Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 33
FASTEIGNIR
Félags fasteignasala í samtali við Fijálsa
verslun.
„Hitt er svo annað mál að ég tel að hér
sé fyrst og fremst um ákveðna aðlögun eða
verðleiðréttingu að ræða ffekar en beinlín-
is verðhækkun. Verð á fasteignum var í
sögulegu lágmarki og á tímabilinu frá 1990
til 1996 var hægt að sjá mörg dæmi um
eignir sem lækkuðu að krónutölu. Hér var
því um mikla raunlækkun að ræða og
miklu meiri en fólk áttar sig á.“
Guðrún segir að vinsælustu eignirnar
séu fasteignir á verðbilinu 6-15 milljónir
sem má segja að séu 3ja herbergja íbúðir
og upp í sérhæðir. Stærri fasteignir, þ.e.
mjög dýr einbýlishús eru, að sögn Guðrún-
ar, farnar að seljast hægar en fyrrihluta
ársins.
„Fyrir fáum árum þýddi ekkert að
bjóða mjög stór einbýlishús til sölu. Þau
tóku kipp í lok síðasta árs og hafa selst vel
en það er eins og eitthvað sé að hægja á
því.“ En telur Guðrún að verðið haldi áffam
að hækka?
„Það er klárt að fólksflutningar utan af
landi munu halda áffam og halda uppi eft-
irspurn. Þeirri þörf verður að mæta og
einnig fjölgar fermetrum á hvern íbúa sem
á sinn þátt í aukinni eftirspurn. Reykjavík
hefur dregist aftur úr og fjölgunin náð
meira tíl nágrannasveitarfélaganna eins og
allir sjá i Kópavogi. Ég held að við verðum
að gera ráð fyrir að þessi uppsveifla á fast-
eignamarkaði haldist eitthvað áfram.
Aukin lánafyrirgreiðsla á einnig ríkan
þátt í þessari eftírspurn því að lengri láns-
tími hefur gert fleirum kleift að eignast
þak yfir höfuðið."
Guðrún sagði að margir teldu að hægt
væri að hækka hvaða húsnæði sem væri
um 20% en í sumum tílvikum yrðu seljend-
ur af slá af kröfum sínum. „Flestar eignir
staldra stutt við. Fasteignakálfur Morgun-
blaðsins, sem kemur út á þriðjudögum, er
prentaður á fimmtudegi og er oft orðinn
úreltur þegar hann kemur út því það er
búið að selja meiripartinn af því sem þar er
auglýst tíl sölu.“
Guðrún starfar hjá Húsakaupum og
hefur tekið við embætti formanns í félag-
inu af Jóni Guðmundssyni sem hafði gegnt
því um árabil. SH
Guðrún Arnadóttir, nýkjörinn formaður Fé-
lags fasteignasala, telurað ekki sé um mikla
raunhækkun húsnœðis að rœða heldur leið-
réttingu eftir áralanga kyrrstöðu.
eigin
húsnæði
Kynntu þér breyttan feril
lánsumsókna ibúðalána
íbúðalánasjóðs hjá bönkum,
sparisjóóum, fasteignasötum
eða á vefsíðu íbúðalánasjóðs,
www.ibudalanasjodur eða
www.greidslumat.is
íbúðalánasjóður veitir
húsnæðislán til:
- Notaðra ibúða
- íbúða f smíðum
- Nýbygginga og viðbygginga
einstaklinga
- Nýbygginga byggingaraðita
- Endurbóta og endurnýjunar
Ibúðalánasjóður
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík
Sími: 569 6900 - 800 6969 Fax: 569 6800
www.ibudalanasjodur.is
33