Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 49

Frjáls verslun - 01.07.1999, Síða 49
FJÁRMÁL Konum í flokki millistjórnenda á eflaust eftir að fjölga verulega í könnuninni á næstu árum. A meðal þeirra sem prýða listann yfir þekkta millistjórnendur í könn- uninni eru þær Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skelj- ungs, Brynja Halldórsdóttir, ijármálastjóri BYKO, Hjördís Asberg, forstöðumaður starfsþróunardeildar Eimskips, Hjördís E. Harðardóttir, framkvæmdastjóri stjórnun- arsviðs VIS, Þórunn Pálsdóttir, fjármála- stjóri Istaks, og Sigríður Olgeirsdóttir, for- stöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals og verðandi framkvæmdastjóri Tæknivals í Danmörku. Meðaltekjur þeirra voru ívið hærri en meðaltekjur hópsins — en milli- stjórnendur höfðu að jafnaði um 484 þús- und kr. á mánuði í fyrra. Bankaheimurinn karlaveldi Áður hefur verið vakin athygli á því í Frjálsri verslun hve fáar konur eru i æðstu störfum í bankaheiminum. Hins vegar gegna býsna margar konur störfum sem útibússtjórar, sérfræðingar og millistjórnendur. I fjár- málaheiminum hefúr mörg undanfarin ár borið mest á Brynhildi Sverrisdóttur, trarn- kvæmdastjóra Fjárvangs, og Vilborgu Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóra VIB — og svo er enn í þessari könnun. Út frá könnuninni er varla hægt að merkja að tekjur kvenna séu lægri en karla fýrir sömu störf; nokkuð sem almennt er þó talið tíðkast. Sennilega liggur munurinn frekar í því að konur eigi erfiðara með að komast í æðstu stjórnunarstöðurnar; hreppa hnossin. Þannig voru meðaltekjur Lilju Hrannar Hauksdóttur, Rannveigar stu! kvenna í atvinnulífinu hafa hœkkad um 100 þús. múrinn! Rist, Rakelar Olsen og Hildar Petersen nokkuð umfram meðaltekjur hópsins sem þær eru flokkaðar í, stjórnendur í fyrir- tækjum, en hann var með meðaltekjur upp á 686 þús- und á mánuði og í honum voru alls 152 stjórnendur. Þess ber þó að geta að Lilja Hrönn og Rakel eru helstu eigendur fyrir- tækja sinna og þá á Hild- ur drjúgan hlut í Hans Petersen. Raunar er það sama uppi á teningnum hjá Guðrúnu Lárusdótt- ur, Stálskipum, Svövu Jo- hansen í Sautján, og Þóru Guðmunsdóttur í Atlanta; allar eru þær — ásamt mökum — eig- endur að fyrirtækjun- um sem við þær eru kennd. Sú spurning vaknar því hvort leið kvenna tíl frekari áhrifa í viðskiptalífinu sé ekki einmitt að stofna sín eigin fyrirtæki eða vera virkari við stjórn- un þeirra fyrirtækja sem þær eiga með mökum sínum. Ekki má heldur horfa fram hjá því að margar konur hafa í áranna rás rekið eigin lítíl fýrirtæki á sviði verslunar og þjónustu, t.d. hársnyrtí- stofúr. Á undanförnum árum hefur þeim konum raunar Ijölgað mjög sem hafa lagt fé undir og keypt eða stofnað lítíl íyrirtæki þótt sá rekstur hafi kannski ekki verið áberandi í fjölmiðlum. Sömuleiðis eru kon- ur að verða meira áberandi sem meðeig- endur í sérfræðifýrirtækjum, eins og á sviði lögfræði, endurskoðunar og arkitekt- úrs, svo fátt sé nefnt. Forstjóralaun; 686 þús. á mánuði Víkj- um að tekjukönnuninni almennt. Ein meg- inniðurstaða hennar er sú að tekjur 152 þekktra forstjóra og framkvæmdastjóra voru að jafiiaði 686 þúsund kr. á mánuði á síðasta ári en voru 630 þúsund kr. árið áður. (Sömu einstaklingar bæði árin.) Þetta er hækkun upp á um 56 þúsund kr. á mánuði — eða um 8,8%. Á sama tí'ma hækkaði launavísitalan örlítið minna, eða um 9,4%. Raunar hefúr það sýnt sig mörg undanfarin ár að sterk fylgni er á milli hækkana á tekjum stjórnenda og launavísi- tölunnar; þ.e. almennra launahækkana í þjóðfélaginu. Þetta er á vissan hátt athygl- £2*522: Tehjur millistjórnenda Undir 300 þús. 300-400 þús. 400-500 þús. 500-600 þús. 600-700 þús. Yfir 700 þús. Tekjudreifingin hjá einum athyglisverðasta liópnum í könnuninni; millistjórnendum. Meðaltekjur þeirra, 170 í úrtakinu, eru óðum að nálgast hálfa milljón á mánuði. Um 70% allra millistjórnenda eru með yfir 400 þúsund krónur á mánuði, skv. könnun- TEXTI: Jón G. Hauksson MYNDIR: Geir Ólafsson 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.