Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 64

Frjáls verslun - 01.02.2000, Side 64
HEILSfl Að vanrækja þörf líkamans fyrir svefn er ein algengasta orsök langvarandi þreytu. Hjá sumum getur þunglyndi verið frumorsök síþreytu og hjá öðrum getur það verið fylgifiskur. leysi, á erfitt með að taka ákvarðanir, kvíðir framtíðinni og þjáist auk þess af ýmsum líkamlegum einkennum, svo sem svefntruflunum, lélegri matarlyst, orkuleysi og lamandi þreytu." Ef frumorsökin er þunglyndi þarf að beita þunglyndismeð- ferð, bæði með lyfjum og viðtölum. Ef um áfengissýki er að ræða þá þarf að taka á henni á viðeigandi hátt. „Meðferðin þarf að vera heilstæð og byggjast á því að greina ástandið. Fólk get- ur sjálft byijað að bæta líf- erni sitt og lífsstíl og draga úr áfengisnotkun. Mikilvægt er að vanda mataræðið því margir þola ekki allan mat eins vel og þeir gerðu áður og jafnvel getur verið um ofnæmi að ræða. Gott er að reyna að auka líkamsþjálfun, draga úr streitu og álagi og fá betri hvíld. Mörgum er nauðsynlegt að draga úr umsvifum sínum í daglegu lífí og sneiða hjá því sem veldur verulegu álagi og streitu. Ef síþreytan hefur þvingandi áhrif á alla starfshæfni fólks þá legg ég áherslu á að það leiti til læknis til mats og skoðunar því að ýmislegt annað getur verið uppi á teningnum, t.d. blóðleysi og aðrir kvillar," segir Halldór. Sálfræðileg meðferð hefur einnig komið að margvíslegum notum samhliða læknisfræðilegri. Sálfræðingurinn hjálpar einstaklingum að sjá vandamálin og sníður meðferðina að þörfum hvers og eins. Rétt greining er mikilvæg Hin læknisfræðilega nálgun stuðl- ar að greiningu og miðar að því að draga úr sjúkdómsein- kennum og vanlíðan sjúklings. Lyf bæta svefn og verki. Geð- deyfðarlyf eru notuð við kvíða- og þunglyndiseinkennum. Halldór mælir með því að þeir sem þjást af síþreytu skipu- leggi tíma sinn og frítíma, þrói starfsáætlun og setji sér ánægjuleg og raunhæf markmið. Mikilvægt er að vera á varð- bergi gagnvart þróttleysi og gæta hófs í áreynslu. Þá er einnig mikilvægt að auka þrótt og virkni eftir því sem einstaklingurinn þolir. Þegar endurhæfing er ráð- gerð segir Halldór mikilvægt að líta til langs tíma og er þar um að ræða mánuði og misseri frekar en vikur. „Það getur tekið langan tíma að ' ná fýrri starfshæfni. Markmiðið er að berjast gegn einkennunum og ná líkamlegu jafnvægi til að fást við daglegt líf og starf, ná jafn- vægi í félagslegum samskiptum og ná tökum á persónulegu lífi sínu. Takmarkið er að koma í veg fyrir að síþreytan verði svo yfirgnæfandi að hún leiði til ör- orku og dragi þannig úr lífs- gæðum einstaklingsins." - Hver eru tengslin milli kulnunar í starfi og síþreytu? „Það að brenna út í starfi er ástand sem bregðast þarf við á viðeigandi hátt. Greina þarf þreytu/síþreytu frá þreytu sem fylgir kulnun í starfi. Það að brenna út í starfi er oftast endapunktur á ferli sem hef- ' ur staðið yfir í einhvern tíma. Þar kemur að fólk brotnar niður líkamlega og á geði og það getur leitt til langrar ijarveru, þess að fólk hætti í starfi eða fái önnur verkefni. Fólk missir hugsjónir sínar og kraft og fyllist tilfinn- ingu um tilgangsleysi vegna starfsskilyrða. Samfelld streita veldur tilfinningalegu ójafnvægi sem leiðir til þróttleysis og langvarandi þreytu, minna viðnáms gagnvart sjúkdómum, depurðar, fjarvista og lítilla afkasta í starfi. Þegar starf leiðir til svikinna vona og brostinna hugsjóna getur það leitt til ástands sem einkennist af lfkamlegri, tilfinningalegri og geð- rænni uppgjöf og örmögnun." B3 —•‘SSSSS’' Stunda líkamsrækt sem losat um sveitu og styrkir líkamann. .... f.Laara slökun sem dregur úr spennu og hvílir hugann. .......... 3. Taka þátt í félags- og t0^u^aStarf Það bætir framkomu og styrkir sjálfsímvndina. ......... 4 Leita leiða til að gera Idið ánægjulegra. ekki gera kröfu um að aðnr geri Þ •. 6.BætasemskiptWiöaöraoglevsaúr „ondnmálumáskynsamleganhatt. Nauðsynlegt að draga úr umsvifum Gott er að reyna að auka líkamsþjálfun, draga úr streitu og álagi og fá betri hvíld. Mörgum er nauðsynlegt að draga úr umsvifum sínum í daglegu lífi og sneiða hjá því sem veldur verulegu álagi og streitu. 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.