Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 3
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Bókasafn Reykjanesbæjar
- íjölbreytt starfsemi
í nútímalegu umhverfi
Inngangur
Þegar þrjú sveitarfélög á Suðumesjum,
Hafnir, Keflavík og Njarðvík, sameinuðust
árið 1994 í Reykjanesbæ var ákveðið að
sameina almenningsbókasöfn þeirra í eitt,
Bókasafn Reykjanesbæjar. Bókasafn
Keflavíkur hafði þá tveimur ámm áður
verið flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði og
varð það aðsetur almenningsbókasafns
nýja sveitarfélagsins. Saga bókasafnsþjón-
ustu í áðumefndum sveitarfélögum á Suð-
umesjum er löng og nær allt aftur til ársins
1889. Sú saga verður ekki rakin hér.
Eins og fram kom í grein stöllu minnar
í Arborg í síðasta tölublaði Fregna þá hef-
ur orðið mikil breyting á stafsemi almenn-
ingsbókasafna á síðustu ámm og tek ég
undir orð hennar um skort á góðu heiti yfir
þessar stofnanir í dag, heiti sem lýsir vel
ljölbreytileikanum í starfsemi þeirra.
A síðustu 15 ámm hefur hvert almenn-
ingsbókasafnið af öðm fengið nýtt og betra
húsnæði sem hæfír starfsemi þeirra og sum
jafnvel flutt tvisvar á þessum ámm! Það
hefur svo sannarlega verið vor í starfsemi
almenningsbókasafna.
Skilningur ráðamanna á mikilvægi al-
menningsbókasafna í samfélaginu hefur
aukist og því hefur fylgt meira íjármagn til
reksturs safnanna. Það má m.a. rekja til
framtíðarsýnar ríkisstjómarinnar um upp-
lýsingasamfélagið, samstarfs á sviði raf-
rænna upplýsinga (hvar.is) og sameigin-
legs gagnagmnns flestra bókasafna lands-
ins (Gegnir.is).
Verkefni á Bókasafni Reykjanes-
bœjar
Á Bókasafni Reykjanesbæjar er boðið upp
alla hefðbundna þjónustu nútíma almenn-
ingsbókasafns, svo sem útlán, heimsend-
ingarþjónustu, upplýsingaþjónustu, lesað-
stöðu og netkaffi. En þar sem flestir les-
endur Fregna þekkja vel til þeirra þátta
verða þeir ekki tíundaðir í þessu greinar-
korni heldur verður kastljósinu beint að
nokkrum verkefnum.
Lestrarmenning í Reykjanesbœ
Verkefninu „Lestrarmenning í Reykjanes-
bæ“ var ýtt úr vör á alþjóðlegum degi bók-
arinnar þann 23. apríl árið 2003. Það er
samfélagslegt verkefni til þriggja ára sem
hefur það að markmiði að efla lestrarfæmi
og málþroska bama og setja lestur í for-
gang í bæjarfélaginu. Leitað var breiðrar
samstöðu og stuðnings hjá fyrirtækjum,
stofnunum og félagasamtökum í bænum,
auk skóla og annarra stofnana bæjarins.
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar leið-
ir þetta verkefni en bókasafnið á fulltrúa í
stýrihópi þess. Við upphaf verkefnisins
fengu öll böm á leikskólaaldri í bænum
bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgef-
enda. Síðan hefur árlega öllum 2ja ára
bömum verið afhent bókargjöf. Ráðinn var
sérlegur sendiboði til að kynna verkefnið
og mikilvægi lestrar í félagasamtökum í
bænum. Gefnir vom út fjórir bæklingar,
ætlaðir mismunandi aldurshópum, um
mikilvægi lestrar með bömum og tengsl
hans við málþroska. Ljóðum var dreift í
verslanir og stofnanir í bænum og haldið
var málþing.
Sérstaklega hefur verið gaman að
fylgjast með hvemig leikskólar bæjarins
hafa tekið á þessu verkefni. Deildarstjóri
barna- og unglingastarfs á safninu hefur
haldið fyrirlestra um bamabækur og lestur
með bömum fyrir starfsfólk leikskólanna
fyrir foreldrafélög og einnig unga foreldra
í samstarfí við 88 húsið, menningarmið-
stöð ungs fólks í Reykjanesbæ. Verkefninu
lýkur næsta vor með samkeppni um hand-
rit að bama- og unglingasögum.
Sumarlestur
Liggðu ekki í leiðindum í sumar - lestu er
slagorð sumarlestrarins í ár enda leiðist
engum með bók í hönd. Boðið er upp á
sumarlestur fyrir gmnnskólaböm á bóka-
safninu í júní, júlí og ágúst. Þar geta allir
tekið þátt sem hafa náð tökum á lestri. Um
er að ræða lestrarhvetjandi einstaklings-
verkefni þar sem hver og einn les það sem
hann vill þegar hann vill og á sínum hraða.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátt-
takendur fá bókaskrá í upphafi sumarlestr-
ar, ásamt veglegu bókamerki. Bækumar,
sem þátttakendur vilja lesa í sumarlestrin-
um, verða þeir að fá að láni hjá safninu.
Skila verður inn umsögn um hverja lesna
bók í afgreiðslu safnsins og fyrir það
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 3