna sem myndaðist við afgreiðslu greiðslumats í fyrra kerfi þar sem kauptilboð haíði þegar verið gert þegar greiðslumat var unnið. Þrátt fyrir að fyrra kerfi gerði ráð fyrir því að kaupferillinn hefðist með þvi að kaupendur gerðu bráða- birgðagreiðslumat þá var raunin sú að allt of margir slepptu því mikilvæga skrefi og höiðu því ekki ígrundað hver raunveruleg kaupgeta þeirra var þegar gengið var til íbúðakaupa. Þvi voru í mörg- um tilfellum gerð kauptilboð sem byggðust á óraunhæfum hugmynðum kaupenda um eigin greiðslugetu. I greiðslu- mati kom þá i ljós að kaupend- ur höfðu ekki bolmagn til íbúðakaupanna, íbúðalán fengust ekki afgreidd og kaup- in gengu því til baka,“ Þannig lýsir Hallur Magn- ússon, yfirmaður gæða- og markaðsmála hjá Ibúðalána- sjóði, þeim breytingum sem sjóðurinn hefur hrint í fram- kvæmd. Fjárhagsleg ráðgjöf tengd greiðslumati I tengslum við greiðslumat er lögð rík áhersla á íjárhagslega ráðgjöf þannig að kaupendur séu meðvitaðir um þær Ijár- hagslegu skuldbindingar sem fylgja íbúðakaupum og hvaða áhrif þessar skuldbindingar hafa. Hafa ber í huga að um er að ræða fjárfestingu til allt að Ekki eru gerðar grundvallar- breytingar á greiðslumati að öðru leyti en því að nú er greiðslumat ekki eignatengt, heldur sýnir niðurstaða greiðslumatsins hámarksverð íbúðar sem umsækjandi hefur bolmagn til að kaupa. Sam- hliða kemur fram hver er talin geta verið hámarks greiðslu- byrði af íbúðalánum. Skjalfest niðurstaða greiðslumats Þegar greiðslumat hefur verið unnið í banka eða spari- sjóði fær væntanlegur íbúða- kaupandi í hendur skjal þar sem niðurstaða greiðslumats er staðfest. Skjalið er undirrit- að af starfsmanni banka eða sparisjóðs og umsækjendum. Með undirskriftinni er stað- fest að greiðslumatið sé byggt á tilskyldum forsendum og að fjármálaráðgjöf hafi farið fram samhliða greiðslumatinu. A skjalinu kemur fram há- marks kaupverð íbúðar og mánaðarleg hámarksgreiðslu- ■■■■■■■ FRÉTTIR geta umsækjandans miðað við ákveðið lágmarksfjárframlag kaupandans. Skjal þetta mun síðan fylgja umsókn um íbúðalán til Ibúða- lánasjóðs sem einungis af- greiðir íbúðalán ef kauptilboð er innan þeirra flárhagslegu marka sem fram koma í greiðslumatinu. Greiðslumat i banka - nauðsynleg fylgigögn En hver eru þau fylgigögn sem nauðsynleg eru til að fá greiðslumat? í fyrsta lagi er um að ræða aírit af síðustu skattaskýrslu, staðfest af skattayfirvöldum eða löggiltum enðurskoð- anda. Þá skal fylgja afrit af launaseðlum síðustu þriggja mánaða ásamt staðfestingu á föstumbótum. Afrit af síðustu greiðslukvittunum allra lána sem umsækjandi greiðir af skal fylgja og einnig staðfest lánsloforð annarra aðila en Ibúðalánasjóðs, ef gert er ráð fyrir að Ijármagna íbúðakaup- in með slíkum lánum. Gögn um eigið fé þurfa að liggja fyrir. Um er að ræða upplýsingar um áætlað sölu- verð íbúðar í eigu umsækj- anda, yfirlit frá ijármálafyrir- tæki um spariijáreign umsækj- anda, upplýsingar um áætlað söluverðmæti verðbréfa sem skráð eru á verðbréfaþingi eða í kauphöll, staðfesting lög- gilts bifreiðasala á söluverði bifreiðar sem nota á til ijár- mögnunar við íbúðarkaup. Ef skyldmenni eða aðrir aðilar hyggjast veita umsækj- enda styrk eða lán skal skrif- leg yfirlýsing um slíkt liggja fyrir. 33 „Elegant“ hádegisverður Fundir, móttökur og veisluþjónusta. Sími: 551 0100 Fax: 551 0035 Jómfrúin v smurbrauðsveitingahús • Lækjargata 4 Jakob Jakobsson smprrebrpdsjomfru alh, lga ATH! Leigjum út salinn fyrir fundi og einkasamkvæmi eftir kl. 18.00. 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.