Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 53

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 53
Lexus er œtlað að keþpa við aðrar lúxusbifreiðar. HaraldurÞór Stefánsson, sölustjóri Lexus: Lexus í fyrsta w Ahugamenn um lúxusbifreiðar þekkja vel til japönsku teg- undarinnar Lexus sem sett var á markaðinn erlendis fyrir um áratug síðan. Lítið hefur sést til Lexus á íslandi, enda hefur ekkert fyrirtæki hingað til haft umboð fyrir þessa tegund bifreiða. íslendingar munu þó sjá meira af Lexus á næstu árum því P. Samúelsson hefur fengið umboð fyrir hann. „Hérlendis hafa aðeins sést þijár Lexus bifreiðar á götum Reykjavíkurborgar, þar af tvær í eigu Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Þessar Lexus bifreiðar hafa allar verið af tegundinni LS400. Fram að þessu hefur enginn verið með um- boð fyrir Lexus á Islandi, en nú hefur E Samúelsson fengið um- boðið og söludeild verður opnuð þann 20. mars næstkomandi. Verið er að innrétta húsnæði við hliðina á Toyota á Nýbýlavegi í Kópavogi og þar verða í marsmánuði kynntar ijórar tegundir af Lexus,“ segir Haraldur Þór Stefánsson, nýskipaður sölustjóri Lexus bifreiða hjá R Samúelsson. Haraldur ætlar að verða fyrsti kaupandinn að Lexus þegar söludeildin verður opnuð í mars. „Lexus bifreiðar eru gæðabílar og væntanlegir kaupendur verða því að teljast vera þeir elhameiri. Lexus verður seldur á bilinu 2,8 milljónir króna og upp í 8 milljónir þeir dýrustu. Lex- us er ætlað að keppa við lúxusbifreiðar Benz, BMW og Audi og hefur orðið vel ágengt. Verðið á Lexus er enda vel samkeppnis- hæft við samkeppnisaðilana. Lexus hefur náð góðum árangri víða um heim, það tók hann til dæmis ekki nema örfá ár að verða söluhærri en Benz og BMW í Bandaríkjunum eftír að fyrsta Lexus bifreiðin kom á markaðinn vestanhafs." Margir telja að Toyota og Lexus sé sama fyrirtækið, en sinn á íslandi reyndin er sú að þau eru algerlega aðskilin. Það eina sem þess- ar tegundir bifr eiða eiga sameiginlegt er að P. Samúelsson verð- ur með umboðið fyrir þær báðar. 35 Haraldur Þór Stefánsson, nýskipaður sölustjóri Lexus bifreiða hjá P. Samúelssyni:„Verið erað innrétta húsnœði við hliðina á Toyota á Ný- býlavegi í Kóþavogi og þar verða í marsmánuði kynntarfjórar tegund- ir af Lexus. “ 53

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.