Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 7
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða
Dagskráin var í samræmi við lög
félagsins sem samþykkt voru á stofnfundi
þann 26. nóvember 1999 og endurskoðuð
á aðalfundi þann 15. maí 2001.
Formaður Upplýsingar, Þórdís T.
Þórarinsdóttir, flutti skýrslu stjómar sem
birt er annars staðar í blaðinu svo hún
verður ekki rakin hér. Gjaldkeri, Fanney
Sigurgeirsdóttir, tilkynnti um styrkþega
Ferðasjóðs Upplýsingar (sjá skýrslu í
blaðinu). Varaformaður, Vala Nönn Gauts-
dóttir, gerði grein fyrir skýrslum frá nefnd-
um og fulltrúum félagsins í ýmsum stjóm-
um og ráðum. Greinilegt er hve öflugt og
fjölbreytt starfsem fer fram innan vébanda
félagsins. Skýrslumar birtast í heild sinni
hér í blaðinu.
Fráfarandi gjaldkeri Upplýsingar, Lilja
Ólafsdóttir, lagði fram reikninga félagsins
og rakti eignir þess, helstu tekjur og út-
gjöld. Reikningamir, sem birtir em í blað-
inu, vom samþykktir athugasemdalaust.
Fundurinn ákvað, að tillögu stjómar, að ár-
gjald félagsins fyrir árið 2006 verði kr.
5.000 (er 4.500) fyrir einstaklingsaðild og
er það í fyrsta skipti frá stofnun félagsins
sem árgjaldinu er breytt. Samkvæmt lög-
um félagsins verður nemaaðild þá kr.
2.500 og stofnanaaðild kr. 10.000.
Greiðsluseðlar fyrir árið 2005 voru sendir
út í febrúar með gjalddaga 10. mars og
eindaga 10. apríl. Stjóm hefur fært greiðsl-
ur fyrr á árið til þess að greiðslur hafi verið
inntar af hendi þegar Bókasafnið og 2.
tölublað Fregna koma út.
Formaður mælti fyrir framkvæmda-
áætlun næsta árs, sem birt er annars staðar
í blaðinu, og gjaldkeri mælti fyrir fjárhags-
áætlun félagsins fyrir næsta starfsár sem
einnig er birt í blaðinu.
í ljósi fenginnar reynslu lagði stjóm
fram tillögur til lagabreytinga í samvinnu
við lagabreytinganefnd. Meginbreyting-
amar em að ákvæði úr greinargerð vom
felld inn í lögin eftir þvi sem við átti en
óhentugt þótti að hafa mörg skjöl með
nokkurs konar lagaígildi og það þótti
skerpa ákvæði greinargerðarinnar að taka
þau upp í lögin. Ennfremur var skipuritið
fellt niður því í ljós hefur komið að það á
ekki við í félagi sem að mestum hluta
byggir á sjálfboðavinnu.
Þórdís T. Þórarinsdóttir var endurkjörin
formaður í samræmi við ný lagaákvæði í 5.
grein laganna en uppstillingamefnd tókst
ekki að finna nýtt formannsefni. Úr stjóm
gekk Lilja Ólafsdóttir sem gegnt hefur
gjaldkerastörfum í félaginu frá stofnun
þess. Hulda Björk Þorkelsdóttir tók sæti í
stjóm. Aðrir í stjóm em Vala Nönn Gauts-
dóttir varaformaður. Fanney Sigurgeirs-
dóttir gjaldkeri og Ingibjörg Baldursdóttir
ritari. Lilja Ólafsdóttir var kosinn fyrsti
varamaður en annar varamaður er Svava
H. Friðgeirsdóttir. Stjómin hefur mótað þá
stefnu að fyrrverandi stjómarmenn taki að
sér að vera varamenn þar sem þeir em
kunnugir starfsemi félagsins. Formaður
þakkaði Lilju Ólafsdóttir vel unnin störf í
þágu félagsins og færði henni bókargjöf
sem þakklætisvott frá félaginu.
Skoðunarmenn reikninga gáfu allir
kost á sér áfram en þeir em: Hildur Gunn-
laugsdóttir, Monika Magnúsdóttir og vara-
maður er Sigríður Matthíasdóttir. Laga-
breytinganefnd er óbreytt. Úr fræðslunefnd
gekk Margrét Bjömsdóttir og í stað hennar
kemur Ema Jóna Gestsdóttir. Úr ritnefnd
gekk Emilía Sigmarsdóttir og var Asdís
Paulsdóttir kosin í hennar stað. Aðrar
fastanefndir félagsins sem kosið er í em
óbreyttar, þ.e. Siðanefnd, Nefndir um val á
bestu fræðibók ársins fyrir börn og full-
orðna. í nýja fastanefnd, uppstillinganefnd,
voru þær Guðríður Sigurbjömsdóttir, Sig-
urbjörg Bjömsdóttir og Svava H. Frið-
geirsdóttir kosnar.
Listi yfír starfandi nefndir Upplýsingar,
og fulltrúa félagsins í ýmsum nefndum og
stjómum er birtur annars staðar í blaðinu.
Undir liðnum önnur mál afhenti for-
maður viðurkenningu fyrir bestu íslensku
fræðibókina fyrir fullorðna fyrir árið 2004
og tilkynnti um úrslit vegna viðurkenn-
ingar fyrir bestu íslensku fræðibækumar
fyrir börn (sjá umfjöllun í blaðinu).
Að lokum flutti Steinunn Jóhannes-
dóttir rithöfundur fyrirlestur sem nefndist
Höfundur á reisu og fjallaði þar um að-
föng sín og aðferð við ritun Reisubókar
Guðríðar Símonardóttur en stjóm hefur
skapað þá hefð að hafa fræðslufyrirlestur
að loknum aðalfundarstörfum.
Á aðalfundinn mættu rúmlega 30 fél-
agsmenn. Kaffiveitingar voru samkvæmt
hefð í boði félagsins.
Á vefsíðu Upplýsingar http://www.
bokis.is er fundargerðin birt i heild sinni.
Þórdís T. Þórarinsdóttir
30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 7