Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 48

Frjáls verslun - 01.02.2000, Síða 48
ENDURSKOÐUN Auknar kröfur til stjórnarmanna Á síöustu misserum hafa verið gerðar auknar kröfur til eftirlits stjórnar með fjár- reiðum og innra eftirliti fyrirtækja í Bretlandi. Nú er svo komið að stjórnarmenn þar verða að gera sjálfstæðar athuganir og gera skrifiega grein fyrir þeim. nema að rannsaka öll bókhaldsgögn. Það er með öðrum orð- um nánast útilokað að endurskoða sig frá þessum alvarlega veikleika í innra eftirliti. Það fer svo eftir atvikum hvaða áhrif þessi galli kann að hafa á heildarmynd af afkomu og efnahag. Hæstiréttur segir þó um þetta, að endurskoðandinn hafi átt að beita svonefndri gagnaendurskoðun i auknum mæli vegna þessa ágalla í eftíriiti fyrirtækisins. Það er að vissu leyti rétt, en það fer eftir atvikum hvort slík skoðun kemur að gagni. Hitt er aðalatriði málsins, að tæmandi úttekt á öllum bók- haldsgögnum getur ein leitt í ljós, hvort fjársvik hafi verið framin þegar svona háttar til um verkaskiptingu. Þegar fjármálastjóri fyrirtækisins var ráðinn minnkuðu verkefni endurskoðandans, enda hafði fjármálastjórinn öðlast talsverða þjálfun á endurskoðunarstofu áður en hann hóf störf hjá fyrirtækinu. Vissulega mátti endurskoðandinn líta svo til, að þessi ráðning væri til þess fallin að styrkja innra eft- irlit í fyrirtækinu og af þeim sökum þyrfti rannsókn hans ekki að vera eins ítarleg og ella. Tilvist fjármálastjórans, en slíkur starfskraftur hafði ekki áður verið hjá fyrirtækinu, var því vissulega tíl mótvægis við þann ágalla í innra eftirliti sem laut að því að starfsmaðurinn gegndi ósamrýmanlegum verkefn- um. Þessi atriði höfðu því og máttu hafa áhrif á mat endur- skoðandans á áhættu og mikilvægi ágallans. Hæstíréttur hef- ur greinilega fallist á þetta sjónarmið, en vill samt sem áður ekki undanskilja endurskoðandann ábyrgð, eins og héraðs- dómur gerði þó. Lærdómur endurskoðenda af málinu Sá lærdómur sem end- urskoðendur verða að draga af þessu máli er væntanlega sá, að miklu varði að þeir geti sannað með skriflegum gögnum öli samskipti við forráðamenn fyrirtækis, jafnvel þótt reglur um endurskoðun geri ekki kröfu um slíkt í öllum tilvikum. Þá virðist ekki vera nóg að tilkynna framkvæmdastjórn um ágalla í innra eftirliti, stóra og smáa, svo að þá megi lagfæra, heldur verður einnig að gera stjórn skriflega grein fyrir þeim göllum. Niðurstaða Hæstaréttar var á þá lund, að endurskoðand- inn skyldi greiða fyrirtækinu bætur að álitum en þær reynd- ust að mati réttarins vera 4/25 af heildartjóni fyrirtækisins. í framhaldi af þessu vaknar sú áleitna spurning, hvort stjórn og framkvæmdastjórn beri ekki að bæta fyrirtækinu það sem á skortir af tjóninu, þ.e. 21/25. SS www.imacon.dk Skanninn sem heldur að hann sé peningakassi Flextight skannar Byltingarkennd nýjung í skönnun Fullkomnari - Auðveldari - Ódýrari - en þig grunar Photo Progression Precision II Ekki furða að hann sópi að sér verðlaunum Ha\S f’íIlHt* STOFNAÐ 1 907 • GÆÐI ERU OKKUR HUGLEIKIN Suðurlandsbraut 4 a 570 7500 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.