Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 10

Fregnir - 01.06.2005, Blaðsíða 10
Fregnir. Fréttabréf Upplýsingar - Félags bókasafns- og upplýsingafrœða á góma. Stjóm Upplýsingar hefur boðið fram fundarstað hér á landi en þar sem fundir verða fyrst haldnir í nýjum aðildar- ríkjum Evrópusambandsins verður boðinu ekki tekið að sinni. (Fregnir 2/2004, 24- 25). Formaður og gjaldkeri sóttu samráðs- fund formanna og framkvæmdastjóra nor- rænna bókavarðafélaga, Nordisk biblio- tekforeningsmote, sem haldinn var í Osló dagana 3. og 4. júní 2004. Á fundinum var m.a. fjallað um samstarfsverkefni norrænu félaganna, málefni EBLIDA og þátttöku þeirra og samráð í alþjóðlegu samstarfi en nú er kosningaár hjá IFLA, og næsta IFLA þing verður haldið í Ósló (Fregnir 2/2004, bls. 26-28). Þann 19. nóvember 2004 sótti formaður annan samráðsfund í Kaup- mannahöfn þar sem ákveðið var að nor- rænu bókavarðafélögin stæðu sameigin- lega að útgáfu kynningarbæklings um fél- ögin og bókasafns- og upplýsingamál á Norðurlöndunum. Bæklingnum verður dreift til allra þátttakenda á IFLA-þinginu í Ósló. Upplýsing bauð öðrum félögum á fagsviðinu hér á landi, Samtökum for- stöðumanna almenningsbókasafna, Stéttar- félagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félagi um skjalastjóm, að kynna starf- semi sína í bæklingnum og þekktust þau öll boðið. Vorráðstefna NVBF var haldin í Reykjavík dagana 7. og 8. júní 2004. Formaður undirbúningsnefndar var Ás- gerður Kjartansdóttir. Ráðstefnuna sóttu um 90 manns og þótti hún takast vel í alla staði. (Fregnir 2/2004, s. 49-50) Upplýsing átti aðild að XII NORD I&D ráðstefnunni sem haldin var í Ála- borg 1.-3. september 2004. Fulltrúar Upp- lýsingar í undirbúningsnefnd vom Kristín Geirsdóttir og Þóra Gylfadóttir og tókst ráðstefnan vel (Fregnir 3/2004, s. 48-49). Þriðji Landsfundur Upplýsingar var haldinn á Hótel Sögu dagana 16.-17. sept- ember 2004 og er 17. Landsfundur bóka- varða frá upphafi. Landsfundur er ráð- stefna sem haldin er annað hvert ár og er jafnan mjög fjölsótt. Landsbókasafn ís- lands - Háskólabókasafn hafði veg og vanda af fundinum sem var sá næst fjöl- mennasti frá upphafi með um 240 þátttak- endur. Yfírskrift fundarins var Sameinum kraftana og var meginefni hans samstarf af einhverju tagi. (Fregnir 2/2004, s. 55-56 og 3/2004, s. 53-54) í lok fyrri dagsins var útgáfuteiti í tilefni af útkomu bókarinnar Á LEIÐ TIL UPPLÝSINGAR. Söfn á Suður- landi hafa veg og vanda af næsta lands- fundi sem haldinn verður haustið 2006 og er Margrét I. Ásgeirsdóttir formaður lands- fundamefndar. Jólagleði Upplýsingar 2004 var haldin í Bókasafni Hafnarfjarðar föstudaginn 26. nóvember 2004. Gleðin var jafnframt fímm ára afmælishátíð félagsins og bar upp á stofndag þess. Af tilefninu vom átta félagsmenn útnefndir heiðursfélagar. Jólagleðin var samkvæmt venju ókeypis fyrir fullgilda félagsmenn Upplýsingar, veitingar og skemmtiatriði voru í boði félagsins, Bókasafns Hafnarfjarðar og Þjónustumiðstöðvar bókasafna. (Fregnir 1/2005, s. 32) Að venju sátu fulltrúar Upplýsingar í NVBF tvo stjórnarfundi, í Kaupmanna- höfn 8. okt. 2004 (Fregnir 3/2004, s. 19- 20) og stjórnarfundur NVBF var haldinn hér á landi 4. mars síðastliðinn. (Fregnir 1/2005, s. 27-29). Formaður Upplýsingar gefur skýrslu um starfsemi félagsins fyrir livem stjórnarfund. Fulltrúar NVBF tóku sarnan skýrslu um kostnað og ávinning af þátttöku í starfi NVBF síðastliðin fímm ár. Fram kemur að kostnaður stendur í járnum en faglegur ávinningur tvímælalaus. (Fregnir 1/2005, s. 26-27). Einn félags- maður Upplýsingar fékk ferðastyrk NVBF á árinu (Fregnir 1/2005, s. 28-29). Stjórnin bauð félagsmönnum í heim- sókn á Þjóðminjasafnið 4. nóv. 2004 og þekktust 20 félagar boðið (Fregnir 3/2004, s. 52) Stjórn Upplýsingar fékk Einar Ólafsson til að sækja ráðstefnu um áhrif viðskipta- samninga á bókasöfn (Trading in Know- ledge? The World Trade Organisation and Libraries) í Cambridge í Englandi dagana 2,- 3. mars 2005 (Fregnir 1/2005, 1 1-13) og málstofu Útflutningsráðs: Samrœður menningarheima - A/þjóðaviðskipti og framtíð alþjóðaviðskiptastofnunarinnar WTO í hátíðarsal Háskóla íslands 15. apríl 2005 þar sem m.a. var fjallað urn áhrif aukinnar alþjóðavæðingar í viðskiptum á menningarlegan fjölbreytileika. Sagt er frá fundinum í blaðinu. Fulltrúar Upplýsingar í Nordisk net- værk, Hildur Baldursdóttir og Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, sóttu fund í Stavanger 12. 30. árg. - 2. tbl. 2005 - bls. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.