Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 34

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 34
FRÉTTASKÝRING uðmundur Kristjánsson, útgerð- armaður á Rifi, er orðinn langstærsti eigandi Básafells á ísafirði eftir að hann eignaðist nýlega um 40% hlutafjár í fyrirtækinu og munaði þar mestu um hlut Olíufélagsins sem hann keypti í einu lagi. Miðað við verð hlutabréfa í Básafelli eins o g það er um þessar mundir má segja að Guðmundur sé að veðja um 600 milljón- um króna á þennan vestfirska útgerðarrisa sem hefur verið fremur reikull í spori und- anfarin ár vegna þungrar skuldabyrði. hann gerði vart við sig hafði hann keypt um 5% hlut í Básafelli af Gunnvöru hf. á ísafirði. Óseldu bréfin, sem hann upphaf- lega sóttist eftir, voru síðar seld Iifeyris- sjóði Vestfirðinga. Það kom mörgum verulega á óvart þeg- ar Olíufélagið hf. síðan seldi Guðmundi 24% hlut sinn og hann varð stærsti einstaki hlut- hafinn með um 30% hlut. Síðan hefur hann keypt 10% til viðbótar og á núna 40% hlut. Hvaða Guðmundur? En hver er þessi Guðmundur. Því er tíl að svara að hann er Tjalds II sem voru meðal stærstu og glæsi- , legustu línuskipa í íslenska flotanum. Á síðasta ári var Fiskverkun Kristjáns Guðmundssonar á Rifi skipt upp í þijú fyr- irtæki. Eitt annast vinnsluna vestur í Rifi, annað sér um útgerðina og hið þriðja er eignarhaldsfélag. Guðmundur hefur séð um útgerðina og eignarhaldsfélagið en Hjálmar, bróðir hans, stýrir vinnslunni vestur í Rifi. Hefur þú Séð Guðmund? Það var spenna í loftínu á Hótel ísafirði fimmtudaginn 12. Guömundur Kristjánsson, útgerdarmadur á Rifi, leggur 600 milljónir króna undir þennan vestfirska útgeróarrisa sem býr viö þunga skuldabyröi! Frjáls verslun var , tæplega fertugur athafnamaður, fæddur árið 1960. Hann er sonur Kristjáns Guð- mundssonar, útgerðarmanns og fisk- verkanda í Rifi á Snæfellsnesi. Guðmundur lærði útgerðartækni í Tækniskólanum og lauk því námi 1983. Síðan hélt hann vestur um haf til Bandaríkjanna og lærði við- Fwirtœkið sem allt snýst um fyrirtækja en hefur átt í erfiðMum. , Básafell, er orðið til úr sameiningu margra Fyrsta tilraunin mistókst Þessi kaup Guðmundar á hlutafé í Básafelli áttu sér nokkurn og sérstæðan aðdraganda. Skömmu fyrir kosningar í vor barst stjórn Básafells tilboð frá Guðmundi í óseld hlutabréf sem lágu inni hjá félaginu. Stjórn félagsins hafnaði því að selja honum bréf- in. Einn stjórnarmanna greiddi því þó atkvæði en það var Gunnar Hjaltalín endurskoðandi, sem á síðasta aðalfundi tók sætí í stjórn félagsins sem fulltrúi Flateyringa, nánar til- tekið Einars Odds Kristjáns- sonar og Hinriks Kristjáns- sonar. Þessi afstaða Gunnars olli miklu ijaðrafoki fyrir vestan. Ýmsir andstæðingar Einars Odds í stjórnmálum héldu því fram að þetta sýndi að hann vildi selja Básafell úr héraði og lögðu þetta allt út á hinn versta veg. Því hefur þess vegna ver- ið haldið fram að þetta hafi átt sinn þátt í því að Guðjón Arn- ar Kristjánsson komst inn á þing fyrir Fijálslynda flokkinn en það segja aðrir að sé harla langsótt skýring. Hvað sem því líður þá gafst Guðmund- ur alls ekki upp við svo búið. Næst þegar skiptafræði í Salem í Massachusetts. Hann útskrifaðist 1986 og fór að starfa hjá fyrirtæki föður síns eftír heimkomuna. Helsta verkefni Guðmundar var að annast útgerð Tjalds og ágúst þegar hluthafar í Básafelli söfnuðust þar saman tíl hluthafafundar. Boðað hafði verið til fundarins að kröfu Guðmundar og eitt mál lá fyrir fundinum en það var að kjósa nýja stjórn í félaginu. Það hefði verið óhætt að kalla Fokkerinn sem flaug vestur þennan morgun Básafellsvél- ina því meirihluti farþega var að fljúga vestur gagngert til þess að mæta á fundinn. Þegar leið að boðuðum fundartíma fóru fundar- menn að tínast í salinn, flest- ir heilsuðu viðstöddum kunnuglega því uppistaðan í hluthafahópnum eru heima- menn, gamalvanir refir í þeim sviptingum sem oft hafa einkennt atvinnulífið á Vestijörðum hin síðari ár. Spurningin sem brann á vörum flestra var hinsveg- ar: Hvernig lítur hann út þessi Guðmundur? Hefur þú séð hann? Svarið var ávallt neitandi því enginn í hópi heimamanna virtíst þekkja þennan unga athafnamann sem virðist vera tílbú- inn til að leggja mikið fé í sölurnar til að koma Básafelli á lygnan sjó á ný. 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.