Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 37

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 37
smiðju á Isafirði. Þar rak fyrirtækið til skamms tíma tvær rækjuverksmiðjur en annarri þeirra hefur verið lokað og tækin seld. Hin er mjög öflug og hefur verið ijár- fest mikið í tækjum og endurbótum á henni. Svanur vill landvinnsluna Svanur Guð- mundsson, núverandi framkvæmdastjóri, hefur látíð svo ummælt að helsta ráðið tíl bjargar fyrirtækinu sé að draga úr sjófryst- ingu og leggja aukna áherslu á land- vinnslu. Iiður í þessari stefnu var salan á Sléttanesinu. Verð á rækju hefur verið fremur lágt undanfarið og erfiðlega gengið að veiða hana að auki. Hinsvegar er rækju- veiði í miklum uppgangi við Nýfundnaland en þar á Básafell hlut í nýrri og stórri rækjuverksmiðju ásamt Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Þessi hlutur, ásamt sildarkvóta í eigu Básafells, er meðal þess sem er til sölu. Heimamenn hafa áhyggjur Það var auð- heyrt á heimamönnum að þeir höfðu nokkrar áhyggjur af framtíð fyrirtækisins nú þegar stjórn þess er alfarið farin úr þeirra höndum. Segja má að þeir telji tvo kosti vera í stöðunni. Annar þeirra er sá að standa við yfirlýs- ingar um að efla fyrirtækið í núverandi mynd og byggja upp öfluga landvinnslu. Segja má að aukinn rækjukvótí, sem Bása- fell eignaðist í skiptum fyrir Sléttanesið, bendi tíl þess að slíkt sé einmitt ætlunin. Heimildarmenn innan fyrirtækisins stað- hæfa að landvinnslan á Flateyri og Suður- eyri skili mjög góðum hagnaði um þessar mundir og því einsýnt að efla hana. Svartsýnismenn í hópi heimamanna telja hinsvegar líklegt að nýir eigendur ætli að liða fyrirtækið í sundur, selja allt sem hægt sé að selja og hagnast þannig á þess- um viðskiptum um hundruð milljóna. Þessir svartsýnismenn fullyrða að búið sé að semja við Einar Odd Kristjánsson og Hinrik Kristjánsson á Flateyri um að kaupa saltfiskvinnslu Básafells á Flateyri. Allri vinnslu á Suðureyri verði einfaldlega hætt og skipin Orri og Skutull seld með eða án kvóta til hæstbjóðanda. Rækjukvótinn og rækjuverksmiðjan á Isafirði verði seld hópi heimamanna þar sem bræðurnir Halldór, Eggert og Pétur Jónssynir fara fremstír í flokki. Frá því Básafell var stofnað árið 1992 hefur það verið sameinað fiölda smærri og stærri fyrirtækja í sjávarútvegi á Vestfiörð- um. Sameiningar hafa verulega sett svip Gunnar og Einar Oddur Kristjánsson þekkjast vel því Gunnar hejiir setið t stjórn Básafetts síð- astliðið ár og verið endurskoðandi fyrirtœkja á Flateyri árum saman. sinn á sjávarútveg undanfarin ár og fiöl- mörg fyrirtæki runnið saman en slíkar blokkir hafa víðast hvar annars staðar stækkað og þeim vaxið fiskur um hrygg. Ef það verður ofan á að sundra Básafelli á ný væri því verið að ganga gegn þeirri þró- un sem orðið hefur annars staðar. I þessu sambandi mætti benda á tíl hvaða ráða hefur verið gripið til að hag- ræða málum á Húsavík þar sem Fiskiðju- samlagið hefur verið i kröggum. Skip og dótturfyrirtæki hafa verið seld og nýtt dótt- urfyrirtæki stofnað um rækjuvinnsluna að hluta sem FH á þó stóran hlut í. Þeir sem telja ólíklegt að af slíkri upp- stokkun verði hjá Básafelli benda meðal annars á að þótt Sléttanesið hafi verið selt sé um 3.000 þorskígilda kvótí eftír í eigu fyrirtækisins sem önnur skip getí auðveld- lega veitt og nýtist auk þess í viðskiptum við smærri útgerðir sem Básafell vill kaupa hráefni af. Þótt rækjutogarinn Skutull sé ef til vill auðveld söluvara þá er ekki eins einfalt og að selja Sléttanesið því Básafell er með Skutul á kaupleigu frá eignarhaldsfyrir- tækinu Kistu sem er í eigu Básafells og fiármögnunarfyrirtækja. Uppstokkun víðar á Vestfjörðum Básafell er ekki eina sjávarútvegsfyrirtækið á Vest- fiörðum þar sem aðilar utan fiórðungsins eru að hasla sér völl. Gunnvör, útgerðar- fyrirtæki sem hefur gert út frystitogarann Júlíus Geirmundsson og á íshúsfélag ís- firðinga, er á barmi mikilla breytínga. í sumar keypti íslandsbanki 2/3 hlutafiár í fyrirtækinu en um þessar mundir er verið að sameina fyrirtækið Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal sem áður hafði runnið saman við Frosta í Súðavík. íslandsbanki keypti einnig umtalsverðan hlut í Hraðfrystíhús- inu og má því segja að bankinn haldi um stjórnartaumana í sameiningarferlinu. Með kaupunum á hlutafénu í Gunnvöru var verið að borga út Þórð Júlíussson og af- Hvaða Guðmundur? En hver er þessi Guðmundur. Því er til að svara að hann er tæplega fertugur athafnamaður, fæddur árið 1960. Hann er sonur Kristjáns Guðmundssonar, útgerðarmanns og fiskverkanda í Rifi á Snæfellsnesi. Guðmundur lærði útgerðartækni í Tækniskólanum og lauk því námi 1983. Síðan hélt hann vestur um haf til Bandaríkjanna og lærði viðskiptafræði í Salem í Massachusetts. Hann útskrifaðist 1986 og fór að starfa hjá fyrirtæki föður síns eftir heimkomuna. Hver á að leggja fé í atvinnulífið? Umtalsvert fjármagn hefur undanfarin ár losnað úr sjávarútvegi á Vestfjörðum og í flestum tilvikum runnið til aðila sem flestir eru heimamenn, búsettir vestra. Enginn þeirra sem hér eru nefndir hefur enn sem komið er séð ástæðu til þess að fjárfesta í vestfirskum sjávarútvegi. Af því mætti draga þá ályktun að fjárfestum í röðum heimamanna þyki það ekki vænlegur kostur að styrkja atvinnulífið á heimavelli. 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.