Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 35
TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson
MYNDIR: Geir Ólafsson
Það fór kliður um salinn þegar Guð-
mundur mættí á staðinn með sína menn í
þéttum hnapp í kringum sig. Stórlaxarnir
í föruneyti hans voru þeir Hjálmar Krist-
jánsson, bróðir hans, Gunnar Hjaltalín,
endurskoðandi úr Hafharfirði, og Sigur-
björn Magnússon, lögfræðingur hinna
nýju hluthafa, þekktur úr afskiptum sín-
Guðmundur Kristjánsson, sem hefur keypt 40% hlutafjár í Básafelli á ísafirði, er tceþlega fer-
tugur útgerðartœknir sem lærði viðskipta- og markaðsfrœði í Salem í Massachusetts.
viö kauþ sín í Básafelli,
á hluthafafundi Básafells!
um af stjórnmálum innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Fylking hinna nýju eigenda skipaði sér
tíl sætís öðrumegin í salnum þar sem flest-
ir höfðu sest hinumegin. Einu heimamenn-
irnir, sem settust hjá nýliðunum og virtust
vera hinir kumpánlegustu, voru Einar Odd-
ur Kristjánsson, „bjargvætturinn“ frá Flat-
eyri, og Hinrik Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Básafells á Flateyri. Fljótlega hættu
svo lykilmenn úr hópi heimamanna sér yfir
gólfið tíl að heilsa gestunum.
Pétur vill ekki semja Það dróst að fund-
urinn gæti byrjað því komið hafði fram
krafa um hlutfallskosningu frá Pétri Sig-
urðssyni, verkalýðsforkólfi á ísafirði. Hann
var þarna mættur með umboð fýrir rúm
10% hlutafjár þar sem hann er bæði stjórn-
arformaður Lífeyrissjóðs Vestfjarða og for-
maður Verkalýðsfélagsins Baldurs sem
bæði eiga hlut. Pétur lét ekki við það sitja
að krefjast hlutfallskosningar heldur stakk
upp á sjálfum sér tíl stjórnarsetu. Fulltrúi
ísafjarðarbæjar, Guðni Jóhannesson, fram-
sóknarmaður, sem mættur var á staðinn til
þess að gæta hagsmuna bæjarins sem á
um 7% hlutafjár, lagði tíl að Andri Árnason,
lögfræðingur bæjarins, yrði kosinn í stjórn.
Vitað var að hinir nýju eigendur vildu fá
þrjá menn af fimm í stjórnina, Flateyringar
Guðmundur mætir á sinn fyrsta hluthafafund í Básafelli. Honum á vinstri hönd er Hjálmar,
bróðir hans, og honum á hægri hönd Sigurbjörn Magnússon lögfrœðingur.
Engin miskunn
„Það er ekkert að semja um,“ sagði Pétur og var harður á svipinn eins og
verkfallsvörður á hafnarbakka.
35