Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 29

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 29
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða framtíðarþróunar og viðhalds. Samtökin eru ekki formlegur stjómandi þróunar- vinnu en ýmist styðja íjárhagslega eða efnislega þau verkefni sem einn eða fleiri aðilar takast á hendur. Það verkefni, sem skilað hefur mestum beinum árangri, er vefsafnari er nefnist Heritrix (http://crawler.archive.Org/f en hann hefur verið notaður með góðum árangri hér á landi og víða annars staðar. Að baki Heritrix standa Intemet Archive og þjóðbókasöfn Norðurlanda. Þau standa einnig að baki hugbúnaði til að veita að- gang að vefsafni með því að gera efnis- yfirlit og bjóða upp á textaleit og svipaðan aðgang og notendur eru vanir að nota á raunvefnum. Einnig hafa Frakkar gert tól til að vinna með skrárnar í vefsafninu. Óbeinn árangur þessa starfs er mikill en illmælanlegur. Vefsöfnun er ný af nál- inni og flókin, og hugmyndir aðila voru í upphafí talsvert ólíkar og ýmis hugtök og úrlausnarefni voru mjög illa skilgreind. Nú má segja að aðilar samtakanna hafi sam- eiginlegan skilning á verkefninu, þótt ekki séu allir sammála um leiðir, og talsvert hefur áunnist í að skilgreina nauðsynlega högun við uppbyggingu vefsafns og stöðl- un á ýmsum þáttum sem það varða. Má þar nefna fomi á þeim skrám sem safn- arinn skilar frá sér, lýsigögn sem fylgja eiga söfnun og lýsingar á aðgangi að vef- safni. Allt mun þetta auðvelda frekari þróunarvinnu því mikið er ógert. Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðaríandsbókavörður Dreifnám í bókasafnstækni - Nýr hópur tekinn inn í haust! Nú í haust mun Borgarholtsskóli í Reykja- vík enn á ný bjóða upp á dreifnám í bóka- safnstækni. A undanfömum þremur ámm hafa á ijórða tug starfsmanna bókasafna víðsvegar um landið lagt stund á þetta nám. Með námi í bókasafnstækni öðlast nemendur þekkingu og fæmi til að sinna störfum á bókasöfnum, skjalasöfnum og öðmm upplýsingamiðstöðvum í samstarfi við sérfræðinga. Bókasafnstækni er ein af átta sérgrein- um sem kenndar eru innan upplýsinga- og íjölmiðlagreina og byggir kennslan á útgefmni námskrá menntamálaráðuneyt- isins. Um er að ræða fagnám sem lýkur með viðurkenndum starfsréttindum. Eínnig em nemendum opnar leiðir til áfram- haldandi náms. Þeir geta til dæmis haldið áfram námi til stúdentsprófs sem tryggir þeim aðgang að námi á háskólastigi. I Borgarholtsskóla býðst nemendum að ljúka faggreinum námsins í dreifnámi. Þeir nemendur, sem hafa lokið almennum bók- legum áföngum, fá þá metna en aðrir geta lokið þeim í ljamámi eða síðdegisnámi í nánast hvaða framhaldsskóla landsins sem er. Dreifnám í bókasafnstækni tekur þrjá vetur enda er námsálaginu þannig stillt í hóf að hægt sé að stunda það með fullri vinnu. Fmmkvæði að gerð námskrár fyrir bókasafnstæknina og síðar kennslu þessar- ar faggreinar var nánast alfarið hjá Upplýs- ingu - Félagi bókasafns- og upplýsinga- fræða og Samtökum forstöðumanna al- menningsbókasafna (SFA). Fjölmörg bókasöfn hafa styrkt nemendur til námsins sem og ýmis stéttarfélög. Námskostnaður á önn er áætlaður 37.000 krónur. Umsóknarfrestur var til 14. júní en búast má við að hann verði framlengdur eitthvað. Mikilvægt er þó að áhugasamir hafi samband við umsjónannenn kennsl- unnar sem fyrst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar um námið má nálgast á vef Borgarholtsskóla; sjá http://www.bhs. is/dreifnam. Kristján Ari Arason, sími 820-2930 fagstjóri Borgarholtsskóla 13. ársþing EBLIDA 2005 í r Cork á Irlandi Dagana 13. og 14. maí síðastliðinn sótti undirrituð sem fulltrúi Upplýsingar 13. ársþing fulltrúaráðs EBLIDA (13th EBLIDA Annual Council Meeting) sem haldið var í Háskóla írlands (National University of Ireland) í Cork sem er menningarborg Evrópu 2005. EBLIDA er stytting á European Bureau of Library, In- formation and Documentation Associa- tions og má útleggja sem Samtök evrópskra bókavarða-, upplýsinga- og skjalastjórnarfélaga. Að vanda var fyrir- höfn og kostnaði við ársþingið haldið í lágmarki. Fundarmenn sáu sjálfir um að 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.