Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 36
Einkenni íslenskra fjármálastofnana
frá fyrstu tíð hefur verið skortur á
fjármagni. Allt frá því að Landsbank-
anum var komið á fót 1885 hefur það því
verið meginverkefni bankastjóra að
skammta lánsfé. Því er ekki að undra að
frá fyrstu tíð hefur starfsemi bankanna
verið samofin stjórnmálunum. Flokka-
kerfið var þó mjög á reiki á árum sjálf-
stæðisbaráttunnar til 1918 þannig að
ekki var hægt um vik fyrir stjórnmála-
flokka að eigna sér ákveðin bankastjóra-
embætti. Öðru hvoru kom þó upp póli-
tískur hasar í kringum bankana og er
þess enn minnst að eitt af fyrstu verkum
Björns Jónssonar, þegar hann tók við
ráðherraembætti af Hannesi Hafstein,
var að reka Tryggva Gunnarsson úr sæti bankastjóra Lands-
bankans. Varð sá gerningur raunar pólitískur banabiti Björns,
en Alþingi rétti síðar hlut Tryggva með því að ákveða að hann
nyti fullra eftirlauna til æviloka.
Fyrsti ráðherrann varð bankastjórí Þegar fyrsti ráðherra ís-
lands, Hannes Hafstein, lét af ráðherraembætti 1909 var ekki
margra kosta völ fyrir svo virðulegan mann. Hannes var stór-
skuldugur svo að hann þurfti vel launað embætti sem honum
væri jafnframt samboðið. Hann varð þá bankastjóri íslands-
banka til 1912, þegar hann varð ráðherra
á ný, og síðan aftur frá 1914-17, þegar
hann varð að láta af embætti sökum van-
heilsu.
Fræg varð gerð Sigurðar Eggerz
1924, þegar hann skipaði sjálfan sig
bankastjóra íslandsbanka eftir að hafa
gegnt embætti forsætisráðherra um
tveggja ára skeið. Var hann bankastjóri
þar til þess er bankinn var lagður niður 3.
febrúar 1930 og Útvegsbanki íslands
stofnaður á rústum hans.
Valdakerfi Hriflu-Jónasar Með komu
Jónasar frá Hriflu í valdastól verða svo
ákveðin þáttaskil. Islandsbanka er komið
á hausinn, Útvegsbanki Islands stofnað-
ur á rústum hans og Búnaðarbanki stofnaður. Allir bankar
landsins voru nú ríkisbankar og bankastjórnir kosnar af Al-
þingi. Jafnframt skiptu flokkarnir bankastjórastöðum á milli sín.
Augljósast var þetta í Landsbankanum þar sem fyrrverandi for-
stjórar SIS, fyrst Jón Arnason og síðan Vilhjálmur Þór, voru
bankastjórar, hvor fram af öðrum. Ljóst var að þeirra hlutverk
var fyrst og fremst að gæta hagsmuna SÍS-veldisins og orðuðu
sumir það þannig að SÍS nyti sjálfsafgreiðslu í bankanum. For-
maður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, varð bankastjóri í Út-
vegsbankanum og má segja að síðan hafi kratar átt aðild að
Heitar umrœður urðu um að
Finnur Ingóljsson, fyrrverandi
viðskiptaráðherra, skyldi aug-
lýsa stöðu bankastjóra í Seðla-
bankanum en ákveða síðan að
sœkja um hana sjálfur. Finnur
er hins vegar ekki sá fyrsti sem
sest í stól seðlabankastjóra og
tengist stjórnmálaflokkunum.
Eftir Ólaf Hannibalsson Myndir. Geir Ólafsson
36