Fregnir - 01.06.2005, Side 29

Fregnir - 01.06.2005, Side 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða framtíðarþróunar og viðhalds. Samtökin eru ekki formlegur stjómandi þróunar- vinnu en ýmist styðja íjárhagslega eða efnislega þau verkefni sem einn eða fleiri aðilar takast á hendur. Það verkefni, sem skilað hefur mestum beinum árangri, er vefsafnari er nefnist Heritrix (http://crawler.archive.Org/f en hann hefur verið notaður með góðum árangri hér á landi og víða annars staðar. Að baki Heritrix standa Intemet Archive og þjóðbókasöfn Norðurlanda. Þau standa einnig að baki hugbúnaði til að veita að- gang að vefsafni með því að gera efnis- yfirlit og bjóða upp á textaleit og svipaðan aðgang og notendur eru vanir að nota á raunvefnum. Einnig hafa Frakkar gert tól til að vinna með skrárnar í vefsafninu. Óbeinn árangur þessa starfs er mikill en illmælanlegur. Vefsöfnun er ný af nál- inni og flókin, og hugmyndir aðila voru í upphafí talsvert ólíkar og ýmis hugtök og úrlausnarefni voru mjög illa skilgreind. Nú má segja að aðilar samtakanna hafi sam- eiginlegan skilning á verkefninu, þótt ekki séu allir sammála um leiðir, og talsvert hefur áunnist í að skilgreina nauðsynlega högun við uppbyggingu vefsafns og stöðl- un á ýmsum þáttum sem það varða. Má þar nefna fomi á þeim skrám sem safn- arinn skilar frá sér, lýsigögn sem fylgja eiga söfnun og lýsingar á aðgangi að vef- safni. Allt mun þetta auðvelda frekari þróunarvinnu því mikið er ógert. Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðaríandsbókavörður Dreifnám í bókasafnstækni - Nýr hópur tekinn inn í haust! Nú í haust mun Borgarholtsskóli í Reykja- vík enn á ný bjóða upp á dreifnám í bóka- safnstækni. A undanfömum þremur ámm hafa á ijórða tug starfsmanna bókasafna víðsvegar um landið lagt stund á þetta nám. Með námi í bókasafnstækni öðlast nemendur þekkingu og fæmi til að sinna störfum á bókasöfnum, skjalasöfnum og öðmm upplýsingamiðstöðvum í samstarfi við sérfræðinga. Bókasafnstækni er ein af átta sérgrein- um sem kenndar eru innan upplýsinga- og íjölmiðlagreina og byggir kennslan á útgefmni námskrá menntamálaráðuneyt- isins. Um er að ræða fagnám sem lýkur með viðurkenndum starfsréttindum. Eínnig em nemendum opnar leiðir til áfram- haldandi náms. Þeir geta til dæmis haldið áfram námi til stúdentsprófs sem tryggir þeim aðgang að námi á háskólastigi. I Borgarholtsskóla býðst nemendum að ljúka faggreinum námsins í dreifnámi. Þeir nemendur, sem hafa lokið almennum bók- legum áföngum, fá þá metna en aðrir geta lokið þeim í ljamámi eða síðdegisnámi í nánast hvaða framhaldsskóla landsins sem er. Dreifnám í bókasafnstækni tekur þrjá vetur enda er námsálaginu þannig stillt í hóf að hægt sé að stunda það með fullri vinnu. Fmmkvæði að gerð námskrár fyrir bókasafnstæknina og síðar kennslu þessar- ar faggreinar var nánast alfarið hjá Upplýs- ingu - Félagi bókasafns- og upplýsinga- fræða og Samtökum forstöðumanna al- menningsbókasafna (SFA). Fjölmörg bókasöfn hafa styrkt nemendur til námsins sem og ýmis stéttarfélög. Námskostnaður á önn er áætlaður 37.000 krónur. Umsóknarfrestur var til 14. júní en búast má við að hann verði framlengdur eitthvað. Mikilvægt er þó að áhugasamir hafi samband við umsjónannenn kennsl- unnar sem fyrst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um námið má nálgast á vef Borgarholtsskóla; sjá http://www.bhs. is/dreifnam. Kristján Ari Arason, sími 820-2930 fagstjóri Borgarholtsskóla 13. ársþing EBLIDA 2005 í r Cork á Irlandi Dagana 13. og 14. maí síðastliðinn sótti undirrituð sem fulltrúi Upplýsingar 13. ársþing fulltrúaráðs EBLIDA (13th EBLIDA Annual Council Meeting) sem haldið var í Háskóla írlands (National University of Ireland) í Cork sem er menningarborg Evrópu 2005. EBLIDA er stytting á European Bureau of Library, In- formation and Documentation Associa- tions og má útleggja sem Samtök evrópskra bókavarða-, upplýsinga- og skjalastjórnarfélaga. Að vanda var fyrir- höfn og kostnaði við ársþingið haldið í lágmarki. Fundarmenn sáu sjálfir um að 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 29

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.