Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.07.1999, Qupperneq 49
FJÁRMÁL Konum í flokki millistjórnenda á eflaust eftir að fjölga verulega í könnuninni á næstu árum. A meðal þeirra sem prýða listann yfir þekkta millistjórnendur í könn- uninni eru þær Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skelj- ungs, Brynja Halldórsdóttir, ijármálastjóri BYKO, Hjördís Asberg, forstöðumaður starfsþróunardeildar Eimskips, Hjördís E. Harðardóttir, framkvæmdastjóri stjórnun- arsviðs VIS, Þórunn Pálsdóttir, fjármála- stjóri Istaks, og Sigríður Olgeirsdóttir, for- stöðumaður hugbúnaðarsviðs Tæknivals og verðandi framkvæmdastjóri Tæknivals í Danmörku. Meðaltekjur þeirra voru ívið hærri en meðaltekjur hópsins — en milli- stjórnendur höfðu að jafnaði um 484 þús- und kr. á mánuði í fyrra. Bankaheimurinn karlaveldi Áður hefur verið vakin athygli á því í Frjálsri verslun hve fáar konur eru i æðstu störfum í bankaheiminum. Hins vegar gegna býsna margar konur störfum sem útibússtjórar, sérfræðingar og millistjórnendur. I fjár- málaheiminum hefúr mörg undanfarin ár borið mest á Brynhildi Sverrisdóttur, trarn- kvæmdastjóra Fjárvangs, og Vilborgu Lofts, aðstoðarframkvæmdastjóra VIB — og svo er enn í þessari könnun. Út frá könnuninni er varla hægt að merkja að tekjur kvenna séu lægri en karla fýrir sömu störf; nokkuð sem almennt er þó talið tíðkast. Sennilega liggur munurinn frekar í því að konur eigi erfiðara með að komast í æðstu stjórnunarstöðurnar; hreppa hnossin. Þannig voru meðaltekjur Lilju Hrannar Hauksdóttur, Rannveigar stu! kvenna í atvinnulífinu hafa hœkkad um 100 þús. múrinn! Rist, Rakelar Olsen og Hildar Petersen nokkuð umfram meðaltekjur hópsins sem þær eru flokkaðar í, stjórnendur í fyrir- tækjum, en hann var með meðaltekjur upp á 686 þús- und á mánuði og í honum voru alls 152 stjórnendur. Þess ber þó að geta að Lilja Hrönn og Rakel eru helstu eigendur fyrir- tækja sinna og þá á Hild- ur drjúgan hlut í Hans Petersen. Raunar er það sama uppi á teningnum hjá Guðrúnu Lárusdótt- ur, Stálskipum, Svövu Jo- hansen í Sautján, og Þóru Guðmunsdóttur í Atlanta; allar eru þær — ásamt mökum — eig- endur að fyrirtækjun- um sem við þær eru kennd. Sú spurning vaknar því hvort leið kvenna tíl frekari áhrifa í viðskiptalífinu sé ekki einmitt að stofna sín eigin fyrirtæki eða vera virkari við stjórn- un þeirra fyrirtækja sem þær eiga með mökum sínum. Ekki má heldur horfa fram hjá því að margar konur hafa í áranna rás rekið eigin lítíl fýrirtæki á sviði verslunar og þjónustu, t.d. hársnyrtí- stofúr. Á undanförnum árum hefur þeim konum raunar Ijölgað mjög sem hafa lagt fé undir og keypt eða stofnað lítíl íyrirtæki þótt sá rekstur hafi kannski ekki verið áberandi í fjölmiðlum. Sömuleiðis eru kon- ur að verða meira áberandi sem meðeig- endur í sérfræðifýrirtækjum, eins og á sviði lögfræði, endurskoðunar og arkitekt- úrs, svo fátt sé nefnt. Forstjóralaun; 686 þús. á mánuði Víkj- um að tekjukönnuninni almennt. Ein meg- inniðurstaða hennar er sú að tekjur 152 þekktra forstjóra og framkvæmdastjóra voru að jafiiaði 686 þúsund kr. á mánuði á síðasta ári en voru 630 þúsund kr. árið áður. (Sömu einstaklingar bæði árin.) Þetta er hækkun upp á um 56 þúsund kr. á mánuði — eða um 8,8%. Á sama tí'ma hækkaði launavísitalan örlítið minna, eða um 9,4%. Raunar hefúr það sýnt sig mörg undanfarin ár að sterk fylgni er á milli hækkana á tekjum stjórnenda og launavísi- tölunnar; þ.e. almennra launahækkana í þjóðfélaginu. Þetta er á vissan hátt athygl- £2*522: Tehjur millistjórnenda Undir 300 þús. 300-400 þús. 400-500 þús. 500-600 þús. 600-700 þús. Yfir 700 þús. Tekjudreifingin hjá einum athyglisverðasta liópnum í könnuninni; millistjórnendum. Meðaltekjur þeirra, 170 í úrtakinu, eru óðum að nálgast hálfa milljón á mánuði. Um 70% allra millistjórnenda eru með yfir 400 þúsund krónur á mánuði, skv. könnun- TEXTI: Jón G. Hauksson MYNDIR: Geir Ólafsson 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.