Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 57

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 57
MATVÆLI vöruúrvalið smátt og smátt eftir því sem markaðurinn bauð upp á. Við tókum þetta skref fyrír skref, reyndum að hlusta á viö- skipavinina, leituðum eftir markaðssmug- um og svo prófuðum við okkur áíram. Þannig spannst þetta raun- verulega. í dag er Kjarnafæði með um 250 til 300 vöruflokka og auðvitað eru það ákveðnir vöruflokkar sem ganga hvað best. Má þar nefna rauðvínslegið lambalæri, london lamb, hangikjöt og álegg og þá sérstaklega okkar marg- verðlaunuðu spægipylsu, hangi- áleggið og lambakæfuna. Þá er hversdagsmaturinn ekki síður vinsæll, s.s. ömmu saltkjöts- fars, saltkjöt og kjötbúðingur. Við höfum líka náð mjög góð- um árangri með árstíðabund- inn mat, eins og þorramat á veturna og grillkjöt yfir sum- artímann, og í ár slógu grillsósurnar okkar og salöt- in rækilega í gegn.“ Hár flutningskostnaður Kjarnafæði selur vöru sína um allt land en stærstur hluti framleiðslunnar, um 60 prósent, fer á höfuðborgarsvæðið. Eiður segir fylgja því mörg vandamál að vera með svona mikla framleiðslu fyrir norðan og flytja hana suður því flutningskostnaður sé hár. Kostnaðurinn sé upp á 12-15 millj- ónir á ári fyrir það eitt að vera á Akureyri. Þetta telji og sé sá þáttur sem þeir séu óhressastir með ásamt því að fyrirtækið standi aldrei jafnfætis að vígi í samkeppni á þessum markaði. „Við erum fjarri púlsin- um, þ.e. höfuðborgarsvæðinu, og getum ekki nálgast hann á sama hátt og sam- keppnisaðilarnir. Frá Akureyri getum við ekki fylgst með hreyfingunum á okkar vör- um í hillum verslana á sama hátt og keppi- nautar okkar. Keppinautarnir vita alltaf hvar þeirra vara er staðsett og samkeppn- in snýst því aðallega um hilluplássið í búð- unum.“ Hefur þá hvarflað að þeim bræðrum að flytja Kjarnafæði á höfuðborgarsvæðið? „Oneitanlega hefur það gert það,“ svarar Eiður. „Við veltum því ekki fyrir okkur í upphafi að svona stór hluti framleiðslunnar ætti eftir að fara á suðvesturhornið þannig að miðað við stöðuna í dag myndi borga sig rekstarlega séð að vera í Reykjavík. Það væri kannski skynsamlegra að vera með kjötvinnsluna á Svalbarðseyri en dreifing- ar-, sölu- og pökkunarmiðstöðina í Reykja- vík. En okkur finnst ágætt að búa á Akur- eyri, hér höfum við gott starfsfólk og það er margt sem heldur í okkur. Þessar að- stæður veita okkur gott aðhald, við verðum að veita betri þjónustu, huga sífellt að gæðum vörunnar og ná lægri kostnaði á flestum sviðum. Ekki má gleyma að í starfsfólkinu býr mikil og dýrmæt þekking.“ Barátta upp á hvern dag Að sögn Eiðs hefur fyrirtækið átt því láni að fagna að þar hefur alltaf verið nóg að gera. „Við getum ekki stækkað mikið meira en nú er nema gera einhverjar breytingar. Við komum hreinlega litlu meira í gegn um fram- leiðsluferlið.“ Þegar hann er spurður að því hvort hugað sé að breytingum innan fyri- tækisins í sambandi við stækkun segir hann að alltaf sé verið að skoða hlutina og margt mætti betur fara, enda alltaí tæki- færi til umbóta. 1 heildina litið hafi fyrir- tækið gengið vel og það hafi skilað hagn- aði öll þessi ár þrátt fyrir að vera oft á tíð- um í erfiðri atvinnugrein. Er eitthvert leyndarmál að baki því að ná að skila hagnaði frá stofnun fyrirtækis meðan önnur fyrirtæki í sömu atvinnu- grein hafa helst úr lestinni? „Nei, það er ekkert leyndarmál á bak við þetta. Við TEXTI: Halla Bára Gestsdóttir MYNDIR: Gunnar Sverrisson treystum á okkar góða starfsfólk og svo passar maður að eyða bara aðeins minna en maður aflar. Svo gott er nú það.“ A síðastliðnum árum hefur orðið mikil breyting á neysluvenjum fólks. Minna er selt af matvöru í frostborð en þeim mun meira í ferskborð ásamt hraðréttum sem eru orðnir mjög vinsælir. Frá Kjarna- fæði streyma nýjung- ar, þótt meiri áhersla sé lögð á að betrumbæta það sem fyrir er. „Við erum mjög stolt af öllum okkar vörum, jafnt hversdagsvörum sem hátíðarvörum. Við höf- um alla tíð lagt áherslu á vöruvöndun og gæði framleiðslunnar og erum alltaf tilbúin að gera betur. Má þar nefna að við höfum verið að bæta pizzurnar okkar að undanförnu, okkar fyrstu vörutegund. Nýja útfærsl- an kemur betur út í bragð- prófunum og því erum við tilbúin að breyta. Hjá okkur ráða viðskipta- vinirnir ferðinni og við verðum sífellt að laga okkur að þörfum og óskum þeirra." Eiður hefur ákveðnar skoðanir þegar hann er spurður út í það hvort markaður- inn kalli á stöðugar nýjungar: „Við viljum ekki breyta bara breytinganna vegna. Við viljum vera viss um að vörurnar okkar gangi á markaðnum og viljum ekki falla í þá gryfju að eyða miklum peningum í eitt- hvað sem gengur ekki upp. Við höfurn markað okkur skýra stefhu og reynum að fylgja henni, þó ekki í blindni, og við tökum á hverri nýrri ögrun af festu með því að taka rökréttar ákvarð- anir. Við önum ekki að neinu, stöldrum fremur við og gerum hlutina ennþá betur.“ Hann segir þetta mögulegt vegna þess eins að yfirbygging fyrirtækisins sé lítil, þar séu fáir stjórnendur og samskipti milli manna séu góð. „Þegar maður stendur í svona rekstri er maður alltaf að læra eitt- hvað nýtt, kúnstin er bara að koma þeim lærdómi í framkvæmd. Þetta er barátta upp á hvern dag og því verður maður að hafa gott úthald til að takast á við hvers- dagsleikann jafnt og álagstarnir,“ bætir Eiður við að lokum. S3 57

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.