Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 80

Frjáls verslun - 01.02.2000, Page 80
JFÓLK Tæknivals á Akureyri í rúmt eitt ár og síðustu fjóra mánuðina starfaði Kristján sem rekstrarstjóri kæli- og frysti- geymslunnar Kuldabola í Þorlákshöfn. Vildi takast á við eitthvað nýtt Það er langur vegur frá kennarastarfinu yfir í starf forstöðumanns markaðs- og þró- unarsviðs ÚA. „Ég hafði kynnst öllum þáttum kennarastarfsins," segir Krist- ján aðspurður um þessar breytingar á starfsgreinum. „Ég hafði verið almenn- ur kennari, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri. Þegar mér síðan bauðst að taka við starfi sölu- og markaðsstjóra hjá Sæplasti á Dalvík fannst mér þetta vera spurning um að helga sig kennsl- unni eða takast á við eitthvað nýtt. Á þessum árum var flóttinn úr kennara- stéttinni að heijast og Sæplast var vax- andi fyrirtæki sem ég hafði fylgst með frá því það kom til Dalvíkur." Kristján er fæddur og uppalinn í Nes- Kristján Aðalsteinsson, ÚA Eftir Höllu Báru Gestsdóttur Mynd: Gunnar Sverrisson Kristján Aðalsteinsson hefur tekið við nýju starfi sölu- og markaðs- stjóra hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga, ÚA. í starfinu felst að hann er for- stöðumaður markaðs- og þróunarsviðs félagsins sem er nýtt svið innan fyrirtæk- isins. Kristján er einn fjögurra sviðs- stjóra sem heyra undir framkvæmda- stjóra félagsins en hinir eru fjármála- stjóri, útgerðarstjóri og framleiðslustjóri félagsins. Á síðustu árum hefur Útgerðarfélag Akureyringa lagt auknar áherslur á vöruþróun og samhliða því hafa tengsl fýrirtækisins við viðskiptavinina aukist. Kristján segir að gert sé ráð fýrir að mikilvægi sölu- og markaðsdeildar muni aukast á komandi misserum í takt við þær breytingar sem orðið hafi á skipu- lagi stóru fisksölufýrirtækjanna. ÚA hafi verið einn stærsti og mikilvægasti fram- leiðandinn innan Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, SH, en þær skipulags- breytingar sem gerðar hafi verið á sölu- samtökunum hafi leitt til þess að fleiri möguleikar hafi opnast. Öflugt þróunar- svið sé einungis liður í því að gera fyrir- tækið samkeppnishæft á markaði og að efla tengslin við kaupendur. „Þetta starf er mjög áhugavert í mín- um huga og mér þykir það ekki síður áhugavert þar sem ég hef setið í stjórn fýrirtækisins í fimm ár og tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá ÚA. Því er skemmtilegt að geta haldið því starfi áfram og hafa í rauninni bara skipt um stól,“ segir Kristján en hann kom inn í stjórn Útgerðarfélagsins fýrir hönd almennra ljárfesta þegar fýrir- tækið fór á markað. Kristján býr ásamt fjölskyldu sinni á Dalvík. Eiginkona hans er Lilja Kristins- dóttir og eiga þau fjögur börn: Kristinn, Kolbrúnu, Júlíönu og Jökul. Aðspurður um áhugamál nefnir hann fjölskylduna að sjálfsögðu en einnig útivist, sund og í raun allar íþróttir en um þær er hann mikill áhugamaður. Einnig hefur Krist- ján að eigin sögn alltaf verið mikill keppnismaður og t.d. spilað blak frá því á unglingsárunum, nú síðast með liði RIMA á Dalvík. Kristján er lærður kennari og starfaði sem slíkur í tíu ár á Dalvík eða þar til hann tók við starfi sölu- og markaðsstjóra Sæplasts sem hann sinnti í sex ár. Þá settist hann í framkvæmdastjórastólinn í fyrirtækinu og sat í honum í fimm ár. Eftir það var hann í sex mánuði skóla- og menningar- fulltrúi í Dalvíkurbyggð, þá deildarstjóri kaupstað og eins og algengt var um börn og unglinga þá byrjaði hann snemma að vinna í fiski, bæði í frysti- húsi og í síldarsöltun. Síðan fór hann á sjóinn þegar hann hafði aldur til og stundaði sjómennsku með námi. Það taldi hann góðan grunn til að takast á við verkefni eins og sölu- og markaðs- mál hjá Sæplasti enda reyndist sá grunnur hinn besti skóli og vart hægt að hugsa sér hann betri, eins og hann segir. „Það hefur í raun aldrei hvarflað að mér að hverfa til baka í kennarastarfið. Þegar maður er búinn að starfa svona lengi á fýrirtækjamarkaði þá tel ég að mjög erfitt sé að snúa til baka í skóla- kerfið. Hvað varðar sölu- og markaðs- stjórastarfið hjá ÚA þá finnst mér það í raun bara vera eðlilegt framhald af þeim störfum sem ég hef unnið fram til þessa. Ég er á því að sú reynsla sem ég hef öðl- ast á síðustu árum við uppbyggingu sölumála hjá fýrirtæki sem hefur staðið sig vel á alþjóðavettvangi muni nýtast mér í nýju og krefjandi starfi hjá ÚA. Það er það einnig ákveðin tilhlökkun bundin því að fá að starfa með því ágæta fólki sem unnið hefur ötullega að því að gera UA að þeim „sjávarútvegsrisa" sem fýrir- tækið er í dag.“ 53 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.