Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 41

Frjáls verslun - 01.07.1999, Side 41
Frónkex í nýjum umbúðum. hlutdeild okkar vaxið og er hún núna um 35%. Nýja kexið, Svalakex, sem er í tveim bragðtegundum, vísar beint í ávaxtadrykk- inn Svala og eru umbúðirnar í stil við drykkinn. Þetta hjálpar kexinu auðvitað, því Svalinn er landsþekktur og svo hófum við framleiðslu á nýju, grófu matarkexi íyr- ir nokkru, en það er ætlað þeim sem vilja gamla, góða kexið með aukinni hollustu. Annars hafa aug- lýsingar okkar varð- andi matarkexið beinst helst að þeim sem misstu af mjólk- ur/krem- kexupp- eldinu og eru of ungir til að muna eftir því þegar fáar aðrar tegundir fengust í búðum. Svo er auðvitað stöðug tilraunastarfsemi í gangi hér því ævinlega verður að koma með eitthvað nýtt“ Kex eða sælgæti? „Hjá Frón eru á milli 35-50 starfsmenn að jafnaði, það fer eftir árstíðum,“ segir Eggert. „Við vinnum að jafnaði á tveim línum, en á háannatímum þurfa þær að vera þijár, til dæmis þegar við erum að byggja upp lager fyrir sumarfríin." Kexsmiðjan að festa sig í sessi abbi, hvort er betra, sælusnúður eða súkkulaðisnúður?" I sumar hafa glumið í eyrum útvarpshlust- enda leiknar auglýsingar frá Kexsmiðjunni þar sem ijölskylda nokkur er í aðalhlut- verki og þá einkum pabbinn sem hefur úr- slitavald í vandasömum málum er upp koma. Hann segir til um hvaða snúðar séu bestir og skilur vel að sonurinn skuli láta freistast af „Freistingunum” þegar hann liggur yfir Netinu á nóttunni. Þeir Björn Westergren og Armann Guðmundson, hugmyndasmiðir Hugtaka, eiga heiðurinn af auglýsingunum í samvinnu við þá félaga hjá Kexsmiðjunni. Kexsmiðjan er ekki gamalt fyrirtæki. Það varð til fyrir þremur árum er þeir Jó- hann Oddgeirsson, Eyþór Jósepsson og Daníel Unnsteinn Árnason seldu prent- smiðjuna POB og höfðu þar með laust fjár- magn. Þeir voru sammála um að nota pen- ingana í rekstur íremur en að setja þá í hlutabréf og úr varð að stofnsetja kex- og kökugerð. „Við keyptum öll tæki sem til þurfti og Kexsmiðjan á Akureyri, tæplega 3ja ára fyrirtæki, hefur verið með nýstárlegar auglýsingar í sumar. Fyrirtækið leggur áherslu á kex, snúða og jólakökur! Útvarpsauglýsing frá Kexsmiðjunni Ninna: Þarna er stúlka með kexkynningu, fáðu að smakka. Eínar eldri: Er þetta ekki bara eitthvað út- lenskt kruðerí? Ninna: Nei, nei, þetta er íslenskt gæðakex frá Kexsmiðjunni. Einar eldri: Takk. Mmmm. Krakkar, sæk- ið slatta af svona Diggum. Og svona Freistingar. Og hendið þessu bannsetta beinakexi. Má ég fá í nesti? byijuðum á bakstri fyrir jólin 1996,“ segir Daníel Unnsteinn Arnason, framkvæmda- stjóri Kexsmiðjunnar. „Okkur þótti vanta Þótt mjólkurkexið sé stór hluti fram- leiðslunnar hefúr framleiðsla á súkkulaði- kexi af ýmsum gerðurn vaxið — og sífellt minnkar bilið á milli kex og sælgætis. Kex- ið verður sífellt fallegra og þynnra og meira í ætt við sælgæti. „Lengi vel fram- leiddum við súkkulaðið sem við notuðum á kexið. En nú kaupum við það allt frá Nóa Síríusi, enda er framleiðsluvara fyrirtækis- ins kex en ekki súkkulaði." Eggert segir fyrirtækið ávallt hafa verið heppið með starfsfólk. Hann hafi afhent fimm úr í fyrra, starfsfólki sem var þá búið að vera hjá fyrirtækinu í 2545 ár. Þetta geri það að verkum að starfsemin sé í góðu jafn- vægi og því auðveldara að beina fyrirtæk- inu þangað sem þörf sé á hveiju sinni. S!] Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. dH^Ofnasmiðjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.