Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 42

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 42
I I I 1 I i I 1 I I 1 Daníel Árnason, framkvœmdastjóri Kexsmiðjunar á Akureyri — og varaþingmaður Framsóknarflokksins á Norðurlandi eystra - segir fyrir- tækið dafna vonum framar og að hann sé sáttur við árangur þess. Kexið frá Kexsmiðjunni er í áberandi umbúð- um og hefur náð að festast í hugum fólks — nokkuð sem forráðamenn fyrirtækisins stefndu mjög markvisst að og fylgdu eftir með útvarþsauglýsingum. ferskan, íslenskan ffamleiðanda á markað- inn, en annars er helsti keppinauturinn auðvitað innflutt kex. Það er auðvitað erfið- ara að byggja svona upp lfá grunni en að kaupa til dæmis kexverksmiðju sem bygg- ir á traustum grunni. Það útheimtir mikla vinnu.“ Snúðarnir slá í gegn Daníel segir fólk venjast ákveðnum vörumerkjum og gjarn- an kaupa þau „svona af gömlum vana“ en hins vegar sé íslensk vara oft á tíðum bet- ur aðlöguð að íslenskum smekk. Það þurfi aðeins að sann- færa neytendur og það geti tek- ið tíma. „Við höfum verið með stöðuga vöru- þróun frá því að við byrjuðum að baka, og nú má segja að framleiðslunni sé skipt í þrennt; kex, snúða og jólakökur. Okkur hefur verið geysivel tekið og núna erum við að sjá ár- angur þeirrar vinnu sem við höfum lagt í fyrirtækið," segir Daníel. „Snúðarnir okk- ar hafa hitt vel í mark og ef einhver ein vörutegund getur flokkast undir að vera sigurvegari hjá fyrirtækinu, þá eru það snúðarnir. Hins vegar er kexið og smákök- urnar okkar, Freistingarnar, sífellt að sækja í sig veðrið og greinilegt að kaup- endur kunna vel að meta þessar vörur okk- ar.“ Nýstárlegar auglýsingar „Við vildum fyrst og fremst fá fólk til að prófa nýja kex- ið og kenna því að þekkja vörurnar í hillun- um — enda er fólk fremur íhaldssamt á kex,“ segir Armann Guðmundsson hjá auglýsingastofunni Hugtökum. .Astæðan fyrir því að við völdum útvarpið sem miðil var sú að útvarp er gjarnan í gangi á heim- ilum og vinnustöðum og því töldum við mestar líkur á að auglýsingarnar kæmust þar helst til skila. Og með því að hafa aug- lýsingarnar svona líflegar, búa til litla leik- þætti, fengjum við best viðbrögð. Það hef- ur gengið eftir og þessar auglýsingar hafa vakið athygli. Við erum mjög ánægðir með árangurinn og ætlum að halda áfram á þessari braut." Mikil kexsala á sumrin „Við tókum ákvörðun um það í vetur að leggja mikla áherslu á útvarpið í sumar, enda sumarið sterkur sölutími á kexi og mikil sala þá. Þetta hefur skilað sér dável og salan aukist verulega í kjölfarið. Til að ná fótfestu á þessum markaði verða framleiðendur að vera trúverðugir og geta staðið við sitt; kaupendur vilja einfaldlega fá stöðluð gæði og geta treyst því að fá það sem þeir panta. Þetta höfum við getað gert ágætlega." Daníel segir þá félaga mega vel við una með svo ungt fyrirtæki og að markaðshlut- deild Kexsmiðjunnar eigi eftir að aukast verulega. „Við ætlum að halda ótrauðir áfram að baka og þróa nýjar vörur til að mæta þörfum íslensks neyslusamfélags. Við erum búnir að stímpla okkur inn og erum komnir tíl að vera,“ segir Daníel. [0 42 j

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.