Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 62

Frjáls verslun - 01.07.1999, Page 62
Stefán Svavarsson, lektor og löggiltur endurskoðandi, skrifar að þessu sinni um það hvernig eigi að fylgjast með deildaskiþtum rekstri og finna út hvar uþþsþretta hagnaðarins sé! FV-myndir: Geir Olafsson. Arðsemi einstakra deilda í Bandaríkjum Norður-Ameríku gilda svipaðar reglur en samkvæmt þeim ber þó að upplýsa um öll þrjú atriðin ef einhverju einu af viðmiðunarmörkunum er náð. Að auki er það krafa frá Verðbréfaeftirlitinu (SEC) þar í landi að nafngreina skuli viðskiptavin í ársreikningi íyrirtækis ef hann er ábyrgur fyr- ir meira en 10% af heildartekjum. Reglur í þessa veru voru fyrst settar í Bandaríkjunum, enda er þar i landi býsna algengt að eitt og sama íyrirtækið sé í marghátt- uðum rekstri. Rekstrarreikningur slíks týrirtækis, sérstaklega samstæðureikningur þess, væri því ekki eins gagnlegur og ella fyrir lesendur reikningsskila ef sala fyrirtækisins samanstæði af eðlisólíkum viðskiptum. Dæmi eru um að olíufyrirtæki eigi og reki kvikmyndaver og stundi jafnífamt matvælaifamleiðslu. I árs- reikningi sem sýndi aðeins heildartekjur væri engin leið að átta sig á frammistöðu einstakra starfsþátta hjá fyrirtækinu nema skipting í þá veru sem hér er gerð að umtalsefni birtist í reiknings- skilum fyrirtækisins. Sú aðferð sem krafist er við greiningu starfsþátta hjá stórum fyrirtækjum getur einnig komið að góðu gagni hjá minni fyrirtækjum sem eru rekin í nokkrum deildum. Lítum því nánar á hvernig að verki skal staðið. Arðsemi fjárfestinga Fyrst þó þetta. Það mun hafa verið í byij- un þessarar aldar að bandaríska fyrirtækið Dupont hóf að reikna út arðsemi fjárfestinga (e. return on investment — ROI) til þess að fylgjast með ffammistöðu einstakra starfsþátta í rekstri sínum. í deildaskiptum rekstri fyrirtækisins þótti sjálfsagt mál að láta frammistöðu deilda eða undirfyrirtækja ráða því hvar nýju fé var komið fyrir eða hvort rekstri deildar var hætt ef óviðunandi árang- ur var af rekstri hennar. I þessu sambandi þykir rétt að benda á að nokkrum erfiðleikum getur verið bundið að finna eðlilegt verð í viðskiptum milli deilda, svokallað millifærsluverð (e. transfer price), en það viðfangsefni er utan við efni þessa greinarstúfs. Uppspretta hagnaðar Hvaöa deildgefur mest í aöra hönd? Hverniggeta stjórnendur reiknaö út arö- semi einstakra deilda út frá þeim fjármunum sem þar eru bundnir — og fundiö út hvaða starfsemi fyrirtækisins gefi í raun mest afsér? amkvæmt ákvæðum laga um ársreikninga skal í árs- reikningi veita upplýsingar um skiptingu rekstrartekna eftir starfsþáttum ef þessir þættir hafa veruleg áhrif í rekstri fyrirtækis. Þá segir í samsvarandi reglugerð að starfsþátt- ur teljist hafa veruleg áhrif ef tekjur af starfsþætti nema a.m.k. 10% af heildartekjum, eða hagnaður af starfsþætti nemur a.m.k. 10% af heildarhagnaði fyrirtækis, eða eignir starfsþáttar nema a.m.k. 10% af heildareignum fyrirtækis. Nái fyrirtæki einhvetju af þessum þremur viðmiðunarmörkum skal í ársreikningi veita upplýsingar um skiptingu rekstrartekna eftir starfsþáttum; athyglisvert er að ekki er skylda að veita upp- lýsingar um hina þættina þó að viðmiðunarmörkunum sé náð. Þrátt fyrir að þessi fyrirmæli laga séu tiltöluleg skýr virðist mér að einhver misbrestur sé á að eftir þeim sé farið. R0l-kvarðinn Sú aðferð að fylgjast með arðsemi þess ijármagns sem bundið er í hinum ýmsu deildum fyrirtækja, þ.e. ROI-kvarð- inn, er enn notuð í stórum stíl, þó að ýmsar aðrar aðferðir hafi komið til sögunnar. Þar má nefna afgangstekjustærðina (e. residu- al interest method) þegar vextir eru reiknaðir af því ljármagni sem bundið er í deildaskiptum rekstri, hvort sem þeir eru greiddir eða ekki, í því skyni að athuga hvort reksturinn skilar meiri arði en þeir vextir segja til um. Þá hefur á síðustu árum rutt sér til rúms aðferð sem kenna má við útreikning á hagrænum virðisauka (e. economic value added) en sú aðferð byggist á nánast sömu hugs- un og afgangstekjustærðin, þ.e. að fylgjast með því, hvort rekstur skili viðunandi arði af því fé sem bundið er í viðkomandi fyrirtæki. En nóg um þessar aðferðir og snúum okkur að útreikningi á arð- semi fjárfestinga. 62

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.