Frjáls verslun - 01.07.1999, Qupperneq 40
Eggert Magnússon ásamt eiginkonu sinni, Guðlaugu Nönnu Óla/sdóttur, í vinnslusalnum. Frón hefur um 35% markaðshlutdeild á kexmark-
aðnum.
Frón tók áhættu sem gekk upp
„Töldum áhœttuna vegna nýju umbúðanna ásættanlega. Dæmið hefurgengið upp ogsalan hefur
aukist verulega í kjölfarið, “ segir Eggert Magnússon, framkvæmdastjóri Frónar.
exverksmiðjan Frón hefur geng-
ist undir miklar skipulagsbreyt-
ingar að undanförnu og í fram-
haldi af þeim voru umbúðir fyrir nokkrar
tegundir af kexi hannaðar að nýju. Nú er
súkkulaði Marie, Cafe Noir, Petit Beurre,
súkkulaði Pólo, Kremkex og svo nýja
súkkulaðikexið, Smellur, í fallegum nýjum
umbúðum. Auglýsingastofan Gott fólk
hannaði nýju umbúðirnar, en hún sér um
auglýsingar iyrir Frón.
- En hvers vegna að kúvenda umbúð-
unum, var ekki allt í lagi með þær gömlu
sem allir þekktu?
„Við vorum búin að vera lengi með
sömu umbúðir og það er ákveðin áhætta
að skipta um. En við töldum þá áhættu
vera ásættanlega og í kjölfar breytinganna
fórum við í að auglýsa nýtt útlit. Þetta hef-
ur gengið mjög vel og salan aukist veru-
lega í kjölfarið,“ segir Eggert Magnússon,
framkvæmdastjóri kexverksmiðjunnar
Frónar.
Kremkexið í bakka „Við lögðum mikla
vinnu í þessar útlitsbreytingar ásamt hug-
myndasmiðum Góðs fólks og breyttum
reyndar ekki bara útlitinu heldur létum t.d.
kremkexið í bakka til að koma í veg fyrir
að það brotnaði í meðförum. Ymsar aðrar
breytingar hafa verið gerðar og ein þeirra
er hönnun kasanna sem kexið er ílutt í og
stillt er upp í sumum stórmörkuðunum.
Sælgæti
Kexið verður sífellt fallegra og þynnra
og meira í ætt við sælgæti.
Aukið úrval
Þeir sem komnir eru yfir þrítugt muna
sjálfsagt eftir miðdegiskaffi eða
kvöldkaffi þar sem boðið var upp á
mjólkurkex, kremkex og mjólk. Núna
framleiðir Frón um 40 tegundir af kexi
í harðri samkeppni við Kexsmiðjuna
sem og erlenda framleiðendur.
Þessir kassar eru þannig að þeir staflast
vel upp og auðvelt er að rífa þá upp og opna
þá — og þar með er kassinn orðinn ígildi
hillu, enda hægt að selja vöruna beint úr
honum. Þetta er til mikilla þæginda fyrir
starfsfólk stórmarkaða,“ segir Eggert og
sýnir okkur muninn á gömlu og nýju um-
búðunum, bæði á kexpökkunum og köss-
unum. Það verður að viðurkennast að
hann er talsverður og gömlu umbúðirnar
að öllu leyti hógværari og sjást síður en
hinar nýju.
Ný kynslóð „Við stundum stífa markaðs-
sókn og höfum með kynslóðaskiptingunni
í fyrirtækinu fengið til liðs við okkur unga
markaðsfræðinga með nýjar hugmyndir.
En okkar samkeppnisaðili er innflutning-
urinn og þar eru sóknarfærin mest. Sölu-
menn okkar fara í verslanir og gæta þess
að varan sé til og láta vita aí nýjungum. Og
þótt fólk sé nokkuð íhaldssamt á kexið
sem það borðar — og kaupi auðvitað mik-
ið af erlendu kexi líka — hefur markaðs-
40
i