Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 25

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 25
„Mér fannst forsætisráðherra gera ofmikið mál úr þessari sölu hlutabréfanna í FBA. “ FV-myndir: Geir Ólafsson. símafyrirtæki? Það er afar óheppilegt að hafa takmarkanir á eignarhaldi og mjög erfitt er að setja reglur sem myndu ná full- komlega sínum tilgangi. Takmarkanir á eignarhaldi geta rýrt eign þeirra sem þeg- ar eiga í fyrirtækinu, auk þess sem ótal leiðir eru til að fara í kringum slíkar reglur. A Islandi gilda takmarkanir um eignar- hald útlendinga á hlutabréfum í sjávarút- vegsfyrirtækjum sem eiga kvóta. Islend- ingar hafa keypt sjávarútvegsfyrirtæki í Noregi, Færeyjum, Skotlandi og Þýska- landi, þar gilda engar takmarkanir. Það er hálf vandræðalegt að svara þegar aðilar frá þessum löndum spyrjast fyrir um hlutabréf í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Tak- mörkun á eignarhaldi útlendinga í sjávar- útvegsfyrirtækjum verður að linna. Það er verðugt verkefni stjórnvalda að leggja fram lagafrumvarp um þetta efni við fyrsta tæki- færi. Hlutabréfamarkaðurinn stækkar stöðugt Það starfsumhverfi sem ríkisstjórnin og ytri aðstæður hafa búið fyrirtækjum hefur verið mjög hagstætt. Milliuppgjör flestra Kaupréttur á hlutabréfum Víða erlendis tíðkast að stjórnendum og helstu starfsmönnum sé boðinn kaupréttur á hlutabréfum, þetta er hluti af þeirra kjörum. fyrirtækja sýna mjög góðan hagnað og sums staðar töluvert umfram það sem spáð haföi verið. Þessari góðu afkomu fyr- irtækja ber að fagna. Aukinn hagnaður hvetur til aukins áhuga Jjárfesta á hluta- bréfum. Hlutabréfamarkaðurinn stækkar stöðugt og ný fyrirtæki hafa komið inn á markaðinn. Loksins sjáum við hilla undir að Jjölmiðlafyrirtæki komi á markaðinn. A komandi vetri verður tilkynnt hvernig rík- isstjórnin ætlar að standa að sölunni á hlutabréfum í Landssímanum hf.. Það er fyrirtæki með mörg tækifæri og ætti að fara eins fljótt á markað og hægt er vegna þeirra gjörbreyttu samkeppni sem það stendur frammi fyrir. Þeim Ijölgar stöðugt sem leggja hluta af sparnaði sínum í kaup á hlulabréfum og hafa aflað sér góðrar þekkingar á markaðn- um. Það eru ekki lengur bara stofnanaijár- festar sem hafa áhrif á þennan markað. Hinn almenni Jjárfestir kemur til með að hafa aukin áhrif og jafnframt veita þeim að- ilum aðhald sem stýra fyrirtækjum sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. Kaupréttur á hlutabréfum Víða erlendis tíðkast að stjórnendum og helstu starfs- mönnum sé boðinn kaupréttur á hlutabréf- um, þetta er hluti af þeirra kjörum. Hér á landi er þetta afar sjaldgæft. Sjálfsagt gera fjárfestar sér grein fyrir því að fyrirtæki er lítils megnugt án góðs stjórnanda og starfsfólks. Það er því hagsmunamál hlut- hafa að þessir aðilar standi sig sem best og góð leið til þess er að bjóða þeim kauprétt á hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki. Með því verður það kappsmál starfsmanna að auka verðgildi bréfanna til að bæta sín kjör um leið og þeir auka hlut hluthafanna. Eg spái því að við eigum eftir að sjá það færast í vöxt að íslensk íyrirtæki Jjárfesti í eigin hlutabréfum á markaðnum til að gefa starfsfólki sínu kost á því að kaupa þessi bréf. 33 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.