Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 40
SEÐLABANKASTJÓRAR
þreyttur. Má vera að með skipan hans hafi að einhverju leyti
verið horft til góðra og riflegra eftirlaunakjara bankastjóra.
Sigtryggur hafði verið ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu
og komið víða við innan stjórnsýslunnar, m.a. verið í bankaráði
Framkvæmdabankans og formaður þess 1957-'61. Sigtryggur
gegndi starfinu til dánardægurs, 18. 2.1971.
A árinu 1967 var komið að starfslokum Jóns G. Marías-
sonar. Þá stóð svo á að Birgir Kjaran var formaður bankaráðs
Seðlabankans. Hann fékk augastað á stöðunni fyrir vin sinn
og gamlan samherja Davið Ólafsson. Nokkur óvissa var þá
ríkjandi um hvort viðreisnarstjórnin mundi halda velli í kosn-
ingum. Fékk Birgir því framgengt að Jón Maríasson hætti
mánuði fyrr en til stóð svo að hægt væri að skipa í stöðuna
fyrir kosningar. Davíð hafði þá setið á þingi eitt kjörtímabil og
Már Elíasson gegnt stöðu fiskimálastjóra fyrir hann á meðan.
Mun ekki hafa þótt rétt að raska þeirri skipan mála. Davíð var
hagfræðingur að mennt frá Þýskalandi og hafði sem fiski-
málastjóri komið víða við í stjórnsýslunni auk þess að sitja í
bankaráði Framkvæmdabankans 1961- 66. Davíð var seðla-
bankastjóri til 1986.
Við andlát Sigtryggs Klemenssonar var Svanbjörn Frí-
mannsson skipaður í hans stað. Svanbjörn hafði svipaðan feril
að baki sem Jón G. Maríasson, hafði framast í Landsbankanum,
og má því líta á hann sem fulltrúa reyndra bankamanna. Hann
mun lítt hafa látið til sín taka í pólitík, en var þó ótvíræður fram-
sóknarmaður og bróðir Jakobs Frímannssonar, forstjóra KEA,
um langt árabil.
Tómas er lögfræðingur að mennt, en hafði að sjálfsögðu víð-
tæka reynslu af stjórnmálum, þar af sem fjármálaráðherra 1978-
79 og viðskiptaráðherra 1980-83. Tómas var talinn óróaelement
framan af í bankanum, hafði ekki frekar en aðrir framsóknar-
menn trú á vaxtastýringu og taldi háa vexti valda verðbólgu.
Skipan Geirs Hallgrímssonar leysti að sjálfsögðu ýmis
mál innan Sjálfstæðisflokksins. Geir var lögfræðingur að
mennt, hafði verið borgarstjóri í Reykjavík um 12 ára skeið,
þingmaður álíka lengi, forsætisráðherra og utanríkisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins. Geirs naut ekki lengi við en
hann lést 1. sept. 1990.
Birgir ísleifiir Gunnarsson tók við af Geir. Einnig hann er
lögfræðingur að mennt en ýmsir urðu til að draga hæfni hans á
þessu sviði í efa. Birgir er liðtækur píanisti og höfðu ýmsir það
í flimtingum þegar keyptur var flygill í Seðlabankann skömmu
eftir að hann tók til starfa. Hann mun hins vegar hafa reynst
vaxandi maður í starfi, traustur og vinsæll og raunar einn helsti
talsmaður stefnu bankans hin síðari ár út á við og í Ijölmiðlum.
Jón Sigurðsson gerði stuttan stans, þegar hann kom inn í
stað Jóhannesar Nordal 1993. Um hæfni hans efaðist enginn og
hann var formaður bankastjórnar þessi ár. Hins vegar varð mik-
ið fjölmiðlaupphlaup um bílakaup honum til handa við komuna
í bankann. Hann varð svo aðalbankastjóri Norræna ijárfesting-
arbankans og hefur verið það síðan.
Skipan Steingríms Hermannssonar í sess Tómasar
1994 vakti verulega undrun en varð þó ekki tilefni mikillar
umíjöllunar í fjölmiðlum. Steingrímur hafði nær alla tíð verið
Björn Jónsson rak pólitískan andstæðing úr bankastjórastöðu.
