Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 39
aðila af sínum mál-
um. Því var þessi
langvinna tregða á
því að stofna sérstak-
an Seðlabanka. Enn
voru uppi deilur um
hvert skyldi vera
sjálfstæði hans gagn-
vart ríkisstjórn á
hveijum tíma. Engin
hugmynd var uppi
um annað en að ráð-
herra bankamála
skipaði bankastjórn,
sem skipuð væri
þremur mönnum, og
að Alþingi kysi bankaráð. Álitamálið var hins vegar hver skyldi
vera réttur bankastjórnar til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir,
jafnvel þótt þær væru í andstöðu við vilja ríkisstjórnar. Niður-
staðan varð sú málamiðlun að bankinn skyldi hafa nána sam-
vinnu við ríkissljórn og gera henni grein fyrir skoðunum sínum;
bankanum bæri, rétt sem sjálfstæðum, sérfróðum aðila, að halda
fram skoðunum sínum opinberlega, jaihvel þótt um ágreining
við ríkisstjórn væri að ræða, en endanlegt ákvörðunarvald um
steíhu í efnahagsmálum hlyti þó ætíð að vera hjá ríkisstjórninni
og undir það hlyti Seðlabankinn að beygja sig að
lokum. Þessu
Jón Sigurðsson 1993 -1994.
Steingrímur Hermannsson 1994 -1998.
hefur ekki verið
breytt í áranna rás.
Flokkspólitískar
stöðuveitingar Við
gildistöku nýrra
laga um Seðlabank-
ann var bætt við
þríðja bankastjóran-
um. Var það Jó-
hannes Nordal.
Jóhannes hafði orð-
ið hagfræðingur
Landsbankans að
loknu námi í Lund-
únum 1954. Þegar
Emil Jónsson myndaði minnihlutasljórn Alþýðuflokksins 1958-
59 var Jóhannes settur bankastjóri Landsbankans í hans stað.
Var því eðlilega litið svo á að hann kæmi þar inn sem Alþýðu-
flokksmaður. Hið sama mun hafa verið uppi á teningnum þegar
Gylfi skipaði hann þriðja bankastjóra Seðlabankans. Var þá ekki
óeðlilegt að Sjálfstæðismenn færu að líta svo á að þeir ættu stöðu
Jóns G. Maríassonar, enda þau hlutaskipti hliðstæð við þá skip-
an sem nokkuð skorðuð var orðin í viðskiptabönkunum. Jóhann-
es varð formaður bankastjórnar
1. apríl 1964 og jafnan síðan
kjölfestan í bankastjórn-
inni þar til hann lét af
störfum 1994.
Á árinu 1966 fer Vil-
hjálmur Þór til Banda-
ríkjanna og tekur sæti
stjórnarnefnd Alþjóða-
bankans. Framsóknar-
ílokkurinn var þá í
stjórnarandstöðu en
samt lítur út fyrir að
samkomulag hafi verið
um að flokkurinn „ætti“
þessa stöðu. I sæti hans
valdist Sigtryggur
Klemensson lögfræð-
ingur, sem hafði um ára-
bil verið náinn sam-
starfsmaður Eysteins
Jónssonar í íjármála-
ráðuneytinu en var urn
þetta leyti orðinn sjúk-
ur maður og