Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 3

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 3
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða Bókasafn Reykjanesbæjar - íjölbreytt starfsemi í nútímalegu umhverfi Inngangur Þegar þrjú sveitarfélög á Suðumesjum, Hafnir, Keflavík og Njarðvík, sameinuðust árið 1994 í Reykjanesbæ var ákveðið að sameina almenningsbókasöfn þeirra í eitt, Bókasafn Reykjanesbæjar. Bókasafn Keflavíkur hafði þá tveimur ámm áður verið flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði og varð það aðsetur almenningsbókasafns nýja sveitarfélagsins. Saga bókasafnsþjón- ustu í áðumefndum sveitarfélögum á Suð- umesjum er löng og nær allt aftur til ársins 1889. Sú saga verður ekki rakin hér. Eins og fram kom í grein stöllu minnar í Arborg í síðasta tölublaði Fregna þá hef- ur orðið mikil breyting á stafsemi almenn- ingsbókasafna á síðustu ámm og tek ég undir orð hennar um skort á góðu heiti yfir þessar stofnanir í dag, heiti sem lýsir vel ljölbreytileikanum í starfsemi þeirra. A síðustu 15 ámm hefur hvert almenn- ingsbókasafnið af öðm fengið nýtt og betra húsnæði sem hæfír starfsemi þeirra og sum jafnvel flutt tvisvar á þessum ámm! Það hefur svo sannarlega verið vor í starfsemi almenningsbókasafna. Skilningur ráðamanna á mikilvægi al- menningsbókasafna í samfélaginu hefur aukist og því hefur fylgt meira íjármagn til reksturs safnanna. Það má m.a. rekja til framtíðarsýnar ríkisstjómarinnar um upp- lýsingasamfélagið, samstarfs á sviði raf- rænna upplýsinga (hvar.is) og sameigin- legs gagnagmnns flestra bókasafna lands- ins (Gegnir.is). Verkefni á Bókasafni Reykjanes- bœjar Á Bókasafni Reykjanesbæjar er boðið upp alla hefðbundna þjónustu nútíma almenn- ingsbókasafns, svo sem útlán, heimsend- ingarþjónustu, upplýsingaþjónustu, lesað- stöðu og netkaffi. En þar sem flestir les- endur Fregna þekkja vel til þeirra þátta verða þeir ekki tíundaðir í þessu greinar- korni heldur verður kastljósinu beint að nokkrum verkefnum. Lestrarmenning í Reykjanesbœ Verkefninu „Lestrarmenning í Reykjanes- bæ“ var ýtt úr vör á alþjóðlegum degi bók- arinnar þann 23. apríl árið 2003. Það er samfélagslegt verkefni til þriggja ára sem hefur það að markmiði að efla lestrarfæmi og málþroska bama og setja lestur í for- gang í bæjarfélaginu. Leitað var breiðrar samstöðu og stuðnings hjá fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum í bænum, auk skóla og annarra stofnana bæjarins. Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar leið- ir þetta verkefni en bókasafnið á fulltrúa í stýrihópi þess. Við upphaf verkefnisins fengu öll böm á leikskólaaldri í bænum bókargjöf frá Félagi íslenskra bókaútgef- enda. Síðan hefur árlega öllum 2ja ára bömum verið afhent bókargjöf. Ráðinn var sérlegur sendiboði til að kynna verkefnið og mikilvægi lestrar í félagasamtökum í bænum. Gefnir vom út fjórir bæklingar, ætlaðir mismunandi aldurshópum, um mikilvægi lestrar með bömum og tengsl hans við málþroska. Ljóðum var dreift í verslanir og stofnanir í bænum og haldið var málþing. Sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með hvemig leikskólar bæjarins hafa tekið á þessu verkefni. Deildarstjóri barna- og unglingastarfs á safninu hefur haldið fyrirlestra um bamabækur og lestur með bömum fyrir starfsfólk leikskólanna fyrir foreldrafélög og einnig unga foreldra í samstarfí við 88 húsið, menningarmið- stöð ungs fólks í Reykjanesbæ. Verkefninu lýkur næsta vor með samkeppni um hand- rit að bama- og unglingasögum. Sumarlestur Liggðu ekki í leiðindum í sumar - lestu er slagorð sumarlestrarins í ár enda leiðist engum með bók í hönd. Boðið er upp á sumarlestur fyrir gmnnskólaböm á bóka- safninu í júní, júlí og ágúst. Þar geta allir tekið þátt sem hafa náð tökum á lestri. Um er að ræða lestrarhvetjandi einstaklings- verkefni þar sem hver og einn les það sem hann vill þegar hann vill og á sínum hraða. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátt- takendur fá bókaskrá í upphafi sumarlestr- ar, ásamt veglegu bókamerki. Bækumar, sem þátttakendur vilja lesa í sumarlestrin- um, verða þeir að fá að láni hjá safninu. Skila verður inn umsögn um hverja lesna bók í afgreiðslu safnsins og fyrir það 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.