Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 24
STJÓRNMÁL Una vel sínum hag „í Noregi vinna íslendingar meðal annars í álverum Norsk Hydro. Þetta fólk unir vel sínum hag í þessum hálaunastörfum og það eru einmitt hálaunastörf sem við þurf- um úti á landsbyggðinni." mætt Á suðvesturhorninu eru fyrirtækin stundum eins og brautarstöð, starfsfólkið kemur og fer. Eftir að ég kom í ráðu- neytið hef ég orðið fullviss um að í ýmsum tilfellum eigum við erfitt með að keppa við aðrar þjóðir, til dæmis Norðmenn vegna þess að þeir styrkja svo mikið atvinnulíf á landsbyggðinni og fyrirtæki sem taka þar til starfa. Þar verðum við undir í sam- keppninni. Þetta hefur komið í ljós nýlega. Til dæmis verður tilraunaverksmiðja í framleiðslu á kisil- dufti, sem við vonuðumst til að yrði sett niður á íslandi, byggð í Noregi. Það er fyrst og fremst út af styrkjapólitíkinni þar. Eg er nú að láta kanna þá styrkjapólitík sérstaklega og við skulum sjá hvað við getum lært af frændum okkar í Noregi. Álver í Eyjafirði hefur stundum komið til umræðu og Val- gerður segir að þær hugmyndir hafi ekki verið lagðar algjör- lega á hilluna þó að fyrst rísi álver fyrir austan. Á norðaustur- horninu eigum við mikla möguleika hvað jarðhitann varðar. Þar hafa farið fram rannsóknir og í sum- ar munu frekari rannsóknir fara fram. Á þessu svæði er mikil orka sem er óbeisluð. Við hugsum okkur svo sannarlega að nýta hana í heimabyggð en þær hug- myndir eru ekki komnar það langt að hægt sé að greina nánar frá þeim. Fyrst er að beisla orkuna og búa til verðmæti úr henni.“ Þér hefur verið hrósað fyrir þau rögg- sömu viðbrögð sem þú sýndir er upp- lýsingar komu fram um að sex Ijármálastofnanir hefðu veitt einhverjum starfsmönnum sínum undanþágur til við- skipta með hlutabréf í óskráðum félögum. Þú kall- aðir formenn bankaráða og bankastjóra ríkisbank- anna þegar á þinn fund. Hvernig blasti þetta við þér og hvers vegna greipstu til þeirra að- gerða sem þú gerðir? Fullkominn aðskilnaður „Mikilvægt er að menn geri sér grein fyrir að starfsemi á íjármagns- markaði byggist á trausti. Nauðsynlegt er að viðskipta- vinir geti treyst því að hagsmunir þeirra sitji í fyrirrúmi en ekki aðr- ir hagsmunir. Þvi þarf að búa svo um hnútana að fullkominn að- skilnaður ríki á milli einstakra starfssviða innan verðbréfafyrir- tækja og lánastofnana," svarar Valgerður. „Það hafa komið upp ýmis ámælisverð tilvik á verðbréfa- markaði á síðustu vikum og mánuðum. Eg taldi mér skylt að lýsa yfir megnri óánægju með þessa þróun mála. Eg kallaði því til mín forsvarsmenn banka í eigu ríkisins og óskaði eftir skýringum. Jafnframt hef ég lagt fram frumvarp sem á að taka á þessum málum. Markmiðið er að koma á þvi siðferði sem öll þjóðin getur verið sátt við. Það getur verið póli- tísk samstaða um að taka á þessu. Við viljum ekki sætta okkur við þessi viðskipti eins og þau hafa farið fram. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um það mál enda er það enn í skoðun." - Davíð Oddsson hefur lýst sig andvígan upptöku evrunnar eða bindingu krónunnar við evruna. Hvaða skoðun hefúr þú? „Hafa verður hugfast að við getum ekki tekið upp evruna hér á landi nema við göngum fyrst í Evrópusambandið. Innganga í ESB er því nauðsynlegt skilyrði fyrir upp- töku evrunnar. Þetta vill oft gleymast. Að mínu mati er það alls ekki fýsilegur kostur að taka upp evruna. Við myndum glata mikilvægu hag- stjórnartæki. Það verður líka að hafa í huga að sveiflur í þjóðarbúskap ESB-ríkjanna eru yfir- leitt ólíkar sveiflum í íslenska þjóðarbúskapn- um. Hins vegar er því ekki að leyna að ef Svíar, Danir og Bretar, og jafnvel Norðmenn, taka upp evruna á næstu árum þá verðum við að hugsa vel okkar gang enda megnið af okkar viðskiptum við út- lönd þá bundin við eina mynt. Einhliða eða tví- hliða tenging krónunnar við evruna væri samt hugsanleg leið í stöðunni í stað þess að leggja krónuna niður,“ svarar hún. - Hvaða afstöðu hefurðu varðandi ráðningar stjórnmálamanna í embættís- störí? „Stjórnmálamenn öðlast mjög mikilvæga reynslu í starfi sínu og hafa víðtæka þekkingu á málum al- mennt eftir að hafa starfað í póli- tík. Þess vegna finnst mér mikil- vægt að sú þekking nýtist. Hjá öðrum þjóðum er litið þannig á að sú þekking sé mikilvæg sam- félaginu. Þátttaka í stjórnmálum má heldur ekki verða fólki til vandræða seinna meir við atvinnuleit því þá verður enn erfiðara að fá gott fólk til þátttöku og í raun vegið að lýðræð- inu.“ m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.