Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.07.1999, Blaðsíða 18
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Sam- herja. Bjarni Armannsson, forstjóri FBA, á aðal- fundi bankans sl. vetur. Þá óraði fáa fyrir því að slíkur farsi yrði um bankann síðar á árinu og komið hefur á daginn. FBA skilaði 974 milljóna króna hagnaði fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins. J ítarleg frásögn afFBA-málinu og því sem þargeröist á bak viö tjöldin. Reiöi aödragandi sölunnar til Orcunnar S.A. sögö í rcan S.A., félag íjórmenninganna, Jóns Ólafssonar, Eyj- ólfs Sveinssonar, Jóns Asgeirs Jóhannessonar og Þor- steins Más Baldvinssonar, sem keypti hlut Scandinavian Holding í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, FBA, og á núna um 30%, í bankanum hefur manna á milli verið nefnd Háhyrningurinn, enda kvað Orca á latnesku merkja háhyrningur. Háhyrningur er á margan hátt skemmtilegt nafn — ekki síst þegar blokkirnar tvær í viðskiptalífinu eru nefndar Kolkrabbi og Smokkfiskur. Darraða- dansinn í kjölfar kaupa Orcunnar S.A og heiftarleg reiði forsætis- ráðherra, Davíðs Oddssonar, í garð Kaupþings og sparisjóðanna hefúr hins vegar orðið til þess að ýmsir nefna Orcuna núna Marglyttuna. Marglytta er að vísu gegnsæ, nokkuð sem Orcan S.A var ekki þegar hún kom fram á sjónarsviðið, en marglytta brennir ef komið er við hana. Enda velta ýmsir því núna fýrir sér hvort sparisjóðirnir og Kaupþing hafi brennt sig á að selja Orcunni SA hlut sinn í FBA því forsætisráðherra kann að hafa skaðað hinn ágæta og trausta orðstír Kaupþings með óvægnum yfirlýsingum í garð fyrirstækisins. Reiði Davíðs er mikil og hann hefúr tekið málið í sínar hendur. Hann ræður ferðinni núna þótt sala bankans heyri að form- inu til undir Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra sem er fagráðherra í bankamálum. Og flestir eru á því að á bak við tjöldin sé tilboð á teikni- borðinu í 51% hlut ríkisins í bankanum og að hann verði seldur í einkasölu. Það tilboð sé bomban sem falli í málinu á næstunni. Með öðrum orðum; Davíð hefur boðið upp í dans og það eru ör- ugglega einhverjir íjárfestar sem vilja dansa. IVleö stærstu hlutabréfaviðskiptum Varla hefur nokkurt mál fengið eins mikla umijöllun í langan tíma og kaup Orcunnar SA á hlutnum í FBA I fljótu bragði virðist sem um tiltölulega saklaust mál sé að ræða; eigandi hlutabréfa í bankanum selur bréf sín! Og hvað með það? Má hann ekki selja hverjum sem er á hvaða verði sem er án þess að öðrum komi það við? Að sjálfsögðu!! Varla er hægt að gera athugasemdir við það. Að þessari sölu, sem felur í sér ein stærstu einstöku hlutabréfaviðskipti á Islandi, eða upp á rúma 5 milljarða króna, er þó talsverður aðdragandi. Stærstu hlutabréfaviðskipti á íslandi urðu í fyrrasumar þegar Hagkaups- fjöldskyldan, með Sigurð Gísla Pálmason í fararbroddi, seldi versl- anir Hagkaups og Nýkaups. FBA og Kaupþing stóðu saman að þeim viðskiptum ásamt þeim Bónusfeðgum og úr varð samsteyp- an Baugur sem rekur núna m.a. Bónus, Hag- kaup, Nýkaup og 10-11. Bónusferðgarnir, Jó- hannes Jónsson og sonur hans, Jón Asgeir, for- stjóri Baugs, eiga rúman ljórðung í Baugi og eru helstu eigendur fyrirtækisins, svonefndir TEXTI: Jón G. Hauksson NIYNDIR: Geir Ólafsson 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.