Jón Árnason og Vilhjálmur Þór fóru úr SÍS í Landsbankann.
Nú kom til svolítið frávik frá þeirri reglu sem verið hafði að
festast í sessi. Þegar Lúðvík Jósefsson átti þess kost sem við-
skiptaráðherra að skipa í stöðu seðlabankastjóra valdi hann
gamalgróinn flokksfélaga, Guðmund Hjartarson, sem lengi
hafði annast fjármál flokksins og þótt þar álíka kraftaverkamað-
ur og Kristinn Finnbogason taldist síðar hjá Framsóknar-
flokknum. Mörgum fannst skorta á hæfni Guðmundar til að
gegna starfinu og kölluðu hann „fjárkunnugan lögreglumann".
Þeim aðfinnslum svaraði Lúðvík þessu einu: „Aí hveiju má ég
ekki skipa minn mann, eins og allir viðskiptaráðherrar hafa
skipað sína menn?“ Guðmundur var þó ekki gersneyddur
reynslu af bankamálum, hafði setið í stjórn Búnaðarbankans
frá 1960. Að öðru leyti var ferill hans þessi: Nám við héraðs-
skólana að Laugarvatni og í Reykholti 1935-'37.1 Lögreglunni
í Reykjavík 1942-'46. Starfsmaður Sósíalistaflokksins 1946-'56.
Forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956-'60. í stjórn Sósí-
alistafélags Reykjavíkur í mörg ár og formaður í nokkur ár. Oft
deildu flokksfélagar Guðmundar hatramlega á ákvarðanir
Seðlabankastjórnar á næstu árum en ekki er kunnugt um að
Guðmundur hafi haft neitt við þær ákvarðanir að athuga.
Sumir vilja líta á skipan Tómasar Arnasonar sem hreina
pólitíska skipan. Tómas hafi verið orðinn þreyttur á hinum póli-
tiska hráskinnsleik og fús til að rýma sviðið fýrir sér yngri
mönnum. Tómas var bankastjóri Seðlabankans 1985-'93. Sumir
ganga svo langt að segja að þetta hafi verið hreint eftirlauna-
spursmál fýrir Tómas.
yfirlýstur andstæðingur Seðlabankans og stjórnar hans.
Hann var auðvitað jafnframt yfirlýstur andstæðingur efna-
hagsstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem skipaði hann til starfans.
Hvaða undirmál áttu sér þar stað hefur hvergi komið fram,
kannski var hreinlega litið svo á að um góð eftirlaun væri að
ræða að loknu löngu stjórnmálaþjarki. Ekki er að minnsta
kosti kunnugt um að Steingrímur hafi látið mikið til sín taka
stefnumótun bankans.
Og er þá komið að Finni Ingólfssyni. Finnur er viðskipta-
fræðingur að mennt og hefur í ráðherratíð sinni látið banka-
mál verulega til sín taka þannig að ekki er haft á orði að hann
sé ekki hæfur til stöðunnar. Það sem mönnum finnst fyrst og
fremst ógeðfellt við veitinguna er það að draga að skipa í stöð-
una á annað ár og láta þannig líta svo út sem engu skipti hvort
staðan sé fyllt eða ekki, auglýsa hana síðan en hrifsa hana svo
sjálfur framan við nefið á umsækjendum. Má segja að nú hafi
verið rækilega undirstrikað að Framsóknarflokkurinn „eigi“
þessa stöðu, að bankastjórastöðurnar við Seðlabankann séu
herfang stjórnmálaflokkanna þeim lil ráðstöfunar þegar þeir
þurfa að leysa sín innri samskiptamál. Bankaráðið hefur ekk-
ert með ráðningar bankastjóranna að gera. Telja má forsætis-
ráðherra til hróss að hann telur rétt að hætta allri hræsni
kringum þessar mannaráðningar og afnema lagaskyldu til að
auglýsa stöður bankastjóranna. Jafnframt hefur hann undir-
strikað að aukið sjálfstæði Seðlabankans komi ekki til greina,
stjórnmálamenn hafi þar framvegis ótvírætt forræði. H3
40