Fregnir - 01.06.2005, Side 18

Fregnir - 01.06.2005, Side 18
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafræða Sigurbjömsdóttir, Ingibjörg Rögnvalds- dóttir og Erla Kristín Jónasdóttir sem unnu sitt erindi saman. Þómý Hlynsdóttir flutti tvö erindi á ráðstefnunni í Þrándheimi og Kristín Indriðadóttir flutti erindi á hring- borðsfundinum í Gustavelund í vor. Námsferð var farin til Bandaríkjanna 3.-14. nóvember 2004 og var þemað New developments in the virtual reference desk. Næsta námsferð verður farin 30. maí -10. júní til Bandaríkjanna og Kanada og verða nýjar bókasafnsbyggingar í brennidepli. Hægt verður að sækja ráðstefnu SLA (Special Library Association) í Toronto í leiðinni. NVBF úthlutar árlega fímm ferða- styrkjum og er Anna Sveinsdóttir, bóka- safni Orkustofnunar, í hópi þeirra sem fengu styrk á þessu ári. Styrkir þessir em auglýstir á vormánuðum ár hvert og er um- sóknarfrestur fram í miðjan september. Upplýsingar og umsóknareyðublað em á vefsíðu NVBF http://www.dpb.dpu.dk/ nvbf /nvbf.html Islenskir stjómarmenn í NVBF starfa eftir markaðri stefnu og hafa sett sér ákveðin markmið í sínu starfí: Að gæta hagsmuna Upplýsingar, að koma sjónar- miðum okkar á framfæri, að gæta þess að ekki sé gengið fram hjá Islandi á nokkum hátt og að taka að fullu þátt í því sem fram fer hjá NVBF. Þessari stefnu hefur verið fylgt eftir af alefli mörg undanfarin ár og telja verður að markmiðin hafí náðst að miklu leyti. Um það vitna m.a. ráðstefn- umar fjórar sem hér hafa verið haldnar á undanförnum sex ámm, raunar hafa fleiri ráðstefnur á vegum NVBF verið haldnar hér á landi en á nokkm öðm Norðurlanda þessi árin. Við höfum lagt metnað okkar í að halda ráðstefnur og fúndi þegar röðin hefur verið komin að Islandi og hefur aldrei þurft að fresta ráðstefnum eða fella niður hér eins og raunin hefur nokkmm sinnum orðið hjá hinum af ýmsum ástæð- um. Þetta er auðvitað fyrst og fremst að þakka áhuga og elju þeirra sem valist hafa í undirbúningsnefndimar og lagt á sig ómælda vinnu til að ráðstefnumar mættu takast sem best. Seint verður ofmetinn ávinningur stéttarinnar af því að eiga kost á sækja vandaðar ráðstefnur án mikils ferða- og dvalarkostnaðar, að eiga góða möguleika á að hafa áhrif á ráðstefnuefni og að koma fýrirlesurum úr okkar röðum á framfæri. Rétt er að geta þess að eftir stjómar- fundinn í mars settu fulltrúar Dana í stjóm NVBF fram hugmyndir um að draga vem- lega úr starfí NVBF (sjá baksíðu DF Revy nr. 3, 2005). Fulltrúar annarra Norðurlanda hafa ekki tjáð sig um málið og því er ótímabært að reifa það frekar hér. Fulltrúar Islands munu, í samráði við stjóm Upplýs- ingar, að sjálfsögðu reyna að gæta hags- muna íslands í hvívetna í umræðum um framtíð NVBF. Þórhildur S. Sigurðardóttir Ráðgjafamefnd um málefni almenningsbókasafna Ráðgjafamefnd um almenningsbókasöfn var stofnuð árið 1997 í samræmi við lög nr. 36/1997. Nefndin hélt engan fund á árinu 2004 þar sem nefndin fékkst aðallega við úthlutun á styrkjum samkvæmt bráða- birgðaákvæði í lögunum frá 1997. Nú em þeir styrkir ekki lengur íyrir hendi og því hefur nefndin ekki hist. Hinsvegar er verið að vinna að því að skoða möguleika á einhvers konar þró- unarsjóði fyrir almenningsbókasöfn en ennþá er það mál ekki komið til kasta nefndarinnar. Hólmkell Hreinsson Amtbókasafninu á Akureyri Blindrabókasafn Islands - www.bbi.is Starfsemi Blindrabókasafnsins var með hefðbundnum hætti árið 2004, þ.e. útlán og framleiðsla hljóðbóka, þjónusta við blinda- og sjónskerta og lesblinda náms- menn. Nánari upplýsingar um starfsemina er að fínna á slóðinni www.bbi.is. Tveir stjómarfundir vom haldnir á árinu og var sá fyrri 18. febrúar og var hann fyrsti fundur nýrrar stjómar. í reglu- gerð safnsins frá 2002 kemur fram að fundir stjómar skulu vera að minnsta kosti tveir á ári en vom tíðari á undanfömum árum. Aðalverkefni safnsins auk hinnar hefðbundnu starfsemi er og verður undirbúningur að því að yfírfæra hljóðbókakostinn á Daisyhljóðbókaform (stafrænt hljóðbókaform). Aukaframlag frá menntamálaráðuneytinu fékkst til þess og 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 18

x

Fregnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.